Norsku samningarnir | Ríkisverksmiðjudeilan | Launadeilur (1) | Launadeilur (2) | Ný verksmiðja (E) | Síldarverksmiðjumálið | Ný Ríkisverksmiðja (N) | Sannleiksást | Hvar verður...? | Karfavinnsla

>>>>>>>>>>> Launadeilur (1)

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji, 8. júní. 1933

Ríkisverksmiðjan.

Enn á ný hefir verið stofnað til vinnudeilu við Ríkisverksmiðjuna. Verksmiðjustjórnin býður sömu greiðslur og síðastliðið ár eða að helgidagurinn sé styttur úr 36 niður í 24 tíma og unnið sé i föstum vökum 54 tímar á viku fyrir mánaðarkaupinu i stað 49½ áður.

 

Forráðamenn verkamannafélagsins hafa hafnað öllu samkomulagi.

 

Sé taxti Verkamannafélagsins greiddur er útkoman yfir vikuna þannig miðað við fastar vökur:

 

Mánaðarkaup

kr. 75,00

Eftirvinna 3 tímar á dag í 5½ dag : 16½ tímar á 1,80

kr. 29,70

Helgidagavinna, reiknað eflir meðaltali 1931, 8 tímar á 3,00

kr. 24,00

Alls

kr. 128,70

 

Í þessu tilfelli er helgidagurinn 36 tímar og vinna mennirnir 491 tíma á viku fyrir mánaðarkaupinu, 11 vökur.

 

Rekstrartími verksmiðjunnar 5½ sólarhringur. (Ekki brætt yfir helgidaga.)

Tilboð verksmiðjunnar, um að greiða sama kaup og síðastliðið starfstímabil, lítur þannig út:

 

Mánaðarkaup

 kr. 75,00

Eftirvinna 3 t. á dag í 6 daga og 4½ t. á mánudagsnótt, 22½ tíma á 1,80

kr. 40,50

Helgidagavinna ca. 8 tímar á kr. 2,00

kr. 16,00

Alls kr. 131,50


Samkomulagstilboð verksmiðjustjórnarinnar er þannig:
 

Mánaðarkaup

kr. 75,00

Eftirvinna 3 tímar á dag í 6 daga, 18 tímar á kr. 1,80

kr. 32,40

 Helgidagavinna 8 tímar á kr. 3,00

kr. 24,00

Alls

kr. 131,40

 

Samkvæmt þessu tilboði styttist helgidagurinn úr 36 í 24 tíma og mennirnir vinna 12 vökur á 4½ tíma, eða 54 tíma á viku fyrir mánaðarkaupinu í stað 11 vökur á 4½ tíma eða 49 tímum áður.

 

Verkamennirnir á föstum vöktum hafa því engan peningalegan óhag af því að ganga að öðru hvoru til boðinu, heldur hið gagnstæða, þótt lítið sé, en verksmiðjunni er það mikils virði, að geta brætt 12 tímum lengur á viku en ella yrði, ef 36 tímarnir í helgidagavinnu héldust óbreyttir.

 

Með því móti bræðir verksmiðjan 11-12 hundruð málum meira vikulega en ella, en það er sama og aukin síldarsala til verksmiðjunnar vikulega um 3.500 krónur.

 

Þeir verkamenn verksmiðjunnar, sem tapa einhverja við samkomulagið, eru dagvinnumennirnir, en þeir vilja allir sem einn maður samþykkja samkomulagstilboðið.

 

Flestir vaktarmennirnir vilja einnig þetta samkomulag, en forráðamenn verkamannafélagsins segja nei.

 

Á miðvikudagsmorgun var allri vinnu hætt við ríkisverksmiðjuna.

 

Það, sem hér að framan er sagt, um kaup manna við verksmiðjuna, er lágmarkskaup.

 

Vaktarmennirnir vinna talsvert mikla eftirvinnu og helgidagavinnu fram yfir það sem unnið er á föstum vöktum.

 

Mikil líkindi eru til, að ósamkomulag þetta verði til þess, að ekkert verði úr kaupum á verksmiðju Dr. Paul, en það mál mun hafa verið allnærri því að afgerast.

 

Er það óbætanlegt og óútreiknanlegt tjón ef ekki verður úr þeim kaupum.

 

Verði hún keypt þá erum við Siglfirðingar vissir um, að ekki verður sett á fót önnur verksmiðja á nærliggjandi stöðum, til þess að draga atvinnu frá Siglufirði.

 

Verður máski vikið nánar að því máli hér í blaðinu síðar.