Norsku samningarnir | Ríkisverksmiðjudeilan | Launadeilur (1) | Launadeilur (2) | Ný verksmiðja (E) | Síldarverksmiðjumálið | Ný Ríkisverksmiðja (N) | Sannleiksást | Hvar verður...? | Karfavinnsla

>>>>>>>>>>> Launadeilur (2)

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji, 4. júlí. 1933

Ríkisverksmiðjudeilan.

Um fátt er nú meira talað en hina svonefndu Ríkisverksmiðjudeilu, enda ekki við öðru að búast, þar sem svo mikið er í húfi að vandræði hljótast af.

 

Það er fyrir löngu viðurkennt, að rekstur verksmiðjunnar ber sig ekki ef greiða þarf 3 krónur fyrir hverja klukkustund. Þess vegna er það í flestum tilfellum ókleift að starfrækja verksmiðjuna yfir helgidaginn.

 

Þar sem starfstíminn er sjaldnast lengri en 10 vikur, og venjulegast nægilegt hráefni fyrirliggjandi, er það augljóst mál, að mikla áherslu verður að leggja á það að framleiða sem allra mest.

 

Er það því hverjum manni augljóst, sem eitthvað vill um málið hugsa, að 36 tíma helgidagur er verksmiðjunni mjög óhagstæður.

 

Ríkisverksmiðjustjórnin hefir boðið það til samkomulags, að greiða taxta verkamannafélagsins að öðru leyti en því að helgidagurinn yrði styttur úr 36 niður í 24 tíma, og 4½ tími af þessari styttingu félli undir mánaðarkaupið, þannig að þeir menn sem vinna á föstum vöktum vinni 54 tíma á viku fyrir mánaðarkaupinu eins og allir aðrir verkamenn í bænum, að undanskyldum þeim sem vinna í bæjarvinnu.

 

Þetta ósamræmi sem er á milli þeirra manna, sem vinna á vöktum og hinna, stafar af því, að þegar helgidagurinn var settur 36 tímar þá voru ekki eftir nema 5 nætur í vikunni sem féllu undir mánaðarkaupið í vaktavinnutíma.

 

Verksmiðjustjórnin fór með mál þetta til verkamannafélagsins, sem hins rétta samningsaðila. En í stað þess að ræða málið með kurteisi og alvöru var stjórnin ausin illyrðum 0g jafnvel haft við orð að láta hana út úr salnum, þótt fundurinn væri búinn nokkrum mínútum áður að leyfa henni fundarsetu, það var ekki fyrr en eftir þennan fund, og einn eða tvo aðra, að verkamenn verksmiðjunnar urðu þess fullvissir, að stjórn verkamannafélagsins, og þeir sem með henni réðu, voru á góðum vegi með að sigla þessu máli i strand, og þeir tóku ekki málið i sinar hendur fyrr en eftir margítrekaðar en árangurslausar tilraunir til þess að fá stjórn verkamannafélagsins til að líta á það með sanngirni.

 

Nokkru seinna samþykkti verkamannafélagið að stytta helgidaginn niður í 24 tíma gegn því, að allir verkamenn verksmiðjunnar yrðu ráðnir gegnum ráðningarskrifstofuna, en þar sem forráðamenn verksmiðjunnar munu ekki hafa óskað neitt sérstaklega eftir því, að Aðalbjörn, Gunnar og Þóroddur réðu því hverjir ynnu við verksmiðjuna, þá var þessu ekki sinnt, enda hefir reynslan verið sú með skiptingu bæjarvinnunnar, að þar hefir liturinn verið tekinn fram yfir réttlætið.

 

Vinnustöðvun sú, sem framkvæmd var með ofbeldi við Ríkisverksmiðjuna í júlí, þar sem 58 menn unnu fyrir fullan taxta, var ekki gerð með hag verksmiðjumanna fyrir augum, heldur til þess, að reyna að kúga þá til hlýðni við þá menn, sem framkvæmdu stöðvunina.

 

Stjórn verkamannafélagsins hefir alveg brugðist skyldu sinni í þessu máli. Hún hefir aldrei skýrt fyrir mönnum um hvað eiginlega er deilt en hinsvegar ekki sparað stóryrðin.

 

Þetta hefir verið kölluð "svívirðileg launalækkunarárás" og þeir menn sem unnið hafa að skynsamlegri lausn deilunnar nefndir glæpamenn af verstu tegund, og til smekkbætis notuð um þá flest þau illyrði sem Íslensk tunga hefir yfir að ráða

 

Og ekki nóg með það, heldur hefir formaður félagsins skýrt Alþýðusambandsstjórninni rangt frá í ýmsum atriðum.

 

Það er er því augljóst mál, að frá hálfu Kommúnistanna er þetta mál sótt meira af kappi en forsjá.

 

Hér er því um tvennt að ræða:

Taxta verkamannafélagsins eða samning þann, sem verkamennirnir gerðu við verksmiðjustjórnina.

 

þá er því rétt að taka hvortveggja til athugunar. Sé kaup þeirra manna, sem fyrir lágmarkslaun vinna á föstum vöktum reiknað eftir taxta verka-mannafélagsins verður útkoman þessi, yfir vikuna:

 

Mánaðarkaup

kr. 75,00

Eftirvinna 3 tímar í 5½ sólarhring = 16½ tími á kr. 1,80

kr. 29,70

Alls

Kr. 104,70

 

Þar að auki er greitt 3 kr. fyrir hvern tíma sem unninn er í helgidagavinnu. Verksmiðjan bræðir 2.300 mál á sólarhring eða 12.650 mál á viku.

 

Stöðvuð í 36 tíma. Sé kaupið greitt eftir samkomulagi því, sem verkamennirnir og verksmiðjustjórnin hafa komið sér saman um, verður upphæðin yfir vikuna þessi:

Mánaðarkaup

kr. 75,00

Eftirvinna 3 tímar í 6 sólarhringa = 18 tímar á kr. 1.80

kr. 32.40

Alls

Kr. 107,40

 

Helgidagavinna kr. 3 á tímann, verksmiðjan bræðir 13.800 mál yfir vikuna, stöðvuð yfir helgidaginn 24 1íma.

 

Miðað við 10 vikna starfstíma verður útkoman þessi:

Taxtinn:

Kaup kr. 1.047 Keypt síld 126.500 mál á kr. 3,00= kr. 379.500. Samkomulagið:

Kaup kr. 1.074,  Keypt síld 138.000 mál á kr. 3,00 = kr. 414.000

 

Þar að auki helgidagavinna og önnur aukavinna, sem er nokkurn veginn jafn mikil, hvort sem verksmiðjan er stöðvuð í 36 eða 24 tíma.

 

Kommúnistar reyna að slá á veika strengi hjá sjómönnum 0g ætla á þann hátt að ná þeim inn í sínar herbúðir.

 

Hér á Siglufirði hafa verk þeirra í garð sjómanna talað svo árum skiptir, og hefi ég áður skrifað um það mál í Alþýðublaðið.

 

Nú eru verkin byrjuð að tala á ný. Það er lagt verkbann á á tryggasta og besta atvinnufyrirtækið í bænum, eina atvinnufyrirtækið sem tryggir verkamönnum tveggja mánaða vinnu, og reynt með því að koma í veg fyrir, að sjómenn geti selt síld til verksmiðjunnar fyrir 34.500 krónum meira en ella, og svo er hrópað út um alt landið og sjómenn beðnir að standa með Kommúnistum í þessari deilu!!

 

Það er lagt verkbann á sömu atvinnufyrirtæki og 58 menn reknir frá vinnu, sem greidd er samkvæmt taxta, og með því reynt að knýja það gegn, að verkamennirnir fái nokkrum krónum minna á viku, en þeir hafa sjálfir samið um, en til þess að gera mennina ánægða með þessar dásamlegu ráðstafanir er þeim lofað fullu kaupi á meðan verkbannið stendur yfir, þó vitanlegt sé, að kommúnistar hvorki geta né vilja halda það loforð.

 

Nú stendur til að Ríkisverksmiðjan 0g verksmiðja Dr. Paul verði starfræktar sameiginlega.

 

Í báðum verksmiðjunum koma til með að vinna um 100 menn. Þegar stjórn Verkamannafélagsins hafði sýnt vanmátt sinn til skynsamlegrar lausnar málsins, sömdu verkamennirnir sjálfir.

 

Þá lætur stjórnin gæðinga sina, 50-60 að tölu, samþykkja að stöðva þessa 100 menn með valdi. Stöðvun hefir þegar farið fram sökum þess, að verkamenn verksmiðjunnar, í lengstu lög komast hjá því að reka þessa vesalinga burt með valdi.

 

Kommúnistar halda því óspart fram, að verkamennirnir hafi verið kúgaðir til þess að undirskrifa samninga við verksmiðjuna.

 

Þetta er ekki rétt. Svo miklu get ég lofað að engir af þeim, sem þegar eru ráðnir við Ríkisverksmiðjuna,  skulu tapa plássum sínum fyrir það að segja satt og rétt frá.

 

Þess vegna skora ég á stjórn verkamannafélagsins að leggja fram skriflega og vottfasta yfirlýsingu um það, að þeir hafi verið kúgaðir til þess að undirskrifa samningana.

 

Að ég tek það sérstaklega fram, að yfirlýsingin eigi að vera vottföst, kemur til af því, að stjórn Verkamannafélagsins hefir áður sýnt mjög góða hæfileika í því að falsa samþykktir fél., og gæti því eins vel falsað þessa yfirlýsingu, þótt til þess þurfi talsvert meiri lægni.

 

Í byrjun deilunnar héldu kommúnistar því fram, að sjálfsagt væri að fara eftir því sem verksmiðjumennirnir vildu sjálfir, þegar þeir voru búnir að taka sína afstöðu var sjálfsagt að fara ekkert eftir því.

 

Á hverjum fundi sem haldinn er í Verkamannafélaginu, segja sig fleiri eða færri úr félaginu. Nú hafa kommúnistar tekið það ráð, að lesa ekki úrsagnirnar upp, eins og venja hefir verið áður.

 

Þegar einn verkamannanna spurði formann félagsins eftir því, hversvegna úrsagnirnar væru ekki lesnar upp, fékk hann það svar, að honum kæmi það ekkert við. Þannig er það á öllum sviðum.

 

Á Siglufirði býr maður sem heitir Hjálmar Kristjánsson, viðurkenndur sómamaður. Á næstsíðasta fundi Verkamannafélagsins, sagði hann sig úr félaginu og hefir kvittun, fyrir því að hann sé þar skuldlaus.

 

Kommúnistar neituðu að taka úrsögn hans gilda. Svo var fundur haldinn sunnudaginn 2. júlí. Þangað kom Hjálmar til þess að grennslast um, hverju það sætti, að úrsögn hans var ekki tekin gild.

 

Formaður og ritari félagsins tóku hann tali og báðu hann að taka úrsögnina aftur, en þegar það fékkst ekki var samþykkt að reka hann úr félaginu.

 

Verkamenn Ríkisverksmiðjunnar eru ekki þeir einu, sem stjórn Verkamannafélagsins hefir kúgað til andstöðu við sig, og þeim fjölgar alltaf dag frá degi.

 

Kommúnistar hafa ekki afskipt mig, þegar þeir hafa skammað andstæðinga sína.

 

Það er mér ánægja að fá andóf frá þeim lýð. Þeir hafa einnig sagt það, að sem frambjóðanda Alþýðuflokksins við í hönd alþingiskosningar væri afstaða mín til Ríkisverksmiðjudeilunnar óhyggileg.

 

Ég geng þess ekki dulinn, að þau atkvæði sem aðeins eru fáanleg gegn því skilyrði, að frambjóðendurnir geri sig að fíflum, falla öll í hlut Kommúnistanna.

Jóhann F Guðmundsson.