Norsku samningarnir | Ríkisverksmiðjudeilan | Launadeilur (1) | Launadeilur (2) | Ný verksmiðja (E) | Síldarverksmiðjumálið | Ný Ríkisverksmiðja (N) | Sannleiksást | Hvar verður...? | Karfavinnsla

>>>>>>>>>>> Ný verksmiðja (E)

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji, 7. september 1933

Ný síldarverksmiðja á Siglufirði.

Nú er síldarvertíðin á enda að þessu sinni. Sjaldan hefir meiru verið ausið upp af síldinni á jafnskömmum tíma, og hefði þó getað meira verið ef hægt hefði verið að taka má móti allri þeirri síld, sem flotinn hefði getað aflað.

 

En það er síður en að svo hafi verið, enda þótt "Páls"-verksmiðjan bættist við með uppundir 80 búsund mála móttöku.

S.R.P. fyrir miðju SR-30 til hægri og smiðja(?)  til vinstri. Ljósmynd: Gísli Halldórsson

 

Skipin hafa þurft að bíða eftir löndun engu að síður. Það er dýrt spaug fyrir útgerðarmenn og sjómenn að liggja aðgerðarlausir allt að fjórðungi veiðitímans og gera ekkert aðhafst og það einmitt á þeim tíma þegar best skilyrðin eru til veiðanna og mest af síldinni.

 

Það hlýtur því að vera ströng krafa frá sjómanna og útgerðarmanna hálfu, að nú þegar hefji ríkisstjórnin undirbúning að byggingu nýrrar fullkominnar síldarverksmiðju hér á Siglufirði. Um annan stað er vitanlega ekki að ræða.

 

Siglufirði er nú einu sinni svo í sveit komið, að hann er og verður miðstöð síldarútgerðarinnar og er þess vegna  verksmiðjubygging annarstaðar, hreinn og beinn, barnaskapur sem aldrei getur byggst á öðru en hreppapólitík.

 

Síldveiðin er svo mikilsverð atvinnugrein fyrir Íslenska ríkið, að það gengi glæpi næst að reyna ekki af fremsta megni að styrkja hann og efla á alla land.

 

Og það getur þing og stjórn gert landinu að kostnaðarlausu. Til þess þarf ekki að stofna dýra kreppulánasjóði né nýja banka. Síldveiðin ber sig sjálf.

 

Ríkisstjórnin og næsta þing sem kallað verður saman nú 1. nóvember eiga að taka síldarútveginn upp á arma sína og hrinda honum úr því öngþveiti sem hann er í.

 

Tvennt þarf til þess svo vel verði:

 

1. Viturlega og stranga síldar matslöggjöf.

2. Nýja fullkomna síldarverksmiðju á Siglufirði, sem rekin sé á sama hátt og þær ríkisbræðslur er þegar eru hér fyrir.

 

Eins og áður er sagt, þarf þetta hvorugt að kosta ríkið bein fjárútlát. Það þarf einungis ábyrgð ríkisins fyrir byggingarkostnaði verksmiðjunnar. Hún verður ríkinu aldrei þungur baggi og mun sannarlega borga sig sjálf, ef hún verður hér á Siglufirði.

 

Og ekki ætli síldarmatslöggjöfin að kosta mikið fé.

 

Sjómenn, útgerðarmenn, þingið. ríkisstjórnin og síðast en eigi síst verksmiðjustjórnin - allir þessir aðilar eiga að taka höndum saman og hrinda málinu i framkvæmd strax, því þetta þolir enga bið.

Það er nógur vinnukraftur hérna á Siglufirði til þess að hefja aðdrætti að byggingunni í vetur.