1917 | 1918 | 1919 | 1920 | 1921 | 1922 | 1923 | 1924 | 1925 | 1926 | 1927 | 1928 | 1929 | 1930 | 1931 | 1932 | 1933 | 1934 | 1935 | 1936 | 1937 | 1938 | 1939 | 1940 | 1941 | 1942 | 1943 | 1944 | 1945 | 1946 | 1947 | 1948 | 1949 | 1950

>>>>>>>>>>> 1933

 

Til forsíðu
Til baka
Norsku samningarnir
Ríkisverksmiðjudeilan
Launadeilur (1)
Launadeilur (2)
Ný verksmiðja (E)
Síldarverksmiðjumálið
Ný Ríkisverksmiðja (N)
Sannleiksást
Hvar verður...?
Karfavinnsla




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjöl & lýsis-Saga

Ýmsar fréttir

Einherji, 15. júní 1933

 

Halldór Guðmundsson

útgerðarmaður, er nú að láta byggja gríðarstórt síldargeymsluhús á gömlu "Bakkaviks-þrónni".

 

Verður það kjallari og hæð yfir, þakið verður flatt. Alli verður úr járnbentri steinsteypu.

 

Er gólfflötur alls um 1.300 fermetrar. Ætti þar að geta rúmast c: 5-6.000 síldartunnur. Einar Jóhannsson hefir umsjón með þessu verki.

==================================

"Bakkaviks-þróin" mun hafa verið fyrsta síldarbræðsluþróin sem byggð var úr steinsteypu á Íslandi, þá í tengslum bið Bakkerviks-verksmiðjuna.

Húsið sem þarna er talað um var síðar nefnt "Hrímnir", en í dag hefur húsið verið stækkað, og hýsir Rækjuvinnslu Þormóðs Ramma Sæbergs, á Siglufirði.  (Athugasend S.K. árið 2003)

<<<   "Hrímnir" í byggingu. Ljósm. ókunnur

Siglfirðingur, 29. júlí 1933  

Síldveiðin.

Í gærkveldi var búið að leggja hér á land til bræðslu:

- Hjá Ríkisverksmiðjunni 60.000 mál

- Dr. Paul                            26.000 mál

- Steindór Hjaltalín            21.000 mál

 

Um hádegi i gær var búið að salta hér 50,372 tunnur.

Síðastliðna viku hefir þá verið saltað hér 45,246 tunnur og lagt á land til bræðslu 26,000 mál.

Verð þessarar vikuveiði mun vera rúmlega 300 þúsund krónur.

Siglfirðingur, 5. ágúst 1933

 

Síldveiðin.

Í gærkveldi var búið að leggja hér á land til bræðslu:

Hjá Ríkisverksmiðjunni 78.000 mál

- Dr. Paul                         36.000 mál

- Steindór Hjaltalin         27.000 mál

 

Um hádegi í gær var búið að salta hér 79,613 tunnur

Síðastliðna viku hefir þá verið saltað hér 29.241 tunnur og lagt á land til bræðslu 31.000 mál.

Verð þessarar vikuveiði mun vera rúmlega 250 þúsund krónur.

Siglfirðingur, 2. september 1933

 

Síldveiðin.

Í gærkveldi var búið að leggja hér á land til bræðslu:

Hjá Ríkisverksmiðjunni 130.000 mál

- Dr. Paul                           70.000 mál

- Steindór Hjaltalín          42.000 mál

 

Í morgun var búið að salta alls hér og sérverka 158.800 tunnur.

Allmikil síld til bræðslu hefir veiðst síðustu daga, en lítið til söltunar.

Einherji, 7. september 1933

 

Dr. Paul, verksmiðjueigandi, sem allir hér í Siglufirði kannast við, hefir beðið bæjarfógeta G.Hannesson að afhenda sóknarnefndinni í haust kr. 1.000 - eitt þúsund krónur -. sem gjöf frá sér til Siglufjarðarkirkju. - Sóknarnefndin þakkar hér með Dr. Paul þessa rausnarlegu gjöf og óskar þess jafnframt að fleiri komi á eftir.

Siglfirðingur, 16. september 1933

 

Síld

hefir veiðst í lagnet hér á firðinum undanfarna daga, einn til fjórir strokkar í setningu. Er það mjög sjaldgæft að síld gangi hér inn á fjörðinn. 

Siglfirðingur, 16. september 1933

 

Verksmiðja

Dr. Paul lauk við að bræða s.l. fimmtudag. Hafði verksmiðjan þá starfað frá 13. júlí til 14. september, eða alls 55 virka daga, og brætt 73.235 mál.

Til jafnaðar hefir hún þá brælt 1.331 mál á sólarhring. Mjölframleiðslan varð 14.800 sekkir (100 kg.) 

Siglfirðingur, 16. september 1933

 

Síldveiðin

er nú hætt að þessu sinni. Var síðasta veiðin lögð á land um síðustu helgi.

Síldaraflinn, lagður á land til verkunar hér í Siglufirði, hefir orðið sem hér segir:

Til söltunar:

Grófsaltað                        57.830 tunnur

Mates-saltað                   66.969 tunnur

Hausskorið og slógdregið 9,757 tunnur

Hausskorið og slægt         1,971 tunnur

Sykursaltað                       3,125 tunnur

Kryddað                           19,666 tunnur

                   Alls 159,318 tunnur

Til bræðslu:

Hjá Ríkisverksmiðjunni  133.693 má1

- Dr. Paul                            73,235 mál

- Hjaltalín                           42.679 mál

                   Alls 249,607 mál

Siglfirðingur, 11. nóvember 1933  --- Auglýsing

 

Fiskimjölsverksmiðjan á Siglufirði, er til sölu, Væntanlegir kaupendur sendi tilboð sín sem fyrst.

 

Landsbanki Íslands, útibúið á Akureyri.