Vátryggingar ríkisverksmiðjanna.
Um þetta mál hafa orðið allharðar deilur, sérstaklega á milli forstjóra Sjóvátryggingarfélags Íslands, hr. Brynjólfs Stefánssonar og hr. Finns Jónssonar, fyrrverandi formanns stjórnar ríkisverksmiðjanna.
Neisti telur því rétt að birta nokkuð frá báðum. Geta menn svo dæmt á milli.
Brynjólfur segir:
Í júlí 1935 sendi Sjóvátryggingarfélag Íslands samningsuppkast til Siglufjarðar, en fékk það endursent óundirskrifað seint í ágúst, Hafði hr. Þormóður Eyjólfsson, sem þá var í verksmiðjustjórninni, ekki fengið því framgengt, að samningar væru gerðir. Sjóvátryggingarfélag Íslands greiddi samt sem áður afslátt af tryggingunum fyrir þann tíma, sem samningsuppkastið var fyrir norðan, og eru það þær ca. 500 krónur, sem hr. F.J. getur um.
Fyrir árið 1936 bauð Sjóvátryggingarfélag Íslands samskonar samning með 10 prc. afslætti, og auk þess að greiða eftirstöðvar af alslættinum 1935, ef samningar væru gerðir. Sýnir þetta að ekki hefir staðið á Sjóvátryggingarfélagi Íslands, að gera viðskiptin samningsbundin, og geta þar með gefið síldarverksmiðjunum þann afslátt sem þar af leiddi, og ennfremur, að hr. Þormóður Eyjólfsson hefir alltaf verið sá, sem hvatt hefir til samninga.
Að minnsta kosti getur ekki verið, að hr. Þ.E. hafi staðið í vegi fyrir samningum 1936, og hlýtur hr. F.J. að geta leitað sjálfum sér nær um, hver ekki hafi þegið samninginn þá, og þar með afsláttinn.
Finnur segir:
Hr. Brynjólfur Stefánsson segir í grein sinni, að hr. Þormóður Eyjólfsson hafi byrjað á því árið 1935 að reyna að fá ráðamenn ríkisverksmiðjanna til að taka við afslætti af iðgjöldunum fyrir þeirra hönd, en það starf hafi engan árangur borið!
Verksmiðjustjórnin hafi ekki viljað tryggja verksmiðjunum bestu kjör á vátryggingum. Við rannsókn málsins mun væntanlega koma í ljós á hverju þessi ósennilega staðhæfing er byggð.
Þá mun sennilega einnig koma í ljós, hvers vegna formaður verksmiðjustjórnar og stjórnarmeðlimur öll árin, hr. Þormóður Eyjólfsson, umboðsmaður Sjóvátryggingarfélags Íslands, lét undan fallast öll árin, frá 1930 til 1935, að krefjast afsláttar, að því er hr. B.S. segir frá í grein sinni.
Einnig ætti það að sannast við, rannsóknina, af hverju hinar öflugu "hvatningar" hr. Þormóðs Eyjólfssonar til að fá ríkisverksmiðjurnar til að taka við afslætti af iðgjöldunum árin 1935 og 1936, sem hr. B.S. lýsir kröftuglega hafa engan árangur borið, og hvar þær hafi komið fram.
Í bókum stjórnarinnar sjást þær hvergi og í skjölum skrifstotu ríkisverksmiðjanna finnst ekkert um þessi vátryggingarmál, er bendi til að afsláttur hafi verið boðinn.
Hins vegar er þar afrit af bréfi fyrrverandi framkvæmdarstjóra Jóns Gunnarssonar, dagsett 23. september 1935, þar sem hann kvartar yfir því með sterkum orðum, að iðgjöld Sjóvátryggingarfélagsins fyrir brunatryggingar séu sett at handahófi og krefst leiðréttingar á því.
Þó forstjóri verksmiðjanna skrifi þarna formanni verksmiðjustjórnar, er ekki hægt að sjá að bréf þetta hafi einu sinni verið virt svars af hálfu umboðsmannsins, hr. Þ. E, sem bréfið var stílað til, hvað þá nokkur leiðrétting hafi fengist á hinum handahófslegu iðgjöldum, er hr. Jón Gunnarsson talar um..
Ég get sannað það og það mun koma fram við væntanlega rannsókn málsins, að til eru viðskiptamenn, sem vátryggja mun minna en ríkisverksmiðjurnar, menn sem hafs enga skriflega samninga, en fá samt sem áður afslátt. - af iðgjöldum hjá Sjóvátryggingarfélaginu.
Enginn af núverandi stjórnendum ríkisverksmiðjanna kannast við að hafa séð tilboð það, er hr. B.S. talar um,- um afslátt á iðgjöldum 1936 eða tilboð, sem á að hafa fylgt því, um afslátt af iðgjöldum 1935.
Framkvæmdastjóri kannast heldur ekki við þetta. Skjöl finnast ekki um þetta í skjalasafni skrifstotu verksmiðjanna, og verður fróðlegt að vita, hvernig þetta tilboð hefir komið á framfæri og hver hefir hafnað því.
Mönnum verður því á að spyrja:
Hvernig stendur á því, að samningsuppkast það, sem Sjóvátryggingarfélagið sendi til ríkisverksmiðjanna árið 1935 var endursent óundirskrifað, án - þess að hafa verið lagt fyrir verksmiðjustjórnina?
Hver tók a móti þessu tilboði, og hver endursendi það?
Hvernig stendur á því, að enginn af forráðamönnum ríkisverksmiðjanna, hvorki framkvæmdarstjóri né stjórn, sáu tilboð það, sem Brynjólfur talar um, um afslátt af iðgjöldum 1936, eða tilboð, sem á að hafa fylgt því um afslátt at iðgjöldum 1935?
Hverjum hér á Siglufirði sendi Sjóvátryggingarfélagið þessi tilboð?
Hvernig stendur á því, að bréfleg umkvörtun hr. Jóns Gunnarssonar, um handahófsálagningu iðgjalda, hefir aldrei komið fyrir verksmiðjustjórnina, og hver var það, sem stakk henni undir stól?
Hvernig stendur á því, að ýmis fyrirtæki hér á Siglufirði sem eru langt um minni en ríkisverksmiðjurnar, hafa fengið 10% afslátt af iðgjaldagreiðslum til Sjóvátryggingarfélags Íslands. þótt þau viðskipti væru ekki samningsbundin?
Liggur skýringin í því, að það er ekki Þormóður Eyjólfsson, heldur hinn umboðsmaður Sjóvátryggingarfélagsins hér á staðnum, sem séð hefir um þessar tryggingar?
Þormóður hefir óskað þess, að þetta mál væri látið bíða fram yfir kosningar. En Einherji heldur áfram að skrifa um það, og svarar því vonandi þessum spurningum?
______________________________________
|