Það sem Þ.E. ekki þorði | Vátryggingar | Ræða Þormóðs | Deilur og yfirlýsingar | Bomban sprakk | .. út af ummælum .. | Hrakfarir Finns Jónssonar | Vinnudeila leyst | Árni Friðriksson.

>>>>>>>>>>> Hrakfarir Finns Jónssonar

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjöl & lýsis-Saga

Einherji, 28. febrúar 1938

Hrakfarir Finns Jónssonar.

Mönnum mun kunn skrif Finns Jónssonar í Alþýðublaðinu, nokkru fyrir síðustu áramót, þar sem hann var með dylgjur og aðdróttanir, til Þormóðs Eyjólfssonar um það, að hann hefði ekki gætt hagsmuna Síldarverksmiðja ríkisins, að því er snerti viðskipti þeirra, við Sjóvátryggingarfélagið, meðan Þormóður sat í stjórn þeirra, og að hann hafi dregið sér fé í sinn vasa af þeim viðskiptum.

 

Þessi skrif Finns Jónssonar leiddu til þess, að Þormóður Eyjólfsson krafðist opinberlega rannsóknar í þessu máli.

 

Fól dómsmálaráðherra Ragnari Jónssyni fulltrúa, rannsóknina. Þeirri rannsókn hefir Ragnar Jónsson nú lokið og skilað greinilegri skýrslu og mjög ýtarlegri til dómsmálaráðuneytisins.

Skýrsla þessi er alllangt mál og er ekki ástæða til að birta hana hér í heild, en hér skal tilfært niðurlag skýrslunnar. sem er á þessa leið:

"Þá hefi ég farið yfir bækur verksmiðjanna árin 1930-1937 og gjört skýrslur uni altar tryggingar þeirra hjá Sjóvátryggingarfélaginu. Þær skýrslur hefi ég síðan, tölu fyrir tölu, borið saman við skilagreinar Þormóðs Eyjólfssonar til félagsins, svo og nótur yfir tryggingarnar í vörslum þess, og ennfremur farið yfir viðskiptareikning hans við það.

 

Hefir við þá athugun ekki fundist, að Þormóður Eyjólfsson hafi á nokkurn hátt dregið sér fé af viðskiptum verksmiðjanna við félagið, né heldur þegið nokkra þóknun þeirra vegna eða annars, frá félaginu, eða halt af þessum viðskiptum aðrar tekjur en umboðslaun sín, sem eru hin sömu og aðrir umboðsmenn félagsins hafa".

 

Með þessari rannsókn Ragnars .lónssonar er að fullu og öllu kveðin niður hin illkvittnislega tilraun Finns Jónssonar, til þess að svívirða Þormóð Eyjólfsson. Mun Finni nú ráð að hvíla sig um stund, svo hrakinn er hann og hrjáður eftir árásir sínar á þennan mann. þær árásir hafa snúist gegn honum sjálfum of-g sýnir ljóslega lítilmennsku hans og óráðvendni í meðferð mála þeirra er hann hefir ritað um.

H. J.