1917 | 1918 | 1919 | 1920 | 1921 | 1922 | 1923 | 1924 | 1925 | 1926 | 1927 | 1928 | 1929 | 1930 | 1931 | 1932 | 1933 | 1934 | 1935 | 1936 | 1937 | 1938 | 1939 | 1940 | 1941 | 1942 | 1943 | 1944 | 1945 | 1946 | 1947 | 1948 | 1949 | 1950

>>>>>>>>>>> 1938

 

Til forsíðu
Til baka
Það sem Þ.E. ekki þorði
Vátryggingar
Ræða Þormóðs
Deilur og yfirlýsingar
Bomban sprakk
.. út af ummælum ..
Hrakfarir Finns Jónssonar
Vinnudeila leyst
Árni Friðriksson.




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjöl & lýsis-Saga

Smáfréttir og klausur

Einherji, 8. janúar 1938

Þegar Neisti þykist ætla að fara að segja satt.

 

Neisti neitar því harðlega að formaður Framsóknarflokksins hafi átt nokkurn þátt í að fram kom tillaga um stækkun eða fjölgun ríkisverksmiðjanna hér í Siglufirði sem síðan náði samþykkti þingsins, og færir það til, að sú tillaga hafi verið flutt af sjávarútvegsnefnd Efri deildar.

 

Rétt er það, að hún er flutt af sjávarútvegsnefnd, en það var gjört fyrir atbeina Framsóknarflokksins og tillögu og sérstaka forgöngu framsóknarflokksins.

 

Hinir flokkarnir gengu síðan inn á tillöguna, en "með samviskunnar mótmælum" sagði eins helsti þingmaður jafnaðarmanna.

 

Það kann vel að vera að sá hinn sami hafi gjört það vegna áskorunar Finns Jónssonar og atvinnumálaráðherra, sem hafi þá farið að rumskast, af því, að þeir hafi ekki viljað láta Framsóknarmenn eina hljóta þakkir fyrir þá tillögu.

 

Og ekki er heldur ólíklegt, að Gísli Halldórsson hafi ásamt "fráfarandi stjórn verksmiðjanna, með formann sinn, Finn Jónsson alþingismann í fararbroddi", viljað reyna að bjarga því sem mögulegt var áður

Neisti, 15. janúar 1938

 

Jón Gunnarsson hefir verið ráðinn framkvæmdarstjóri við Síldarverksmiðjur ríkisins með atkvæðum Framsóknar og Sjálfstæðismanna.

 

Finnur Jónsson greiddi M. Blöndal atkvæði, en eins og öllum er kunnugt hefir hann verið skrifstofustjóri fyrirtækisins frá byrjun, og því manna best fær um að taka að sér þetta starf, en þessum manni vildu ekki fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði.

 

Hvað fær íhaldið í staðinn?

 

Þormóður Eyjólfsson konsúll var í gær kosinn formaður stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins með sínu eigin atkvæði og atkvæðum þeirra íhaldsmannanna Jóns L. Þórðarsonar og Sveins Benediktssonar.

 

Þorsteinn M. Jónsson greiddi ekki atkvæði, en Finnur Jónsson kaus Þorstein M. Jónsson. Að öðru leyti vísast til bókunar er fram fór og birt er á öðrum stað í blaðinu.

 

Einherji,17. janúar 1938

 

Velvilja stjórnmálaflokkanna til Siglufjarðar má greinilega sjá af afstö6u þeirra á þinginu til þess málsins, sem Siglfirðingum stóð einmitt sérstaklega á miklu: tekjuöflun í bæjarsjóð. -

 

Í uppkastinu að síldarverksmiðjufrumvarpinu hafði ég komið því inn, að 1%  af brúttóandvirði afurða verksmiðjanna hér í Siglufirði rynni í bæjarsjóð.

 

Allur Framsóknarflokkurinn fylgdi þessu ákvæði. Sjálfstæðismenn (Jóhann í Eyjum flutti breytingartillöguna) vildu aðeins hafa það ½%, en Jafnaðarmenn vildu fella ákvæðið um þetta gjald í bæjarsjóð alveg niður úr frumvarpinu, en til vara að það væri að minnsta kosti ekki nema ¼% (tillaga Sigurjóns Ólafssonar)

 

Meðalveginn varð því að fara þar sem Framsóknarmönnum var ekki mögulegt að koma sinum tillögum fram án aðstoðar annarra og því verður það aðeins ½% sem í bæjarsjóðinn rennur.

 

Það skal játað að, ég hefi ekki veitt afstöðu Kommunista í þessu atriði sérstaka eftirtekt, en byggði ummæli mín á A-listafundinum á því, að þeir ásamt Jafnaðarmönnum greiddu atkvæði móli frumvarpinu í heild, og þar með móti tillaginu í bæjarsjóð.

 

Þormóður Eyjólfsson.

 

Einherji,17. janúar 1938

 

Ekki láta Neistamennirnir sér segjast enn, hvernig sem ósannindin eru rekin ofan í þá. Þeir segja að sjávarútvegsnefnd hafi verið ritað um verksmiðjumálið - viðbótarvélasamstæðu á Siglufirði - í byrjun október s.l.

 

Hver ritaði sjávarútvegsnefnd það bréf? Verksmiðjustjórnin gerði það að minnsta kosti ekki.

 

Hún tekur það mál ekki einu sinni fyrir fyrr en 20. nóvember sl.

 

Í 41 tölublaði Einherja, 3. nóvember s.l. er rituð um málið grein með fyrirsögninni: "Nýja þróin eða ný vélasamstæða"-.

 

Það blað var sent þáverandi. formanni verksmiðjustjórnarinnar, Finni Jónssyni, alveg sérstaklega.

 

Við það virðist hann hafa rumskast. því 20. sama mánaðar - 17 dögum eftir útkomu blaðsins - heldur verksmiðjustjórnin fund og tekur þá fyrst þetta mál til umræðu og samþykkir að senda þinginu erindi um það, en nokkru áður vakti Jónas Jónsson máls á því innan Framsóknarflokksins og var þá búinn að undirbúa það.

 

Hreki Neisti þetta með sönnunargögnum ef hann getur.

 

Einherji, 25. janúar  1938

 

Öllu snúið öfugt Þó.

 

Brautin kemur nú með þá speki, að ef dregist hefði um 2 ár eða þar til nú að byggja öldubrjótinn þá hefði hafnarsjóður sloppið ódýrar frá verkinu, því að Síldarverksmiðjur ríkisins, Siglufirði hefðu þá lagt til öldubrjótsins, þar sem þær þyrftu hans til þess að geta komið fyrir löndunartækjum, eða ríkissjóður hefði þá orðið að leggja meira fram. (Hann leggur nú fram þriðjung eða um 200.000 krónur)

 

Sannleikurinn í þessu er sá, að ríkið neitaði að styrkja öldubrjótinn í fyrstu, þar sem þegar lægi fyrir hafnarbryggja og vitnaði til annarra staða, að þar sem væru hafnarvirki og hafnarbryggja þegar fyrir, væru hin nýju hafnarvirki ekki styrkt af ríkisfé, t.d. eins og hinar miklu hafnarbætur á Akureyri, þær væru heldur ekki styrktar.

 

En vegna ríkisverksmiðjanna vannst þó ríkisstjórnin til þess að styrkja verkið að þriðjungi, ekki að eins þriðjung af kostnaði við öldubrjótinn heldur líka þriðjung kostnaðar uppmoksturs og nýrrar hafnarbryggju innan við öldubrjótinn.

 

Nú hefir efni til mannvirkis þessa hækkað um þriðjung til helming og vinna fer hækkandi. Það er því líklegt, að öldubrjóturinn yrði nú um þriðjungi dýrari að byggja en er samningar tókust uni byggingu hans.

 

Þarna eru þá 200.000 kr. sparaðar fyrir bæinn, en Brautin átelur þetta og telur það tap !

 

Einherji, 29. janúar 1938

 

Hvað hefir Framsóknarflokkurinn unnið fyrir Siglufjörð?

 

1. Útvegað bæjarsjóð tugi þúsunda í tekjur með breytingu á lögum um Síldarverksmiðjur ríkisins og hefði þó haft þá upphæð helmingi hærri, ef flokkurinn hefði fengið því framgegnt fyrir Jafnaðarmönnum og Sjálfstæðismönnum. Jafnaðarmenn, vildu ekki láta Siglufjarðarbæ fá neinar tekjur af S.R.

 

2. Stofnað Síldarverksmiðjur ríkisins, gengist fyrir aukningu þeirra og hefir fengið því framgengt, að á þessu ári verður byggð hér ein verksmiðja enn

 

3. Útvegað fé til byggingar sjúkrahússins.

 

4. Einn allra flokka barist fyrir lögunum um gagnfræðaskóla í kaupstöðum, sem gagnfræðaskólinn hér á tilveru  sina að þakka.

 

5 Útvegað fé til sjóvarnargarðsins og hafnarbryggjunnar.

 

Hér eru aðeins stærstu málin og hefir enginn annar flokkur unnið neitt það fyrir Siglufjörð er nokkurn samanburð þoli.

 

Minnist þess á sunndaginn og kjósið B-listann.

 

Einherji, 29. janúar 1938.

 

Ósannindi.

 

Í dag blaði samfylkingarinnar sem út kom fyrir nokkru var smáklausa, þar sem sagt var að Þormóður Eyjólfsson konsúll, hefði beðið kjósendur að hugsa ekki um vátryggingarmál Síldarverksmiðjanna fram yfir kosningar.

 

Þetta eru vísvitandi ósannindi hjá blaðinu og sögð gegn betri vitund "ef nokkur er," eins og allir kjósendur vita sem voru á fundinum og á hlustuðu.

 

Þ.E. sagði að Siglfirðingar ættu að taka þetta mál rólega, þangað til hinn opinberi rannsóknardómari hefði lokið rannsókninni, sem, hann vonaði að yrði fyrir kjördag.

 

Því miður er rannsóknardómarinn Ragnar Jónsson ekki búinn að ljúka við rannsókn sína, en er þó svo langt kominn, að rannsókn hjá Sjóvátryggingarfélagi Íslands í Reykjavik er lokið, og ekkert hefir fundist athugavert, og nú, er hann á Akureyri, og er væntanlegur hingað til Siglujarðar með næstu ferð sem fellur og fer síðari þáttur rannsóknarinnar fram hér.

 

En því miður gat það ekki orðið fyrir kjördag, vegna annríkis rannsóknardómarans við önnur störf.

==============================================

Athugasemd / Niðustaðan: "Dómurinn" fallinn, frásögn hér