Réttmætar kjarabætur | Kyndaraverkfall-Neisti | Þáttur Þórodds í því | Góði drengurinn | Heimildarleysi ? | Dæmalaus framkoma | Deilur um kaffitíma | Kyndaraverkfall-Mjölnir | Dómsorð ! | "Þróttar" fréttir | Rauðka endurbyggð? | Bræðslusíldarverð | Kyndaraverkfall Siglfirð.

>>>>>>>>>>> Réttmætar kjarabætur

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neisti, 30. júlí 1943

Verkamenn, sem vinna við síldarverksmiðjur í Siglufirði,

hafa nú fengið réttmætar kjarabætur.

 

Nú ný lega hafa verkamen, sem vinna í síldarverksmiðjum hér í Siglufirði fengið samkomulag við verksmiðjurnar, að þær greiði þeim auk hins ákveðna kaups, kr. 650,00 fyrir sumarið, þ.e. þá tvo mánuði, sem vinnsla stendur.

 

Þessir samningar tókust eftir að verkamenn í verksmiðjunum höfðu bundist samtökum um að óska eftir þessari hækkun.

 

Kusu verkamennirnir í ríkisverksmiðjunum fjögurra manna nefnd af sinni hálfu, til þess að ræða þessi mál við verksmiðjustjórnina.

 

Nefndina skipuðu þeir Jóhann G. Möller, Steingrímur Magnússon, Pétur Baldvinsson og Þórhallur Björnsson.

 

Það er rómað, hversu fast og einarðlega, en þó um leið kurteislega, þessir menn héldu á kröfum félaga sinna, enda varð árangur eftir því. -

 

Verkamenn í Rauðku kusu í nefnd sina þá Björn Þórðarson, Þórð Björnsson og Maron Björnsson.

 

Komu þeir einnig mjög kurteislega og sérstaklega drengilega fram við stjórn verksmiðjunnar og vildu allt gera, til þess að sem minnst röskun þyrfti að verða á störfum verksmiðjunnar og framleiðslu, meðan um mál þessi var rætt.

 

Allar umræður um mál þessi fóru einnig fram í fylista samkomulagi. Verkamennirnir hafa fengið hér fullkomlega réttmætar og eðlilegar kjarabætur.

 

Með þessu hafa þeir sýnt, eins og áður hefir reyndar verið sýnt fram á, að gerðardómslögin, eru marklaust plagg, sem enginn tekur lengur mark á.

 

Þau hafa orðið til ógagns og tjóns fyrir þjóðarheildina. eins og Alþýðuflokkurinn sagði þegar í upphafi.