Dæmalaus framkoma
Eins og nú er kunnugt orðið, hefur Vilhjálmur Þór atvinnumála ráðherra efnt til ágreinings við meirihluta stjórnar síldarverksmiðjanna um síldar verðið.
Verksmiðjustjórnin taldi eftir nána athugun, að rétt væri að áætla bræðslusíldarverðið 10 krónur fyrir málið, eða sama verð og í fyrra.
Lagði meirihlutinn stjórnarinnar, þeir Jón L Þórðarson, Sveinn Benediktsson og Finnur Jónsson til að verksmiðjurnar fengi heimild til að kaupa síldina föstu verði fyrir það. Þeir sem legðu síld inn til vinnslu fengju greidd 85% af því verði.
Þorsteinn M Jónsson lagði til að síld yrði aðeins tekin til vinnslu og yrði miðað við áætlunarverðið 18 krónur, en ef keypt væri, þá væri þetta verð greitt.
Þormóður lagði hinsvegar til að ekki yrðu greiddar nema 17 krónur fyrir síld keypta föstu verði, þangað til heildarmagn, sem verksmiðjunum berst, er komið yfir 500 þúsund mál, en þá yrðu greiddar kr. 17,50 og svo 18 krónur þegar komið væri yfir 700 þúsund mál.
Verð vinnslusíldarinnar var hann sammála um að miða við 18 krónu áætlunarverð, og greiða 85% við móttöku.
Vilhjálmur Þór samþykkir tillögu Þormóðs, etv. hafa þeir verið búnir að sjóða þetta saman í félagi.
Það er áreiðanlega engin tilviljun að Framsóknarmennirnir Þormóður og Vilhjálmur mætast í þessum fjandskap við sjómennina og sjáfarútveginn yfirleitt. Þessi framkoma ekkert annað en liður í skemmdarstarfsemi Framsóknarflokksins gagnvart fólkinu við sjáfarsíðuna.
Það er kauplækkunar pólitík Framsóknarflokksins, sem hér er gerð tilraun til að framkvæma.
Þess er ekki gætt, þótt þessi ráðbreytni stórskaði verksmiðjurnar.
Aðrar verksmiðjur hafa nú ákveðið að greiða 18 krónur, svo öll skip, sem geta komist að annarsstaðar, fara þangað.
Verði lítil síld, getur því svo farið, að ríkisverksmiðjurnar fái sáralitla síld. -
Stærstu skipin eru auðvitað vísust með að komast að annarsstaðar, svo að það yrðu helst minni skipin, sem eftir yrðu og mættu búa við lægra verðið.
Er það vitaskuld alveg í samræmi við pólitík Framsóknar, að þeir smæstu fái minnst og verði verst úti, --- samber verðuppbóta og styrkjapólitík flokksins.
Þessi ráðstöfun hefur að vonum sætt hinum hörðustu mótmælum frá sjómönnum og útgerðarmönnum. Sjómannafélögin í Reykjavík, Hafnarfirð, Ísafirði og víðar, Verkalýðsfélagið Akranesi, Landssamband íslenskra útgerðarmanna, Skipstjóra og stýrimannafélagið Grótta og fleiri félög hafa samþykkt mómæli.
Munu þessi félög ekki láta sitja við orðin tóm. Í þessu máli eiga þau vísan stuðning verkalýðsins í landi, er lítur á þetta sem hverja aðra kauphækkun og fjandskap við annan aðal atvinnuveg þjóðarinnar.
Ekki er ólíklegt, að mikillát atvinnumálaráðherra og Framsóknarflokkurinn verði að láta í minni pokann áður en líkur. |