Neisti, 11. nóvember 1943
þróttur sigraði í deilunni við ríkisverksmiðjurnar.
Nýlega féll dómur í máli því, er Verkamannafélagið Þróttur átti í við Síldarverksmiðjur ríkisins.
Tildrög málsins voru þau, að þegar sett var á vaktir síðastliðið sumar, kom upp ágreiningur milli verkamanna og verksmiðjustjórnar um hvað greiða skyldi í fasta eftirvinnu fyrir að vinna 12 tíma á vöktum.
Verksmiðjustjórnin vildi ekki greiða nema 4½ tíma en verkamenn kröfðust 5¾ tíma. Til vinnustöðvunar kom þó ekki þá, og var sætts á það, að verksmiðjurnar greiddu 5 tíma fyrir fasta eftirvinnu á vöktum, að öðru leyti yrði málið sett fyrir Félagsdóm.
Félagsdómur tók svo þetta mál fyrir er hann tók til starfa í haust og hefir það síðan verið aðalmál dómsins.
En í síðastliðinni viku kvað dómurinn upp úrskurð sinn og var hann í fullu samræmi við aðalkröfur Þróttar eða 5¾ tíma fyrir fastar vaktir pr. sólarhring.
Talið er þetta muni vera eitthvert stærsta fjárhagsspursmál. sem dómurinn hefur fjallað um síðan hann var settur á stofn.
Er hér um mjög glæsilegan sigur fyrir Þrótt að ræða, og góð bending fyrir þá, sem skrifuðu óvinsamlega um þetta mál á síðastliðnu sumri og töldu að félagið færi fram á kröfur, sem enga stoð ættu í veruleikanum, og gera sig ekki framvegis að ginningarfíflum sinna eigin vona. Upphæð sú. sem hverjum þeim ber, sem gengið hefir á fastar vaktir, mun nema frá 350-400 krónum á mann. |