1917 | 1918 | 1919 | 1920 | 1921 | 1922 | 1923 | 1924 | 1925 | 1926 | 1927 | 1928 | 1929 | 1930 | 1931 | 1932 | 1933 | 1934 | 1935 | 1936 | 1937 | 1938 | 1939 | 1940 | 1941 | 1942 | 1943 | 1944 | 1945 | 1946 | 1947 | 1948 | 1949 | 1950

>>>>>>>>>>> 1943

 

Til forsíðu
Til baka
Réttmætar kjarabætur
Kyndaraverkfall-Neisti
Þáttur Þórodds í því
Góði drengurinn
Heimildarleysi ?
Dæmalaus framkoma
Deilur um kaffitíma
Kyndaraverkfall-Mjölnir
Dómsorð !
"Þróttar" fréttir
Rauðka endurbyggð?
Bræðslusíldarverð
Kyndaraverkfall Siglfirð.




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjöl & lýsis-Saga

Ýmsar smáfréttir, - 1943

Mjölnir, 1 júlí 1943

Deilan um síldarverðið

Alþýðusambandið leggur til, að verkalýðsfélögin á Siglufirði og Raufarhöfn aðstoði sjómennina við knýja fram 18 krónu verðið.

 

Eftir síðustu fréttum hafa aðeins 22 skip gefið sig fram til að leggja upp síld hjá Ríkisverksmiðjunum, án þess að setja skilyrði. 45 skip hafa sett það skilyrði, að greiddar verði 18 krónur, en 15-20 skip bíða átekta.

 

Sjómennirnir munu staðráðnir í að láta ekki hlut sinn. Þeir hafa gert samþykktir um að neita að ráða sig á skip, sem séu samningsbundin fyrir lægra verð en 18 kr.

 

Alþýðusambandið hefur heitið sjómönnum stuðningi sínum og hefur símað verkalýðsfélögunum hér á Siglufirði og á Raufarhöfn og leggur til þau aðstoði sjómennina með samúðarverkfalli ef á þarf að halda.

Er vel til fallið, að alþýðusamtökin svari þessari kauplækkunarárás Framsóknarafturhaldsins með því að fylkja sér fastar saman og styðja hver annan.

 

Mjölnir, 1 júlí 1943

 

Samkvæmt nýjustu fréttum, hefur Vilhjálmur Þór atvinnumálaráðherra nú beygt sig og samþykkt 18 krónu verðið.

Siglfirðingur 5. ágúst 1943

 

Ríkisverksmiðjurnar stöðvast vegna verkfalls kyndara.

 

Klukkan 9 í gærkvöldi lögðu allir kyndarar ríkisverksmiðjanna hér, 28 að tölu, niður vinnu. Kröfðust þeir hækkunar á því eftirvinnukaupi, sem þeim hefir vent greitt það sem af er vertíðinni.

 

Tilkynntu þeir ríkisverksmiðjustjórn þennan ásetning sinn, kl. 6 í gærkvöldi. 27. júlí hafði stjórn Þróttar farið þess bréflega á leit við verksmiðjustjórn að þróarmannakaupið í yfirvinnu yrði hið sama og greitt er vindumönnum og að eftirvinnukaup kyndara hækkaði þannig að þeim yrði greiddur sami eftirvinnutaxti og greiddur er við kolavinnu.

 

Verksmiðjustjórn svaraði málaleitunum þessari bréflega í gær og sá sér eigi fært að ganga að þessum kröfum þar eð umsamið væri um eftirvinnu þróarmanna og kyndara með samningi við Þrótt dagsettan 2. september 1942.

 

Tóku þá kyndarar málið í sínar hendur og gerðu verkfall til að freista að fá kröfum sínum framgengt. Ekki mun Þróttur standa að þessu verkfalli kyndaranna. Málið er enn óleyst og verksmiðjurnar stöðvaðar. Þrærnar eru því nær fullar af síld og engin vinnsla né söltun getur farið fram hér meðan verkfallið varir.
 

Skipin leggja nú veiði sína upp í Krossanesi og Raufarhöfn.

 

Einherji, 15. ágúst 1943

 

Merkileg ráðstöfun.

Síldarverksmiðjur ríkisins hafa byrjað sölu á Dieselolíu til síldveiðiskipa, og er verðið 33 aurar kílógrammið og er það nokkru lægra, en almenna verðið hefur verið, því olían hefur kostað um 50 aura kílógrammið.

 

Er þetta mjög lofsamleg tilraun til að lækka reksturskostnað skipanna og þar að auki til hægðarauka fyrir skipin að geta fengið olíuna á sama stað og þau landa.

 

Einherji, 15. ágúst 1943

 

Síldveiðarnar.

 

Sumar það sem nú er að líða hefur verið mjög umhleypingasamt og kalt. Tíðar þokur og óstöðug veðrátta mun stafa af því að hafís er skammt frá norðvesturströnd landsins.

 

Síldveiðin hefur gengið fremur treglega. Allmikið virðist þó vera um síld, en síldin veður illa og stutt í einu, enda hefur veiði skipa reynst mjög misjöfn.

 

Síldin er óvenju mögur eða um 15% fitumagn á svæðinu í kringum Siglufjörð, en af Húnaflóa nokkru feitari eða 17-18%.

 

Í fyrra um þetta leyti var fitumagn síldarinnar 23-24%.

 

Síldarverksmiðjur ríkisins hafa nú tekið á móti 405.300 málum af síld, er skiptist þannig :

Siglufjörður    315.000 mál

Raufarhöfn      63.000 ---

Krossanes       17.500  ---

Húsavík            9.000 ---

         Alls       405.300 mál

Síldarverksmiðjan Rauðka hefur tekið á múti um 30 þúsund málum af síld. Búið er að salta 16.170 tunnur af síld og hefur það mest allt verið saltað hér á Siglufirði og 2-3 þúsund tunnur á Sauðárkróki.

 

Í fyrra var búið að salta um 40.000 tunnur um þetta leyti og var þá söltun að mestu lokið. Undanfarna daga hefur verið rosaveður og mjög kalt og engin síldveiði. Ríkisverksmiðjurnar hafa lokið bræðslu og biða nú, ásamt allri þjóðinni, eftir hinum silfraða fiski.

Neisti, 11. nóvember 1943

þróttur sigraði í deilunni við ríkisverksmiðjurnar.

Nýlega féll dómur í máli því, er Verkamannafélagið Þróttur átti í við Síldarverksmiðjur ríkisins.

 

Tildrög málsins voru þau, að þegar sett var á vaktir síðastliðið sumar, kom upp ágreiningur milli verkamanna og verksmiðjustjórnar um hvað greiða skyldi í fasta eftirvinnu fyrir að vinna 12 tíma á vöktum.

 

Verksmiðjustjórnin vildi ekki greiða nema 4½ tíma en verkamenn kröfðust 5¾ tíma. Til vinnustöðvunar kom þó ekki þá, og var sætts á það, að verksmiðjurnar greiddu 5 tíma fyrir fasta eftirvinnu á vöktum, að öðru leyti yrði málið sett fyrir Félagsdóm.

 

Félagsdómur tók svo þetta mál fyrir er hann tók til starfa í haust og hefir það síðan verið aðalmál dómsins.

 

En í síðastliðinni viku kvað dómurinn upp úrskurð sinn og var hann í fullu samræmi við aðalkröfur Þróttar eða 5¾ tíma fyrir fastar vaktir pr. sólarhring.

 

Talið er þetta muni vera eitthvert stærsta fjárhagsspursmál. sem dómurinn hefur fjallað um síðan hann var settur á stofn.

 

Er hér um mjög glæsilegan sigur fyrir Þrótt að ræða, og góð bending fyrir þá, sem skrifuðu óvinsamlega um þetta mál á síðastliðnu sumri og töldu að félagið færi fram á kröfur, sem enga stoð ættu í veruleikanum, og gera sig ekki framvegis að ginningarfíflum sinna eigin vona. Upphæð sú. sem hverjum þeim ber, sem gengið hefir á fastar vaktir, mun nema frá 350-400 krónum á mann.