Hafa ríkisverksmiðjurnar byggt nýju þróna í heimildarleysi út á lóð Hafnarsjóðs?
Ólafur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, spurðist fyrir um það hjá bæjarstjóra, hvað liði með það að taka upp rör ríkisverksmiðjanna, sem legið hafa um langan tíma á öldubrjótnum, og búið er að margsamþykkja í bæjarstjóra að taka skuli burtu, og fela bæjarstjóra framkvæmdir.
Ennfremur spurðist sami fulltrúi fyrir um það, hvað liði athugunum á því, hversu langt út á lóð hafnarsjóðs, ríkisverksmiðjurnar hefðu byggt hina nýju þró, er byggð var við Dr.Pauls verksmiðjuna s. I. sumar?
Það var upplýst að bæjarstjóri hafi falið hafnarverði að mæla þetta. Hafnar vörður hafði gert þetta strax í sumar og afhent bæjarstjóra mælingarnar.
Bæjarstjóri kvaðst hafa mótmælt byggingu þróarinnar, en ekkert annað aðhafst.
Var síðan samþykkt tillaga frá Ólafi Guðmundssyni, þar sem bæjarstjóra var enn falið að kippa þessu í lag.
Hér er um stórt atriði að ræða. Hver metir að sjó er ákaflega dýr eign á þessum stað.
Þar að auki miðast afstaðan til sjávar, einmitt við þetta þróarhorn. Það er því mjög áríðandi, að bærinn láti ekki þumlung af hendi af hinum dýrmætu lóðareignum, sem hann á þarna. |