Síldveiðarnar í sumar
Síldveiðin í sumar hafði gengið treglega þar til 20. júlí. Fram að þeim tíma hafði eingöngu verið um veiði að ræða á vestursvæðinu. aðallega á Skagagrunni, en litla veiði miðsvæðis og litla veiði við Sléttu eða þar fyrir austan, enda hafði veður oftast verið óhagstætt á austursvæðinu.
Morguninn 20. júlí sá síldarleitarflugvélin talsverða síld við Langanes, og fengu fyrstu skipin síld þar eystra þá um kvöldið, og daginn eftir var ágæt veiði á þessum slóðum, en næstu daga hamlaði þoka veiðum.
Þegar létti til og veður batnaði rættist aftur úr veiðinni og laugardaginn 26. og tvo næstu daga var uppgripa veiði á þessum miðum.
Men láta nærri að síldveiðiflotinn allur hafi fengið fullfermi einu sinni, þessa daga, en fullfermi flotans nemur 220 þúsund málum. Mörg skip tvíhlóðu um þessa helgi.
Síldarverksmiðjan á Raufarhöfn, sem liggur best við þessum miðum yfirfylltist. Þá fylltist einnig verksmiðjan á Seyðisfirði, en sú verksmiðja tekur ekki í þrær nema 4.500 mál og vinnur ekki nema 800 mál á sólarhring.
Húsavíkurverksmiðjan fylltist og S.R. á Siglufirði bárust 90 þúsund mál á þremur dögum.
Hinn 29. júlí höfðu Síldarverksmiðjur ríkisins tekið á móti alls í sumar 319 þúsund málum síldar, Þar af á:
Siglufirði .......240.000 mál
Raufarhöfn ......54.000 mál
Skagaströnd ....23.000 mál
Húsavík ............2.000 mál
Á sama tíma í fyrra höfðu Síldarverksmiðjur ríkisins tekið á móti alls 311.700 málum, sem skiptist þannig á milli verksmiðjanna:
Siglufjörður 165.000 mál
Raufarhöfn 114.000 mál
Krossanes 30.000 mál
Húsavík 2.000 mál
Síldin, sem landað var í Krossanesi í fyrra var eingöngu af norskum skipum, en í ár er ekki leyfð löndun úr neinum erlendum skipum svo sem kunnugt er.
Heildar bræðslusíldaraflinn er nú um 600 þúsund mál og mun láta nærri að útflutningsandvirði bræðslusíldarafurðanna muni nema um 44 milljónum króna. Síldarsöltunin nemur um 20 þúsund tunnum og er útflutningsverðmæti saltsíldarinnar um 3,4 milljónir króna.
Í fyrra nam bræðslusíldaraflinn um 770 þúsund málum, en mestur hefur hann orðið 1940, 1.650 þúsund mál. Síldarsöltunin í fyrra nam um 160 þúsund tunna, en varð mest 1938 um 338 þúsund tunnur.
Til þess að verulega góð afkoma yrði hjá síldarútvegnum í sumar þyrfti bræðslusíldaraflinn að þrefaldast og síldarsöltunin að tífaldast frá því sem nú er, en aflinn verður nú eins og áður, fyrst og fremst háður síldargöngunum og greiðri afgreiðslu í landi.
Síldargönguna og veðráttuna getum við ekki ráðið við, en afgreiðsluna í landi eigum við að hafi í hendi okkar, og hún verður að vera betri framvegis heldur hún hefur verið það sem af er þessari vertíð, þrátt fyrir gífurlegan kostnað, sem lagt hefur verið í, til þess að bæta hana, með byggingu nýrra síldarverksmiðja og breytingum á eldri verksmiðjum,
10 aflahæstu skipin í júlílok
Jökull, Hafnarfirði |
8.514 mál |
Edda, Hafnarfirði |
6.461 mál |
Hugrún, Reykjavík |
5.938 mál |
Siglunes, Siglufirði |
5860 mál |
Gunnvör, Siglufirði |
5.854 mál |
Sindri. Akranesi |
5.495 mál |
Eldborg. Borgarnesi |
5.028 má |
Dagný, Siglufirði |
4.969 mál |
Alsey Vestmannaeyjum |
4.295 mál |
Freyja, Reykjavík |
4.630 mál |
|