Síldveiðin í sumar | Sala á síldarmjöli | Stærstu síldarpressur | SR 46 vígð | Deilurnar um nýju SR | Nýju verksmiðjurnar | Þegar Hilmar ..

>>>>>>>>>>> Þegar Hilmar ..

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjölnir 3. desember 1947
Þegar Hilmar Kristjánsson sagði af sér framkvæmdastjórastarfinu í haust, var starf hans auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 25. október. Þann dag höfðu borist umsóknir um starfið frá átta mönnum.

 

Stjórn SR mun ekki hafa ætlað að kasta höndum að ráðningunni, því umsóknirnar athugaði hún og ræddi í heilann mánuð, þá tókst að ráða Vilhjálm Guðmundsson verkfræðing, sem tæknilegan framkvæmdastjóra.

 

Um leið var ákveðið að stofna nýtt embætti við verksmiðjurnar hér, sem á að heita, verksmiðjustjóri á Siglufirði, einn umsækjenda um framkvæmdastjórastarfið, Guðfinnur Þorbjörnsson vélfræðingur var ráðinn í hið nýja starf með 12 þúsund króna árslaunum í grunnkaup og fylgir frítt húsnæði og ljós.

 

Eins og allir kunnugir vita, er þetta starf óþarft með öllu, má því segja um meirihluta verksmiðjustjórnar að margur risti breiðan þveng af annarra lengju, því það eru útgerðarmenn og sjómenn, sem verða að borga bæði þetta bruðl og annað.

 

Fulltrúi sósíalista, í stjórn SR greiddi atkvæði á móti stofnun þessa nýja embættis.

 

Um 130 þúsund mál síldar hafa nú borist hingað til Siglufjarðar, en veiðin er samtals í Hvalfirði orðin yfir 300 þúsund mál og veiðihorfur eru taldar góðar.

 

Vinnslan á síldinni hér er að mörgu leyti erfiðari og mikið dýrari en sumarvinnsla, en mikil er búbótin að þessari síld, fyrir útgerðarmenn og sjómenn, fyrir veralýðinn hér og bæjarfélagið og raunar fyrir þjóðina alla.

 

Vinnan við síldina er áhaflega erfið og óhreinleg, margir verkamenn. hafa lagt mikið á sig, unnið nætur og daga, dæmi eru til að einn verkamaður hefur i vinnulaunum komist í 1.600 til 1.700 krónur yfir vikuna, en þeir, sem býsnast yfir þessum launum verkamanna ættu sjálfir að reyna á eigin skrokk, hvílíkt feikna erfiði menn hafa þurft að leggja á sig til að hafa þetta upp, sérslaklega þá þegar frost er og stórhríð. Hætt er við, að sumir “fínir" menn hér, sem blæðir nú í augum vinnulaun, yrðu heldur “framlágir" eftir 2ja til 3ja vikna “törn.”

 

Flutningarnir á síldinni norður eru að verða athyglisvert stórmál. Fyrst í stað er reiknað með, að síldarflutningarnir norður verði eingöngu með smáskipum, og flutningsgjaldið ákveðið fyrst kr. 18,00 og síðan hækkað í 20 krónur á mál.

 

Þetta var ekki of hátt fyrir lítil skip, sem sí og æ mátti reikna með, að þyrftu að teppast vegna veðurs.

 

En þegar sór skip flytja síldina fyrir þetta flutningsgjald, verður óhemju gróði á flutningunum. Ef tekið er dæmi af stærsta skipinu, True Knot, en það tekur um 36 þúsund mál, myndi það verða mjög nálægt því sem hér segir:

 

Rýrnun má reikna með um 3.000 mál, flutningsgjald greiðist því af 33 þúsund málum, eða 600 þúsund krónur, allur kostnaður skipsins við ferðina norður, að meðtalinni hárri leigu fyrir skip og kostnaður skipsins af rýrnun er í hæsta lagi um 300 þúsund krónur. Gróði skipsins af þessari einu ferð frá Reykjavík til Siglufjarðar nemur því hátt á fjórða hundrað þúsund krónur.

 

Gróðinn á Fjallfossi og Selfossi er að sjálfsögðu ekki svona óhóflegur en þó er á þeim skipum feikna gróði. Engum getur blandast hugur um, að það er ósanngjarnt og meira að segja óhæfa að láta Eimskip taka með þessum flutningum milljóna gróða af útgerðarmönnum og sjómönnum.

 

L.Í.Ú- Landssamband íslenskra útvegsmanna tók að sér að skipuleggja síldarflutningana norður og fær fyrir það 1% af brúttó andvirði síldarinnar hér á Siglufirði, en það er kr. 52,00 málið. Skemmst er frá að segja, að öll afskipti L.Í.Ú af málinn hafa verið með hinn mesta ráðleysi og aumingjaskap og hefur stjórn SR hvað eftir annað orðið að grípa inn í til að forða vandræðum og stöðvun flutninganna.

 

Þrátt fyrir þetta hefur framkvæmdastjóri L.I.Ú. Jakob Havstein, farið til ríkisútvarpsins og látið það hafa eftir sér grobbsögur um sig og L.Í.Ú. fyrir afskiptin af flutningunum. Þá hefur Jakob Havstein látið útvarpið fara sterkum viðurkenningarorðum um framkvæmdastjóra Eimskip Guðmund Vilhjálmsson fyrir liðlegheit hans í málinu, eða fyrir að þiggja það, að Eimskip leigi skip til flutninganna fyrir okurleigu og þiggja milljón gróða, handa félaginu.