Síldveiðin í sumar | Sala á síldarmjöli | Stærstu síldarpressur | SR 46 vígð | Deilurnar um nýju SR | Nýju verksmiðjurnar | Þegar Hilmar ..

>>>>>>>>>>> Nýju verksmiðjurnar

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjölnir 16. júlí 1947

Nýju verksmiðjurnar bjarga síldarútveginum í sumar.
 

Allar eldri verksmiðjur S. R. á Siglufirði í miklu ólagi. - Afkasta aðeins þriðjung þess, sem eðlilegt er. - Hefði Áki Jakobsson ekki knúið fram byggingu nýju verksmiðjurnar væri síldarútvegurinn nú í fullkomnu öngþveiti. -
 

Afleiðingarnar af þeirri ábyrgðarlausu og þjóðhættulegu starfsemi ríkisstjórnarinnar, að hindra samkomulag milli verkamanna og atvinnurekenda og framkalla langvarandi vinnustöðvun, eru nú að koma í ljós í síldarútveginum. Síldarvertíðin byrjar mjög vel og er gott útlit með veiði.

 

En þá er ástandið þannig í Síldatverksmiðjum ríkisins á Siglufirði, að engin verksmiðjanna er í fyllilega nothæfu ástandi, þegar síld fer að berast, nema nýja verksmiðjan - verksmiðjan sem Áki Jakobsson beitti sér fyrir að reist væri og hann hefur verið mest rægður og svívirtur fyrir af málgögn um núverandi ríkisstjórnar.

 

Þessi verksmiðja var farin að vinna með svo til fullum afköstum strax á öðrum degi eftir að farið var að taka á móti.

 

Allar hinar verksmiðjurnar eru í meira og minna ólagi. SRN hefur verið óstarfhæf frá byrjun og er það enn. SR'30 vinnur með hálfum afköstum og þó aðeins með því að hún fái gufu frá nýju Verksmiðjunni. Við SRP er enn margt ógert til þess að hún sé í fullkomnu lagi og vinnur hún einnig með aðeins hálfum afköstum.

 

Aðalsökin á þessari lélegu starfshæfni verksmiðjanna er auðvitað hjá ríkisstjórninni, en auk þess hefur meirihluti stjórnar SR sýnt vítavert hirðuleysi - að ekki sé meira sagt - við undirbúning verksmiðjanna fyrir vertíðina. Sveinn Ben., formaður stjórnar SR, veit líka sýnilega upp á sig skömmina í þessum efnum, því hann lætur útvarpið hafa eftir sér rangar upplýsingar s.l. laugardag um afköst og ástand verksmiðjanna.

 

Sveinn lætur útvarpið segja að verið sé að reyna nýju verksmiðjuna og hafi komið í ljós ýmsir gallar á henni. Hins vegar vinni SRP og SR'30 með fullum afköstum. Hver einasti starfsmaður verksmiðjanna veit að þetta eru hrein ósannindi og staðreyndunum alveg snúið við.

 

Annars væri sjálfsagt ekki vanþörf að rannsökuð væru vinnubrögð meirihluta verksmiðjustjórnar og þá einkum formanns, við verksmiðjurnar. Öll vinnubrögð hennar hvað endurbætur á verksmiðjunum snertir, einkennast af fálmkenndu handahófskáki, þar sem aldrei er farið eftir nokkurri heildaráætlun, heldur klastrað við með gamla kotungslaginu. Rekst þá oft eitt á annað, svo að stundum hefur orðið að rífa niður í dag, það sem byggt var í gær. Þetta hefur kostað verksmiðjurnar gífurleg útgjöld, en árangurinn ekki að sama skapi góður.

 

Rétt fyrir verktallið Var byrjað á því að rifa niður kolakyndingartæki SRN, í þeim tilgangi að setja olíukyndingu í staðinn. Nokkur hluti hinna nýju tækja var þá enn ókominn frá Reykjavík og kom ekki fyrr en eftir áð verkföllunum lauk. Þá var haldið áfram að rífa niður kolakyndingartækin og að koma hinum nýju fyrir.

 

Talið er að í þetta muni fara allt að hálfur mánuður. Auk þess er alltaf hætta á, að við svona breytingar geti komið í ljós annmarkar, sem tefji reksturinn enn meir. Þetta er ástæðan fyrir því, að SRN er ennþá að minnsta kosti álveg óstarfhæf. Verður að telja í meira lagi hæpna ráðstöfun að ráðast í þetta eftir að vitað var að verkfall var yfir vofandi og gömlu tækin í fullkomlega nothæfu ástandi.

 

Hér er einnig rétt að geta þess, að vinnuskilyrði verkamannanna í SRP eru algjörlega óforsvaranleg. Þakið á verksmiðjunni er svo lekt, að verra er að vinna undir því en úti. Þakið var orðið ónýtt fyrir þrem árum. Framkvæmdastjóri verksmiðjanna hefur fyrir löngu krafist þess, að gert væri við það, en Sveinn Ben. hefur hingað til hindrað það.

 

Nú er svo ástatt, að allar eldri verksmiðjurnar, sem eiga að geta afkastað 16-17 þúsund málum á sálarhring vinna aðeins úr 6-7 þúsund málum, og af löndunartækjum verksmiðjanna voru 6 starfhæf af 9, þegar byrjað var, og sum þessara 6 þó að bila öðru hvoru.

 

Þetta er framlag núverandi ríkisstjórnar til síldarútvegsins á þessu ári, dyggilega stutt af Sveini Ben. og meirihluta stjórnar SR. Það er lærdómsríkt að bera þetta saman við framlag fyrrverandi ríkisstjórnar, og þá fyrst og fremst Áka Jakobssonar, til þessa þýðingarmikla atvinnureksturs.

 

Hvernig myndi útlitið vera, ef nýju verksmiðjurnar á Siglufirði og Skagaströnd hefðu ekki verið byggðar? Það mun engum blandast hugur um það, að án þessara verksmiðja væri nú, með framferði ríkisstjórnarinnar að undanförnu, búið að eyðileggja síldveiðarnar á þessu sumri að miklu leyti.

 

Þá væri óskadraumur afturhaldsins, hrun, kreppa og atvinnuleysi heldur ekki langt undan. Menn geta því séð af hvaða rótum rógur og svívirðingar þess um Áka Jakobsson vegna framgöngu hans í byggingu þessara verksmiðja, eru runnar. Það eru einmitt þessar verksmiðjur, sem bjarga síldarútveginum í sumar frá beinum voða.

 

Tilfinnanlegar löndunarstöðvanir og aflatjón geta að vísu orsakast af framferði ríkisstjórnarinnar, en frá stórkostlegu hruni verður þó forðað með hinum nýju verksmiðjum.

 

Þjóðin mun nú einnig sjá, hvað það getur kostað að hleypa svartasta afturhalds- og hrunstefnuliðinu að stjórn þjóðarbúsins. Hefði sæmilega þjóðholl ríkisstjórn nú setið að völdum, myndi ekki hafa komið til neinna vinnustöðvana í vor, aðilar hefðu komið sér saman um kjaramálin á friðsamlegan hátt, þjóðinni hefði verið forðað frá stórkostlegu fjárhagstjóni og allar síldarverksmiðjur hefðu verið fullbúnar þegar síldveiðar hófust.

 

En nú er komið sem komið er. Það sem mestu máli skiptir er að slíkir hlutir, slík skemmdarstarfsemi, verði ekki látin endurtaka sig.