Laugardagur 2. mars 1974
Rafveita Siglufjarðar þarf betri tækjakost
Siglufirði, 24. febrúar.ÞAÐ er að vísu nokkur tími síðan háspennulínan frá Skeiðfoss í Fljótum til Siglufjarðar slitnaði af völdum ísingar og veðurofsa; það gerðist um miðjan febrúar s.l. En til að gefa lesendum Morgunblaðsins einhverja vitneskju um hvernig ástandið var, loks þegar veður og vegasamband leyfði að viðgerðir hæfust, þá tek ég saman þennan pistil.
Þessar myndir sem hér eru á síðunni, sýna vel hvernig raflínur Siglufjarðarveitu og símalínur litu út eftir óveðrið.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, voru snjóþyngsli mikil og ísing á staurum og línum gífurleg. En þvermál ísingar á raflínum var allt upp í 25 sm. Staurar skakkir og brotnir svo og línur slitnar. Verra virtist þó ástandið á símalinum á sömu slóðum en heita má að hver einasti staur á margra klómetra kafla hafi ýmist brotnað eða línur sligast niður undan ísingunni. Þeir sem virða fyrir sér svona lagað dettur ýmislegt í hug, eins og t.d.: Hvaða þátt á vegagerðin í því, að hægt sé að hefja viðgerðir eins og þarna eiga sér stað? Vegagerðin á óhjákvæmilega fyrsta leik, því viðgerðir geta ekki hafist að ráði fyrr en vegurinn hefur verið ruddur. Koma þarf staurum og fleira efni á ýmsa staði meðfram línunum.
ÞAÐ er að vísu nokkur tími síðan háspennulínan frá Skeiðfoss í Fljótum til Siglufjarðar slitnaði af völdum ísingar og veðurofsa; það gerðist um miðjan febrúar s.l. En til að gefa lesendum Morgunblaðsins einhverja vitneskju um hvernig ástandið var, loks þegar veður og vegasamband leyfði að viðgerðir hæfust, þá tek ég saman þennan pistil.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, voru snjóþyngsli mikil og ísing á staurum og línum gífurleg. En þvermál ísingar á raflínum var allt upp í 25 sm. Staurar skakkir og brotnir svo og línur slitnar.
Verra virtist þó ástandið á símalinum á sömu slóðum en heita má að hver einasti staur á margra klómetra kafla hafi ýmist brotnað eða línur sligast niður undan ísingunni. Þeir sem virða fyrir sér svona lagað dettur ýmislegt í hug, eins og t.d.: Hvaða þátt á vegagerðin í því, að hægt sé að hefja viðgerðir eins og þarna eiga sér stað? Vegagerðin á óhjákvæmilega fyrsta leik, því viðgerðir geta ekki hafist að ráði fyrr en vegurinn hefur verið ruddur. Koma þarf staurum og fleira efni á ýmsa staði meðfram línunum.

Ekki er hægt að segja að vegagerðin hafi unnið slælega eða seint við snjóruðning á Siglufjarðarvegi að þessu sinni, - ef miðað er við þann tækjakost, sem vegaverkstjóri hefur yfir að ráða, en það hefði áreiðanlega flýtt fyrir verkinu ef vegaverkstjóri hefði verið búinn að fá umbeðinn stórvirkan snjóplóg á nýfengið stórvirkt vegavinnuverkfæri, sem er undir hans stjórn. En það vill dragast með framkvæmd ýmissa hluta sem fjarstýra þarf að „sunnan".
Eins mætti benda á að Rafveita Siglufjarðar þarf nauðsynlega að eignast nýjan fullkominn “rafveitubíl" í stað þess að nota fjörgamlan skrjóð, sem er alls ófullnægjandi í það hlutverk sem honum er ætlað. Einnig þyrfti rafveitan að eiga einn til tvo vélsleða, sem rafveitumenn gætu notað til eftirlits og viðgerða á raflínum ofl. Slíkur vélsleði kostar ekki meira en sem svarar
kostnaði við að keyra díselstöð rafveitunnar í 30-40 klst. En ein eftirlitsferð á slíkum sleða meðfram háspennulinu gæti hugsanlega sparað enn fleiri klst. í „díselkeyrslu", fyrir utan það að létta rafveitumönnum störf sín sem oft eru aðeins hraustustu mönnum fær.
Nóttina, sem Skeiðfosslínan slitnaði, á sama tíma og Siglfirðingar sváfu vært, voru rafveitumenn að berjast - klofandi í snjó uppí mitti og bringu - berjandi með bambusstöngum, ísingu af raflínum um allan bæ til að koma í veg fyrir að raflínur slitnuðu undan ísingunni, sem hlóðst á línurnar. Þeim tókst að sjá til þess, a fólk gat farið á fætur um morguninn eftir góða næturhvíld í fun-hita og áhyggjulaust hellt upp á kaffikönnuna áður en hin daglegu störf þeirra hófust. Starfsmenn rafveitunnar spöruðu rafveitunni tugþúsundir króna ef ekki hundruð þúsunda. Um það vita ekki allir; sumir vita það eitt að rafmagnsverð hefur hækkað og flestir bölva þessum rafveitumönnum og stjórnendum fyrir vankunnáttu og stjórnheimsku. Þeir sem bölva mest þyrftu að vinna svo sem eitt ár hjá rafveitunni,
ég efast um að þeir blótuðu að þeim tíma liðnum. Staðreyndin er sú, að Siglufjörður býr við meira rafmagnsöryggi en nokkurt annað byggðarlag, það eina sem á vantar er meiri raforka svo fleiri en nú eiga þess kost geti hitað hús sín upp með rafmagni í stað olíu, en úr því ætti að rakna ef Neðri-Skeiðfoss kemst af teikniborðinu og í gagnið, en til þess standa vonir. ---- Steingrímur.