Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Balnd frétta Raveita Siglufjarðar Framboðslisti Bland frétta Snjóflóð

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Föstudagur 20. desember 1974

Fréttin Mbl & Steingrímur. Ljósmyndir: Þórir Björnsson og Steingrímur

Stórtjón í  snjóflóði í  Siglufirði:

Heimilisfólkið sat skyndilega á kafi í snjó

Eitt hús gjörónýtt, innbú annars og bifreið eyðilögðust í flóðinu                                                                                        STÓRTJÓN varð í Siglufirði um hádegisbil í gær, þegar snjóflóð féll á 150-200  metra belti á tvö íbúðarhús í suðurbænum. Er annað húsið, eign Haralds  Árnasonar, sparisjóðs-gjaldkera, raunar talið gjörónýtt, en þar þrýsti flóðið um fimm  metra breiðum útvegg inn á mitt stofugólf.

 

Bæði húsin fylltust af snjó og eru allir innanstokksmunir  þeirra beggja taldir ónýtir. Fólk var heima í báðum húsunum er flóðið féll, og vissu fullorðnir  ekki fyrr en þeir stóðu í snjó upp i mitti en minnstu börnin á bóla kafi. Í sama mund var þrennt á ferð í bifreið rétt norðan við húsin tvö, og þeytti flóðið  henni um 20-30 metra út af veginum. Engan sakaði þó í þessu snjóflóði, sem gerði  engin boð á undan sér, þar eð skruðningarnir frá því heyrðust ekki í stórhríðinni sem var í Siglufirði í allan gærdag.                                                                      

Flóðið mun hafa fallið úr öxl ofan við svonefndan Gimbradal og varð hús Haralds við  Suðurgötu fyrir því miðju. Hann var þá nýfarinn til vinnu, en kona hans inni ásamt tveimur  börnum. Flóðið ruddi útveggnum inn á mitt stofugólf og húsið fylltist af snjó, en heimilisfólkið  var á tryggasta stað í húsinu þegar þetta gerðist, svo að ekkert þeirra sakaði. Þetta er í annað sinn sem þetta  sama hús verður fyrir snjóflóði nú með fáeinna ára millibili og tjáði Haraldur  fréttaritara Morgunblaðsins á Siglufirði, að hann myndi ekki ráðast í að  endurreisa hús sitt á þessum stað.

 

Í hinu húsinu við Suðurgötu 78 býr Sigþór Erlendsson kennari og í samtali við  Morgunblaðið í gær vorum öll heima þegar þetta gerðist - við hjónin og börn okkar þrjú. Þetta gerðist svo snöggt,  að ég var að borða súpu, var að setja skeiðina upp i mig en var ekki búinn að því þegar ég sat  sjálfur á kafi í snjó og sonur minn fór í bólakaf. Snjórinn braut sér leið gegnum glugga á  vesturveggnum og fyllti alla stofuna að sunnan. Í austurglugganum er aftur á móti tvöfalt gler og  þar braut snjórinn ekki nema ytra glerið.

Ekkert okkar sakaði í flóðinu enda vorum við öll á tryggasta stað i húsinu hvað þetta snertir. Á þessu  stigi er aftur á móti ómögulegt að segja hvað skemmdirnar hafa orðið miklar á sjálfu húsinu,  þar sem ekki hefur verið hægt að kanna það til hlítar. Innbúið er aftur á móti meira eða minna  ónýtt. Björgunarsveitarmenn, bæjarstarfsmenn og yfirleitt allir sem vettlingi geta valdið, hafa  verið hér í dag að moka úr húsunum og frá þeim, og þá kemur væntanlega betur í ljós hvað  skemmdirnar eru miklar," sagði Sigþór. Hann var þá spurður að því hvort ekki væri uggur í  honum að búa áfram í húsinu, en hann svaraði því til, að hann myndi sennilega reyna að gera  einhverjar róttækar ráðstafanir til að hindra að þetta kæmi fyrir aftur.

 

Þá náði Morgunblaðið tali af Magnúsi Benediktssyni en hann var í Mokvitsbifreiðinni sem  snjóflóðið þeytti út af götunni. „Þetta hefur gerst svona þegar klukkuna vantaði fimm mínútur i  eitt," sagði hann. „Ég var á leið til vinnu ásamt móður minni og bróður og við vorum komin  aðeins norður fyrir ytra húsið. og held, að við höfum lent í norðurjaðri flóðsins, annars var  slíkur bylur að maður sá varla út úr augum né heyrði nokkurn skruðning heldur vissum við ekki  fyrr en þetta skall á okkur. Þetta var einna líkast brotsjó og bíllinn þeyttist við þetta út af  götunni og lenti um 20-30 metra fyrir neðan hana á toppinum. Hann var þó ekki á kafi i snjó,  því að við gátum auðveldlega opnað hurðirnar og komist út. En þetta var ekki skemmtileg  tilfinning meðan á stóð. Við sluppum þó vel nema hvað ég marðist eitthvað litillega á hendi.  Spekingarnir segja mér hins vegar, að bíllinn sé gjörónýtur," sagði Magnús. 

[Með þessari frétt birtust einnig myndir sem Þórir Björnsson, fyrri eigandi hússins hafði tekið er hann bjó í húsinu 1968 og snjóflóð féll á það, en þar sem þær birtust einnig með snjóflóðafréttinni "hér" þá, læt ég nægja þessar tvær hér, en Þórir mun einnig hafa tekið efri myndina. Neðri myndin er tekin daginn eftir snjóflóðið af: SK]