Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Slys við strákagöng Bland frétta Badmintonmót Skarðsmótið 1976 Loðnufréttir Hitaveitan Fjör í tuskunum Ádeila og svar

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Miðvikudagur 9. júní 1976  

Fréttin Mbl. Ljósmyndir Kristinn Steingrímsson

 

Steinunn í sérflokki stúlknanna á Skarðsmótinu, en piltarnir  deildu með sér verðlaununum

 

Þær röðuðu sér í efstu sætin á Skarðsmótinu, Kristín Úlfsdóttir Steinunn Sæmundsdóttir og Aldís Arnardóttir.

STEINUNN Sæmundsdóttir var í sérflokki kvennanna, sem mættu til leiks á  Skarðsmóti á skíðum sem fram fór i Siglufirði um helgina. Sigraði Steinunn bæði í  svigi og stórsvigi og hafði yfirburði i báðum greinunum.

Í stórsvigi karla má segja að  allt hafi farið eftir bókinni þar sem Ólympíu-fararnir Sigurður Haukur og Árni röðuðu  sér i efstu sætin. í svigi karla var það hins vegar sá “gamli" kappi. Hafsteinn  Sigurðsson, sem skaut þeim yngri aftur fyrir sig og fékk fjórum sekúndum betri tíma  en næsti maður, sem var Austfirðingurinn Valþór Þorgeirsson. 1 sviginu voru þeir  ýmist dæmdir úr leik eða urðu að hætta keppni Árni, Tómas. Karl. Haukur og  Sigurður. Hafsteinn sigraði einnig í alpatvíkeppni karla.

Þeir stóðu sig best í stórsvigi Skarðsmótsins og á skíðamótum vetrarins í heild. Árni  Óðinsson. Sigurður Jónsson og Haukur Jóhannsson.

Veður var gott til keppni á laugardaginn, en á sunnudaginn var hins vegar erfiðara  þar sem bæði þoka og rok hrjáðu skíðamennina. Þeir létu veðrið þó ekki aftra sér  en áttu með sér hörkukeppni í knattspyrnu að mótinu loknu að hefðbundnum sið.  Sigruðu heimamenn, en þó ekki fyrr en að lokinni vitaspyrnu.

Skarðsmótið var um leið og það var síðasta skíðamót keppnistímabilsins, nokkurs  konar uppskeruhátíð og voru þeim einstaklingum sem best stóðu sig á mótum  vetrarins afhent sérstök verðlaun. Steinunn Sæmundsdóttir sigraði í kvennaflokki á  undan þeim Margréti Baldvinsdóttur og Jórunni Viggósdóttur, en hvorug þeirra var  meðal keppenda á Skarðsmótinu. Í karlaflokki sigraði Haukur Jóhannsson, Arni  Óðinsson var annar og Sigurður Jónsson í þriðja sæti.

Helstu úrslit á Skarðsmótinu urðu sem hér segir:

Stórsvig karla:

Sigurður Jónsson Ísafirði 88.76

Haukur Jóhannsson Akureyri 89.48

Árni  Óðinsson Akureyri 90.41

Karl Frímannsson Akureyri 90.79

Tómas Leifsson Akureyri 90.80

Svig karla:

Hafsteinn Sigurðsson Ísafirði 84.51

Valþór Þorgeirsson UIA 88.44

Ágúst Stefánsson Siglufirði  91.06

Einar V. Kristjánsson I 94,28

Jónas Sigurbjörnsson Akureyri 95.56

Alpatvíkeppni karla:

Hafsteinn Sigurðsson Ísafirði 17.9 stig

Ágúst Stefánsson Siglufirði  136.38 stig

Jóhann Vilbergsson Reykjavík 189.91 stig

Ganga 10 km.

Magnús Eiríksson Siglufirði. 30.54

Guðjón Höskuldsson Ísafirði 33.21

Jónas Gunnlaugsson Ísafirði 33.26

Þröstur Jóhannesson Ísafirði 34.05

Páll Guðbjörnsson Reykjavík  34.14

Jónas Gunnlaugsson Ísafirði 33.26

Þröstur Jóhannesson Ísafirði 34.05

Páll Guðbjörnsson Reykjavík  34.14

 

Stórsvig kvenna:

Steinunn Sæmundsdóttir Reykjavík 78.25

Aldís Arnardóttir Akureyri 88.48

Kristín Úlfsdóttir Ísafirði 91.44

Svig kvenna:

Steinunn Sæmundsdóttir Reykjavík 66,84

Aldís Arnardóttir Akureyri 73.01

Kristín Úlfsdóttir Ísafirði  97.85

Alpatvíkeppni kvenna:

 Steinunn Sæmundsdóttir Reykjavík 0.00 stig 

Aldís Arnardóttir Akureyri  121.62 stig.

Kristín Úlfsdóttir ísafirði 280.36 stig

 

 

[Ljósmyndir Kristinn Steingrímsson. Því miður, þá eru filmurnar ekki við höndina, þannig að myndirnar eru skannað beint úr Morgunblaðinu.]