Laugardagur 17. júlí 1976
Texti og ljósmyndir: Steingrímur
Loðnan hleypir lífi í tuskurnar
NÚ ER aftur farið að vera líf í tuskunum í Siglufirði, hin gamla löndunarbryggja Síldarverksmiðja ríkisins orðin athafnasvæði á ný eftir 10 ára hlé og þrærnar að fyllast, að vísu ekki af síld heldur loðnu.
Eitthvað eru gamalreyndir starfsmenn þó
óánægðir með loðnuna, hún er of blandin sjó og átu. “þetta er bara loðnusúpa", segja þeir. “En farmurinn úr Gullberg VE - það er fyrsta flokks vara".
það þykir umtalsvert fyrir norðan að nú hefur kvenfólki loks tekist að fá atvinnu við loðnubræðslu og vinna nú þar þrjár stúlkur í skilvinduhúsi bræðslunnar. Ein þeirra, Birna Björnsdóttir úr Reykjavík segist “bara kunna vel við starfið."
Löndunarbryggja SR á Siglufirði

Þeir, sem lærðu sitt fag á gömlu góðu síldarárunum, keppast við að kenna ungviðinu. Hvernig á t.d. ungur piltur að vita, hvenær lýsið er orðið nægilega gott til að það megi dæla því út í tanka, eftir að það hefur farið hringrásina í skilvindunum?
Birna Björnsdóttir

Sveinn Jóhannesson að skammta úr þró á færibandið. (dragarann) “Þetta er ekta drullusúpa," voru hans ummæli.

Guðmundur Jóhannesson kennir Árna Þórðarsyni á lýsið

Séð yfir SR30 þróna: "þetta er bara loðnusúpa"

Löndunarkrani um borð í Gullberg VE