Lífið í mars 1-5 2005 | Lífið í mars 6-12 2005 | Lífið í mars 13-18 2005 | Lífið í mars 20-26 2005 | Lífið í mars 27-31 2005

>>>>>>>>>>> Lífið í mars 6-12 2005

 

Til forsíðu
Til baka
Frétt frá síðu...
Mósambik
Kort




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Siglfirski fréttavefurinn  Lífið á Sigló- s. 892-1569 - h.s:467-1569
GagnagrunnurMynda-albúmÁ döfinniLoðnulöndunKSkíðasvæðið

Laugardagur 12. mars 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig -7 °C
Norðan gola
Úrkomulaust - smáél til fjalla
2ja sentímetra snjólag á jörðu

11:17

Laugardagur 12. mars 2005   Bæjarskiltið endurnýjað  Bæjarskiltið er skilti með yfirlitsmynd og gatnakorti af Siglufirði, sem er það fyrsta sem fólk rekur augun í er það kemur að bænum. -Vinstra og hægra megin við kortið eru skráð fyrirtæki og stofnanir í Siglufjarðarbæ, logo þeirra, upplýsingar um starfsemi, upptalning á þjónustu eða vörutegund ásamt símanúmerum hvers aðila. Textinn er skráður á íslensku, ensku og þýsku. Einnig er hvert fyrirtæki staðsett með númeri á gatnakortið þannig að auðvelt er fyrir ferðafólk að rata á staðinn. Bæjarkortið er þannig andlit bæjarins og gefur upplýsingar um hvaða starfsemi er rekin í bænum og hvaða þjónustu þar er að fá.  --  Bæjarskiltin eru mjög þörf fyrir bæjar- og sveitafélögin og nauðsynleg þjónusta við ferðafólk. Skiltin eru víða um land, máluð í sömu áberandi litunum, vinsæl og mikið notuð. Forráðamenn fyrirtækja og stofnana eru hvattir til að skrá fyrirtæki sín þannig að starfsemi bæjarins verði sem best sýnileg á skiltinu. --- Annað skilti verður reist í eðlilegri fjarlægð frá væntanlegum jarðgöngum er þau verða tilbúin til notkunar. --- Söfnun skráninga er hafin, stendur út næstu viku og lýkur eftir páska. Um nýskráningar er að ræða en þeir sem þegar eru á skiltinu hafa forgang um pláss. --- Samband verður haft við forráðamenn fyrirtækja og stofnana sem einnig er frjálst að hafa samband við Ingimar í síma 866-0596 varðandi skráningar. -- 
Endurnýjun  Bæjarskiltisins er gerð í samstarfi við Bæjaryfirvöld á Siglufirði.

Laugardagur 12. mars 2005  Ein gömul:
Nú þegar allir tala um hafísinn sem lónar fyrir norðurlandi, ætti ekki að saka að sýna hvernig umhorfs var í Hvanneyrarkrók, árið 1963 - Jakar á floti um allan fjörð, landreknir og laskaðar bryggjur inni í höfn. En ungviðið kærði sig kollóttan og þótti þetta spennandi ævintýri, sem notað var til hins ýtrasta.

Laugardagur 12. mars 2005
Valdís María Stefánsdóttir
er 31 árs í dag
 
Laugardagur 12. mars 2005
Bjarni Þorsteinsson
er 81 árs í dag
Laugardagur 12. mars 2005
Sigtryggur Kristjánsson
er 72ja ára í dag
Efst á síðu
Laugardagur 12. mars 2005
Salmann Kristjánsson
er 57 ára í dag
Laugardagur 12. mars 2005
Sigurður Egill Rögnvaldsson
er 42ja ára í dag
 

Föstudagur 11. mars 2005 Ný heimasíða & Dagur kaffikönnunnar. Verkalýðsfélagið Vaka Siglufirði hélt upp á dag kaffikönnunnar í dag frá klukkan 13:00 til 18:00. Heitt var á könnunni, að sjálfsögðu og ýmislegt góðgæti með. Allir voru velkomnir, það er opið bæði félagsmönnum sem utan félags. -  Þá var klukkan 16:00 opnuð formlega ný heimasíða félagsins http://www.vakasiglo.is/  Það gerði þessi stúlka sem ber nafnið Vaka eins og félagið. Fullu nafni heitir stúlkan Vaka Rán Þórisdóttir
Á síðunni má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar sem nýtist bæði félagsmönnum sem öðrum.
Smelltu á: Mynda-albúm

Föstudagur 11. mars 2005 Úthlutun úr menningarsjóði Sparisjóðs Siglufjarðar fer fram á Kaffi Torg þriðjudaginn 15. mars kl. 20,30. Allir hjartanlega velkomnir, kaffiveitingar í boði Sparisjóðsins.
Stjórn menningarsjóða Sparisjóðs Siglufjarðar

Föstudagur 11. mars 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig -2 °C
Norðan gola
Úrkomulaust

10:30

Föstudagur 11. mars 2005 Snjöll hugmynd: Mér var bent á góða hugmynd til að bæta við flóru þá er við höfum uppá að bjóða hér á Siglufirði. Nokkuð sem var til staðar hér í "gamla daga" þegar löndunarkranarnir hjá Rauðku og SR voru til. kaðlarnir voru alltaf til reiðu á vorin áður en síldin kom, til að spranga á og voru þeir óspart notaðir. Hvernig væri það ef tildæmis "bærinn" kæmi fyrir slíkum möguleika, með því að reisa mastur nálægt einhverju tjaldstæðinu, eða á öðrum stað sem hentaði. Þetta þarf ekki að kosta mikið, einn langur staur og kaðalspotti, þessu yrðu bæjarkarlarnir fljótir að koma fyrir. Auk þess þori ég að fullyrða að þetta mundi stytta þann tíma sem unglingarnir eyða í tölvuleikina, fyrir utan að styrkja vöðvanna með heilbrygðum leik. Meðfylgjandi mynd er af einum guttanum árið 1965 að spranga við Rauðkukranann. (vantar nafn hans)  -- Ljósmynd: Halli Nonni.

Föstudagur 11. mars 2005  Ein gömul:
Helena Sigtryggsdóttir og Jóhann G Möller á árshátíð SR 198?
Föstudagur 11. mars 2005
Sigurlína Gísladóttir
er 65 ár í dag
 
Föstudagur 11. mars 2005
Róbert Guðfinnsson
er 47 ára í dag
Föstudagur 11. mars 2005
Úlfur Guðmundsson
er 41árs í dag -- Úlfur er staddur í Danmörku á vegum SR-Vélaverkstæði. Fransiska Dóra og Ágústa Margrét biðja kærlega að heilsa

Fimmtudagur 10. mars 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig 3 °C
Vestan gola
Sólarglæta

10:48

Fimmtudagur 10. mars 2005 Ein gömul: Söngelskur og kátur hópur.  Þessi frábæra mynd er í safni mínu. Myndin er tekin af Jóhanni Matthíassyni, raunar eru þetta tvær myndir sem ég setti saman í eina. Myndin er örlítið bjöguð fyrir miðju, en það skemmir ekki hina góðu stemmingu sem þarna ríkti. Þetta myndskeið var tekið á árshátíð skipverja af togaranum Hafliða SI 2 - Í marsmánuði árið 1966.
Það má lesa frétt í Morgunblaðinu um þessa árshátíð.

Miðvikudagur 10. mars 2005
Hermann Einarsson
innkaupastjóri hjá SR Byggingavörur
er 42ja ára í dag 
Efst á síðu

Miðvikudagur 9. mars 2005  Ágætu lesendur  - - Nú erum við sjálfboðaliðar úr Rauða kross deildum á Norðurlandi að leggja í hann til Mósambik, ásamt tveimur starfsmönnum Aðalskrifstofu, sem verða okkur til halds og trausts. Farið verður af stað næstkomandi föstudag og heimkoma er dagsett 20. mars. Flogið verður í gegn um London og Lissabon.  Meira

Miðvikudagur 9. mars 2005 Þessa litlu kisu vantar nýtt heimili. Hún fæst gefins, með öllu tilheyrandi. Vandaða litla "húskörfu" til að sofa í, matarílát, dall til að sinna nástúrinni, leikföng og fleira. Hún er mjög vinaleg og falleg, eins og sést á myndinni. Ástæðan fyrir þörf á nýju heimili er sú að dóttir þeirra hjóna Gumma og Röggu hefur slæmt ofnæmi fyrir köttum, og uppgötvaðist ekki fyrr en eftir kisa litla var komin til þeirra, og þau geta ekki hugsað sér að svæfa hana og leita því góðs heimilis.
Hringdu í síma 467-1735 + GSM 899-5735 +  Ragna: 849-8426 ef þú hefur áhuga.     Efst á síðu

Miðvikudagur 9. mars 2005 Bjarni Ólafsson AK 70 kom inn núna klukkan 12:15  með um 1300 tonn af loðnu til löndunar hjá Síldarvinnslunni á Sigló - Enn einu sinni, og aðeins 5 mínútum fyrr á deginum, en þann 7. mars síðast liðinn (sést hér fyrir neðan)  Og nú er komið vel yfir 30 þúsunda mörkin, magn af loðnu til Siglufjarðar - Og Siku er væntanleg um þrjú leitið í dag

Miðvikudagur 9. mars 2005  Frystiskipið Florindina var að losa hér í morgun, stóran farm af frosinni rækju til Rækjuvinnslu Þormóðs Ramma

Miðvikudagur 9. mars 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig 10 °C
Sunnan 8 - 10 m/s
Úrkomulaust

10:06

Miðvikudagur 9. mars 2005 Nýr bátur keyptur til Siglufjarðar; Aggi SI 8 - Eigandinn Sverrir Sveinsson, ætlar að stunda þorskveiðar á komandi sumri. Hann varð of seinn til að sækja um byggðakvóta, en lét það ekki á sig fá. Hann keypti sér kvóta.  Báturinn kom eins og eldflaug inn spegilsléttan fjörðinn klukkan 16:56 er þessi mynd var tekin. Ekki er að efa að Sverrir og & muna fiska þann kvóta sem hann keypti.

Miðvikudagur 9. mars 2005 Loksins - loksins, fékk hún Margrét það útsýni sem hún hefur þráð í "40 ár". Nú er húsið Lindargata 6 horfið og komið bílastæði og útsýni frá húsinu hennar Margrétar, sem hún hefur ekki notið þaðan í rúm 40 ár. Væntanlega er hún ánægð. Til hamingju Margrét með útsýnið og afmælisdaginn þinn í dag. Myndin sýnir er verið var að slétta svæðið framan við hús hennar í gær.
Væntanlega verður þetta bílastæði malbikað í vor. ?         Efst á síðu

Miðvikudagur 9. mars 2005 Ein gömul:
Verið er að undirbúa að hella í steypumót (stál) hjá SR-Vélaverkstæði, en talsvert var um það að þar væru steyptir hlutir, allt frá dragarahjólum niður í flóknustu og smáa vélahluti.
Myndin er tekin um 1964

Miðvikudagur 9. mars 2005
Margrét Einarsdóttir
er 41 árs í dag 
Miðvikudagur 9. mars 2005
Sigurjón Hörður Geirsson
er 51 árs í dag

Þriðjudagur 8. mars 2005 Ég verð að játa að ég er ekki mikið gefin fyrir blóm, mín áhugamál eru á öðru sviði. En ég fékk áðan (klukkan 12:00) ábendingu um að "vorið væri komið" - það er að ákveðin blóm; útsprungnar Prímúlur í garðhorni að Hólavegi 37 héldu það. Ég fór á vettvang þegar ég hafði lokið við uppvaskið og sótti þær heim. Myndin sýnir árangurinn. Húsráðandinn Stefán Jóhannsson var að renna í hlað er ég fór að munda myndavélinni - og hafði á orði að það gæfist ekki einu sinni tím til að hefja vorverkin, og benti á leifar frá síðastliðnum áramótum sem þarna voru enn. Prímúlurnar voru víðar útsprungnar þarna við tröppurnar að húsinu.     Efst á síðu

Þriðjudagur 8. mars 2005 Vinna er nú hafin við að endurbyggja flóðvarnargarðinn í Hvanneyrarkrók, frá enda öldubrjótar alveg upp í krika. Verður garðurinn í sömu hæð og garðurinn austur af Öldubrjótnum, auk þess sem meira verður til hans vandað en áður. Stórvirkar vinnuvélar verða notað til verksins. Meðal annars er  er von á enn stærri  vinnuvél en nú hefur hafið verkið, með "Jaxlinum" á morgun. Ég staldraði þarna við í morgun og mér sýnist ekki skorta á fagmennsku og þekkingu hjá þeim sem þar stjórnaði vinnuvél, hann vissi nákvæmlega hvaða steinn passaði hér og þar og hvernig þeir ættu að snúa. Greinilega vanur maður.

Þriðjudagur 8. mars 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig 7 °C
Logn
Úrkomulaust

10:26
Efri hæðin er til sölu
Þriðjudagur 8. mars 2005 Ein gömul:
Til að mæta snjóleysinu að undanförnu, þá kemur hér ein mynd frá 1965 (+/-)
Mynd sem kalla mætti: Hvað er í bíó í kvöld?
Efst á síðu
Þriðjudagur 8. mars 2005
Ágúst Orri Andersen
er 11 ára í dag  
Þriðjudagur 8. mars 2005
Hlynur Geir Sigurðarson
er 15ára í dag
Þriðjudagur 8. mars 2005
Steindór Örvar Guðmundsson
er 31 árs í dag
Þriðjudagur 8. mars 2005
Ísak
sonur minn er tvítugur í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Hann er búandi á Húsavík, en var hér eitt sumarið hjá mér fyrir ekki löngu síðan.   --  Mynd er tekin í fyrra, þar sem hann situr með hálfbróður sinn, Mikael. Kv, Sigurður Ægisson
Efst á síðu

Mánudagur 7. mars 2005  Leiðrétting við athugasemd: Sæll. --  Ég fór dálítið fram úr sjálfum mér í síðasta bréfinu, vegna skrifa um fyrirlestur Þorsteins Hauks Þorsteinssonar. Ég ætlaði upp í gagnfræðaskólahús til að hitta 8. bekk að morgni föstudagsins, en hringdi á undan mér og ákvað í framhaldi af því að biðja Jónínu Magnúsdóttur um að koma ákveðnum upplýsingum varðandi fermingarundirbúninginn til 8. bekkjar, sem hún og gerði skilmerkilega.
--  Hins vegar ætlaði ég að biðja um að þetta með fund Þorsteins yrði ítrekað líka, en hef því miður gleymt því. Ég biðst afsökunar. ---  Einnig hefur komið í ljós, að auglýsing Þorsteins í Tunnunni var villandi. Fyrst er talað um "fermingarbörn og foreldra þeirra", en síðar sagt að fyrirlesturinn sé opinn öllum.
--- Það er því ýmislegt sem hefur lagst á eitt við að gera þetta sem erfiðast.
Hitt, þetta með almenna deyfð bæjarbúa í ákveðnum málum, held ég samt að geti staðist og mun útskýra það betur síðar. -- Bæjaryfirvöld eru þar ekki undanskilin, frekar en aðrir. En varðandi kennara í því sambandi er ég kannski að hengja bakara fyrir smið, og biðst afsökunar á því líka, ef svo er.
--- Margir kennara eru nefnilega að fást við þessa hluti daglega í starfi sínu, og spurning hvaða kröfur er hægt að gera til þeirra utan þess. --  Hins vegar er nokkuð ljóst, að við sem hér búum verðum að standa saman í því sem að höndum ber, einnig að takast á við erfiða hluti í samfélaginu. Það leysist fátt af sjálfu sér. Og fíkniefnavandinn ekki.  Kveðja. SÆ   Efst á síðu

Mánudagur 7. mars 2005  Bjarni Ólafsson AK 70 kom inn núna klukkan 12:20 með um 1300 tonn af loðnu til löndunar hjá Síldarvinnslunni á Sigló

Efst á síðu

Mánudagur 7. mars 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig 7 °C
Sunnan gola
Sólskin

09:50

Mánudagur 7. mars 2005 Ekki er mikill snjór í marsmánuði, það sem af er, miðað við mörg fyrri ár á Siglufirði. Það er með veðrið, þróun þess og hætti, ekki er vitað mikið meira um veðrið en loðnuna. 
Myndin er tekin fyrir hádegið í dag.

Efst á síðu

Mánudagur 7. mars 2005 Byrjað var í morgun klukkan 07:00 á því að rífa húsið númer 6 við Lindargötu. Þar mun í staðin koma autt svæði; bílastæði?  --- Sturlaugur, Hafþór, Árni og Hörður
Efst á síðu

Mánudagur 7. mars 2005 Loðnuskipið SIKU lauk löndun á tæpum 1300 tonnum af loðnu, laust fyrir klukkan 15:00 í gær. Þarna sést er Siku leggur úr höfn á miðin á ný.   Viðbót: Loðnufrétta af síðu Síldarvinnslunnar - Hvar ætli loðnan sé sem átti að vera á hefðbundnum veiðislóðum, en finnst allstaðar annarsstaðar - sem og viðbótarkvótinn var gefinn út á?
Loðnulöndun   Efst á síðu

Mánudagur 7. mars 2005 Þessi mynd var tekin klukkan rúmlega 15:00 í gærdag, og þarfnast vart skýringa, í forgrunni er gamall "barkur" og Siglufjarðarkaupstaður í bak.

Efst á síðu

Mánudagur 7. mars 2005 Ein gömul:  Á þessari mynd má sjá mörg þekkt andlit Siglfirðinga, flestir þeirra eru varnir "yfir móðuna miklu" - en öll eiga þau sameiginlegt; Virtir borgarar Siglufjarðar.
Myndin er tekin við vígslu Sjúkrahússins 15. desember árið 1966
Efst á síðu
Mánudagur 7. mars 2005
Sigurlína Káradóttir
er 63ja ára í dag
Mánudagur 7. mars 2005
Efst á síðu

Sunnudagur 6. mars 2005
Veðrið í hádeginu:
Hitastig 7 °C
Suðaustan 6 -8 m/s
Sólskin

09:50

Sunnudagur 6. mars 2005  Loðna. Færeyski loðnubáturinn SIKU var að landa í morgun um 1300 tonnum loðnu hjá Síldarvinnslunni. 
Myndin tekin klukkan 09:30

Efst á síðu

Sunnudagur 6. mars 2005  Aðsent:
Laugarásvideó besta videóleiga landsins. 

Í gærkveldi var haldin árleg og myndarleg uppskeruhátíð allra þeirra sem standa að myndbandamarkaðinum á Íslandi og kosið um hver væri m.a. besta spennumynd ársins, besta gamanmynd ársins og svo framvegis. Besta videóleiga landsins var hins vegar kosin á netinu og hin hálf-Siglfirska Laugarásvideó stóð þar uppi sem sigurvegari.
Eftirmáli: Sæll Steingrímur.
Það var hringt í mig seint í gærkvöldi með þessar fréttir og ef þú getur eða vilt nota þær þá eru þær hér. Ég er reyndar pínulítið montinn af þessu öllu og mun skrifa um þetta á síðunni minni en ekki er víst að þau skrif falli öllum í geð því þau verða ekki eins og einhver þægilega orðuð fréttatilkynning.
En aðstandendur leigunnar vilja þakka velunnurum sínum stuðninginn og lofa að halda áfram á sömu braut svo allir verði kátir í framtíðinni...   Kveðja - Leó. Efst á síðu

Sunnudagur 6. mars 2005 Ein lítil athugasemd. -- Varðandi fyrirlestur Þorsteins Hauks Þorsteinssonar, þá var þetta ákveðið fyrir mörgum mánuðum að hann kæmi til Siglufjarðar. Sjálfur vissi ég ekkert af ferð fermingarbarna til Reykjavíkur fyrr en á föstudagsmorgni, þegar ég bað skólastjóra um að farið yrði inn í 8. bekk og tilkynnt um fyrirlesturinn og börnin hvött til að mæta. Hann var semsagt auglýstur þar. -- Einnig í Tunnunni. Það virðist bara því miður lítill sem enginn áhugi vera á svona málum hjá foreldrum eða kennurum. Einhver allsherjar deyfð yfir mannskapnum. Ég minnist svipaðs fundar í fyrra eða hitteðfyrra, þar sem enginn kennari mætti. Sá fyrirlestur fjallaði um fíkniefnavandann og var ekki á kristilegum nótum, heldur á vegum SÁÁ, og í safnaðarheimilinu.
Ég bendi á, að foreldrar hefðu vel getað mætt á föstudagskvöld, þótt börn þeirra hafi verið í Reykjavík. Sjálfur er ég í fæðingarorlofi, þótt ég hafi auglýst fundinn fyrir Þorstein Hauk, og var ekki beðinn um að skipuleggja eitt eða neitt. Kveðja.    (Vegna athugasemda um sama mál í gær SK)Efst á síðu

Sunnudagur 6. mars 2005 Bossíamót Snerpu og Góugleði -- Mótið fór fram í gær í Íþróttahúsinu - og um kvöldið fór fram Góugleði á Kaffi Torg með hópnum og fleiri góðum gestum. Ég var þar fjarri góðu gamni, en kona mín Guðný Ósk Friðriksdóttir var þar, bæði keppandi og þáttakandi í Góugleðinni, auk þess sem hún tók myndvélina sína með. Mynda-albúm 
Myndin hér fyrir ofan er  af keppendunum, smelltu á myndina.
Sparisjóðurinn styrkti  keppnislið Snerpu til að kaupa nýja búninga, sem voru vígðir í gær.Efst á síðu

Sunnudagur 6. mars 2005  Ein gömul:
Þarna fékk þingmaðurinn duglegt "spark" í afturendann.
En þarna eru vinirnir Kristján Möller alþingismaður og Birgir heitin Steindórsson, að bregða á leik á leið sinni í Æskó. 1963 (ca)

Sunnudagur 6. mars 2005
Valgerður Halldórsdóttir
er 58 ár í dag
Sunnudagur 6. mars 2005
Una Dögg Guðmundsdóttir
er 28 ára í dag
Efst á síðu