Lífið í janúar 01-07 2006 | Lífið í janúar 08-14 2006 | Lífið í janúar 15-21 2006 | Lífið í janúar 22-31 2006

>>>>>>>>>>> Lífið í janúar 01-07 2006

 

Til forsíðu
Til baka
Norðurfrakt
Aldursmörk




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Siglfirski fréttavefurinn  Lífið á Sigló- s. 892-1569 - h.s: 467-1569
GagnagrunnurMynda-albúmMyndamöppurTenglasíða- 1
Tenglasíða-2Að gefnu...
123.is/sksigloMyndavél-sagaMakka-notendurSAMKOMURUmræðan
HádegisveðriðVeðrið NÚNAVefmyndavél

 SAMKOMUR + Skíðasvæðið -  Smelltu HÉR og skoðaðu, og/eða settu inn tilkynningu sjálfur HÉR 

Laugardagur 7. janúar 2006 KIWANIS - BRENNAN. Safnast verður saman verður saman á Torginu klukkan 16:45 og farið í fjöldagöngu áleiðis á brennustað og þar verður kveikt í brennustaflanum klukkan 17:00

Laugardagur 7. janúar 2006   Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA

Laugardagur 7. janúar 2006 Fyrsti Siglfirðingur ársins fæddur (?) Halló- er þetta fyrsti Siglfirðingurinn á árinu? Dóttir Auðar hennar Reginu og Einars.
Til hamingju Auður og amma og afi kveðja frá Álasundi.
Gleðilegt ár til allra Siglfirðinga,  Jens Og Sigrún Fidda.  
Stúlkan er fædd hinn 4. janúar kl. 21:45 og var hún tæpar 18 merkur

Laugardagur 7. janúar 2006  Ein "gömul"  Þessi steinn er jú örugglega gamall, og listaverkið fæddist einnig fyrir allmörgum árum þó mikill sé aldursmunurinn.  -  Ég held ég fari nokkuð nærri um tökuár þessarar ljósmyndar og að það hafi verið árið 1992, stuttu eftir að listamaðurinn Ragnar Páll hafði frískað upp á gamla minningu, það er farið yfir daufa liti þess sem regn og vindar höfðu sorfið.  -- Flestir Siglfirðingar vita að þessi steinn og listaverk er við veginn á leið upp í Siglufjarðarskarð, og litirnir eru sennilega aftur farnir að dofna og ekki eins áberandi og árið sem myndin var tekin

Laugardagur 7. janúar 2006
Katrín Freysdóttir
er 29 ára í dag
Bestu kveðjur frá karlinum þínum Heimi
 
Laugardagur 7. janúar 2006
Sara Ýr Guðjónsdóttir
er 12 ára í dag
Bestu kveðjur frá Heimi
Laugardagur 7. janúar 2006
Íris Eva Gunnarsdóttir
er 41 árs í dag
Laugardagur 7. janúar 2006

Föstudagur 6. janúar 2006  ENDURSKINSMERKIN  Nýjar fréttir: Sparisjóðurinn gaf 250 endurskinsmerki til skólans í gær  -- Auk þess er nóg til í Sparisjóðnum. Viðskiptavinir geta fengið endurskinsmerki gefins á meðan birgðir endast

Föstudagur 6. janúar 2006 GUNNELLA  er óvenjulegt nafn, en margir munu þó muna eftir því, þetta er listamannsnafn listakonu sem er uppalin í Reykjavík en á ættir sínar að rekja til Siglufjarðar, og á héðan margar minningar. Gunnella hélt í júlímánuði 2004 sýningu í Ráðhúsinu á Siglufirði og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri, á myndinni er Gunnella ásamt erlendum manni sem var henni til aðstoðar.
Mér var bent á heimasíðu hennar sem er þess virði að eyða tíma á. Tengillinn er HÉR

Föstudagur 6. janúar 2006  ENDURSKINSMERKI -- í morgun kom á vefinn minn áskorun frá Starfsfólki Grunnskóla Siglufjarðar þar sem fólk var vatt til að nota endurskinsmerki. Það er greinilegt að fólk hefur tekið við sér hvað það varðar ef marka má símhringingar og tölvupósta sem ég hefi fengið. Efni viðkomandi boða voru þó ekki beint um hvatninguna sjálfa, heldur spurningin um:
Hvar fást endurskinsmerki hér í bæ ?
Sjálfur hefi ég ekki leitað af þeim í verslunum, en eftir spurningunum að dæma, þá virðast endurskinsmerki ekki fáanleg á Siglufirði.  -- Vinsamlega gefið mér ábendingu um ef viðmælendur mínar hafa farið á mis við einhvern staðinn þar sem hægt er að kaupa slík merki.
Ein vísbending komin:  Það fást endurskinsmerki í APÓTEKINU

Föstudagur 6. janúar 2006  Aðsend mynd  Arnar Heimir sendi mér þessa mynd, en hann mætti þessum heiðursborgurum á torginu 4. janúar síðastliðinn. Þetta eru Örlygur Kristfinnsson, blómarósin Siv Friðleifsdóttir og Páll Helgasson í góða veðrinu, framan við Ráðhúsið.

Föstudagur 6. janúar 2006   Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA

Föstudagur 6. janúar 2006 Seinni partinn í gær veittu Arnar Heimir Jónsson og Egill Rögnvaldsson fh. bæjarins, Sambýlinu við Lindargötu viðurkenningu  fyrir fallega jólaskreytingu húsnæðisins.  Myndin hér til vinstri er tekin við það tækifæri af
viðstöddum; vistmönnum og starfsfólki ásamt Arnari og Agli --- Hin myndin er af húsi Sambýlisins, kirkjan í baksýn.

Föstudagur 6. janúar 2006 Seinni partinn í gær veittu Arnar Heimir Jónsson og Egill Rögnvaldsson fh. bæjarins, einnig viðurkenningu fyrir fallega jólaskreytingu vegna hússins við Ártún 2.  Við henni tók Salome Gestsdóttir á vinnustað sínum Gallerí Sigló.

Föstudagur 6. janúar 2006  Saga:   "Fólk eldra en 30 ætti að vera dáið!" --
Öllu gamni fylgir einhver alvara

Smelltu HÉR til að lesa meira af þessum aðsenda svarta húmor !
Föstudagur 6. janúar 2006  Ein gömul:  Systurnar Regína Mikaelsdóttir og Þórdís Mikaelsdóttir

"Fatahengisdömur" á Hótel Höfn  
Föstudagur 6. janúar 2006  Sendið mynd og kveðju til afmælisbarns dagsins og látið vita af nýfæddum

Fimmtudagur 5. janúar 2006  Áskorun: Við skorum á foreldra að sjá til þess að börn þeirra beri endurskinsmerki nú þegar stærsti hluti sólahringsins er myrkvaður. Brátt fara jólaljósin að slokkna og snjóleysið eykur enn á myrkrið. Dökkklædd börn á ferð í myrkri sjást mjög illa og endurskinsmerki getur skipt sköpum.
Með nýárskveðju. Starfsfólk Grunnskóla Siglufjarðar.
Mig langar til að bæta við þessa áskorun: Þeir sem eru á göngutúr eða að skokka á Langeyrarvegi og víðar er sérstaklega bent á að fara að óskum ofannefndra -- OG ekki hvað síst verið á RÉTTUM KANTI Ekki snúa baki í umferðina, gangið / hlaupið á móti umferðinni. Bifreið er ekið samkvæmt lögum á hægri akrein, gangandi / hlaupandi vegfarendur eiga að vera á vinstri akrein miðað við stefnu SK

Fimmtudagur 5. janúar 2006 "Vængjuð" ský  báru við Strákafjall, séð frá stéttinni heima við hús mitt í hádeginu í dag (12:07)
Áberandi er strýtan á brúninni, sem fyrirmynd af félagsmerki Björgunarsveitarinnar Strákar er sótt til.

Fimmtudagur 5. janúar 2006 Að kröfu Samkeppnisstofnunar, þá hafa tengsl á milli Olís og Olíudreifingar verið rofin, það er þau sýnilegu. Hér á Siglufirði kom þetta til framkvæmda nú um áramótin, þannig að sérstakur starfsmaður var ráðinn hjá Olíudreifingu og hefur hann aðsetur á lóð Olíudreifingar við olíutanka félagsins - Þeir sem þurfa á olíu að halda hringja þangað (864-1120) raunar einnig til Olís og Esso sem hingað til. Ég heimsótti nýráðinn starfsmann félagsins Áka Valsson í húsakynnin í olíuportinu. Húsakynnin eru enn þau sömu og byggð voru í tíð BP eins og fyrirtækið sem þar réði ríkjum snemma á fyrri öld var kallað - og síðar Olís. Næstkomandi vor stendur til að rífa þennan skúrræfil sem gengt hefur sínu hlutverki dyggilega, og byggja nýja aðstöðu í takt við tímann.

Fimmtudagur 5. desember 2006    Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA

Fimmtudagur 5. janúar 2006  Þessa mynd tók Guðmundur J. Albertsson á gamlársdags kvöld. Hann gleymda að setja með myndinni skýringu, en ég held að flestir viti hvaðan myndin er tekin og af hverju. Myndasmiðurinn hefur greinilega staðið einhversstaðar austur af norðurhluta flugvallarins og beint myndavélinni nánast beint upp í loftið til austurs. Fjallatopparnir upplýstir af áramótaflugeldum og norðurljósin og stjörnurnar skreyta himinhvolfið. Ég man eftir þessu sjónarspili, en var "of upptekinn" við nánast misheppnuð skot á flugeldasýningu. --- Hann sendi mér einnig myndaseríuna hér fyrir neðan

Fimmtudagur 5. janúar 2006  Frá skemmtun Karlakórs Siglufjarðar 30 desember síðastliðnum. Myndasyrpa frá Guðmundi Albertssyni.

   Myndir Guðmundar

Fimmtudagur 5. janúar 2006  Íbúum við Eyjafjörð fjölgar um 0,8% - Ekki var það þó  fjölgun á Siglufirði, sem þátt tók í heildar fjölguninni, því hér fækkaði því miður um 42 íbúa eða um 3 % samkvæmt neðanskrifuðu, fengið að láni frá www.dagur.net
Íbúum fjölgar auk þess um 20 í Svalbarðsstrandarhreppi, úr 362 í 382 eða um 5.5% og í Hörgárbyggð um 8, úr 391 í 399 sem eru 2%. Annars staðar fækkaði. Hlutfallslega fækkaði mest í Grýtubakkahreppi um 5,7% en þar fækkaði íbúum um 22, úr 388 í 366. Á Siglufirði fækkaði um 42 eða um 3%, á Ólafsfirði fækkaði um 34 eða um 3,5%, í Dalvíkurbyggð fækkaði um 6 manns eða 0,3%, í Arnarneshreppi fækkaði um 8 eða 4,3% og í Eyjafjarðarsveit fækkaði úr 995 í 978 eða um 17 manns sem eru 1,7%.

Fimmtudagur 5. janúar 2006 Ein gömul:  

Heimir Sverrisson, sonur Sverris Óla og Bjargar- og
Gústaf Guðbrandsson, sonur Guðbrandar og Gunnjónu

Fimmtudagur 5. janúar 2006
Sigríður Karlsdóttir
er 41 árs í dag.
Fimmtudagur 5. janúar 2006
Hilmar Símonarson
er 12 ára í dag
Sonur Símon Helga og Helen Mayers

Fimmtudagur 5. janúar 2006 

Einar Ágúst Ásmundsson
er tveggja ára í dag með honum á myndinni er Sandra Líf systir hans.

Einar er sonur Ásmundar Einarssonar og Elínar Hreggviðsdóttur

Miðvikudagur 4. janúar 2006 Steypt í janúar, það er óvenjulegt á Siglufirði en það gerðu þeir félagar sem hafa verið að dytta að "Ytra húsinu" við Aðalgötu. Þarna eru þeir að steypa endurnýjaðan sökkul undir norðurstafni hússins: Sveinn Þorsteins, Páll Helgason og Örlygur Kristfinnsson.  Myndin var tekin laust eftir hádegið í dag, en vorveður ríkir nú á Siglufirði, 12 °C hiti í morgun og enginn snjór nema til fjalla

Miðvikudagur 4. janúar 2006    Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA
Miðvikudagur 4. janúar 2006 Ein gömul:  Hvað ætli þær heiti þessar hnátur ?

Ólöf Daníelsdóttir og Sigríður Sóley Hafliðadóttir

Miðvikudagur 4. janúar 2006
 

Sif Þórisdóttir
er 9 ára í dag

Fjölskyldan óskar henni til hamingju með daginn. ---  Dóttir Sillu og Þóris

Miðvikudagur 4. janúar 2006
Sverrir Björnsson
er 67 ára í dag 
Til hamingju;  SK

Miðvikudagur 4. janúar 2006

Árni Ólafsson
er 23 ára í dag

Hann fær bestu óskir um góðan dag frá Svövu og Gauta

Þriðjudagur 3. janúar 2006  Herhúsið hefur komið sér upp heimasíðu, þar sem starfssemin og húsakynnin eru kynnt  Tengillinn til síðunnar er  www.herhusid.com

Þriðjudagur 3. janúar 2006     Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA
Þriðjudagur 3. janúar 2006 Ein gömul: 

Ásdís Magnúsdóttir -- Anna Vignisdóttir -  María Karlsdóttir
Þriðjudagur 3. janúar 2006 
Ægir Örn Arnarson
er 11 ára í dag  3 jan . ----  Til hamingju með daginn Ægir okkar --   (engin mynd kom með)
                       Kveðja Mamma ,Pabbi og Björn St.
Þriðjudagur 3. janúar 2006 
Hallgrímur Sveinn Vilhelmsson
er 50 ára í dag.
Til hamingju með áfangann, kveðja Dóra, Steini og dætur.
Þriðjudagur 3. janúar 2006
Guðrún Ósk Gestsdóttir

er 12 ára í dag  
-- Dóttir Gests Hanssonar
Mánudagur 2. janúar 2005  Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA
Mánudagur 2. janúar 2006  Aðsent fróðleikskorn, úr Dönsku blaði. --- Ljósmynd af greininni. - Hús á Siglunesi

Myndin er stór - þegar henni hefur verið hlaðið niður, þá er hægt að stækka og minnka myndina á skjánum með því að fara með músabendil neðst til hægri á myndinni, bíða aðeins og smella
Mánudagur 2. janúar 2006   Ártalið 2006
Mánudagur 2. janúar 2006 Ein gömul: 
Svandís Guðmundsdóttir - Þórarinn Vilbergsson - Fanney Sigurðardóttir - Bjarni Þorsteinsson - Fjóla Þorsteinsdóttir - Einar Hallgrímsson (á bak við) - og Pétur Pálsson
Mánudagur 2. janúar 2006  Sendið mynd og kveðju til afmælisbarns dagsins og látið vita af nýfæddum
Mánudagur 2. janúar 2006 
Birna Guðný er 7 ára í dag
Til lukku með daginn  þann 2 janúar...barnabarn Birnu Baldurs og Guðna Egils

Kveðja frá New York
Mánudagur 2. janúar 2006  Hilmar Þór Halldórsson (sonur Steinu Matt og Halldórs)
er 5 ára í dag

Til hamingju með afmælið Hilmar okkar , -- þín systkini Kristín Margrét og Óli Natan
 
Mánudagur 2. janúar 2006 Renzo Gústaf Passaro er 30 ára í dag

Bestu afmæliskveðjur frá fjölskyldunni
Mánudagur 2. janúar 2006 Sveinn Filippus Sverrisson
er 15 ára í dag
Með honum á myndinni er hann Plútó þetta var tekið í Flórída í júní 2005
Til hamingju með daginn - Pabbi og mamma   (Sverrir og Rósa)
 Sunnudagur 1. janúar 2006   GLEÐILEGT ÁR TIL ALLRA - OG TAKK FYRIR INNLITIN

Sunnudagur 1. janúar 2006 Misheppnuð tilraun - Eins og ég sagði frá þá var vefmyndavélini beint til norðurs á eitt sjónarhorn nú um áramótin. Árangurinn varð víst ekki eins og ætlast var til, það er að sýna flugeldaskotin. Ég hafði að vísu ekki sjálfur kost á að skoða árangurinn á þeim tíma sem flestra skota mátti vænta, þar sem ég var á að sinni myndatökum annarsstaðar, en margir hafa látið mig vita af því að þetta hafi ekki verið nógu gott, raunar varla þess virði að eyða tíma í að skoða. -- Sjálfur fór ég að skoða um 20 mínútum eftir miðnættið, en þá var sjónarhorn vélar orðið breytt af orsökum sem ég kann ekki skýringu á, en álagið var það mikið á vélinni að það leið um 15-20 sekúndur á milli ramma,  í stað 1 ramma á sekúndu sem er eðlilegt á þeim tíma. Ég fór til að skoða teljarayfirlit mitt og sá þá að á þeim tíma 00:20 voru 49 með vélina opna og á milli 400-500 höfðu smellt á vélina frá því fyrir miðnættið. Staðreyndin er sú að bandvídd sú og hraði sem ég greiði fyrir er ekki næg við slíkar aðstæður. Þetta er spurning um peninga og aftur peninga.---  Myndin er frá vefmyndavélinni klukkan 14:40 í dag

Sunnudagur 1. janúar 2006 Aðsendar áramótamyndir:  Tvær þær fyrri frá Sveini Þorsteins, en sú seinni frá séra Sigurði Ægissyni

Sunnudagur 1. janúar 2006 Hádegisveður og myndir eru HÉRNA

Sunnudagur 1. janúar 2006 Gamlárskvöld 2005-2006 Vinstri myndin er tekin klukkan rúmlega 21 í gærkveldi, ég valdi ekki góðan stað (ofan við vatnstanka) til tökunnar, þar sem ég taldi drengina ætla að vera mikið norðar í fjallinu en raun bar vitni, þannig að þrátt fyrir mikla "brennivídd" þá var ég of nálægt vettvangi. Hin myndin er tekin um miðnættið, til suðurs yfir bæinn. -- Ég held ég hafi aldrei séð annað eins flugeldaflóð á jafn litlu svæði og núna, það gerði það að verkum að ekki var hægt að hafa myndavélina opna (ljósopið) nema 5-10 sekúndur, í stað þess að í "gamla daga" hafði maður opið í 10-20 mínútur með góðum árangri,

Sunnudagur 1. janúar 2006  Það þarf að gera meira varðandi það að koma á loft flugeldasýningu, heldur en að læðast að þeim með eldspýtur eins og gert var hér á árum áður. Nú eru fjöldaskot flugelda sem og flugeldasýningar stranglega bannaðar nema viðkomandi aðilar hafi með í ráðum og stjórn verksins, mann sem til þess hefur notið þjálfun og réttindi. Nú kostar það þessa sjálfboðaliða sem að þessu vinna margra daga undirbúningsvinnu áður en til "skotbardagans" kemur, sem þá er tiltölulega einfalt og hættulaust sé farið að settum reglum. Nú þarf ekki að eiga á hættu (þegar allir eru hættir að reykja !) að enginn hafi munað eftir að taka með sér eldspýtur, því nú er aðeins stutt á takka. og viðkomandi sprengjugarpar geta gefið sér tíma til að sjá þá fegurð sem þeir framkvæma.
Ég leit við hjá þessum duglegu drengjum í gær þegar þeir voru að vinna Undirbúningur

Sunnudagur 1. janúar 2006 Síðbúin "litlu jól" hélt Mummi vinnufélögum sínum,  gestum og gangandi rétt fyrir hádegið á gamlársdag. Þar voru léttar veitingar á boðstólnum sem menn áttu auðvelt með að torga því gómsætt var það - Ekta Siglfirskir síldarréttir með hákarl, harðfisk og nóg að drekka.  --- 
Og þá er það ekki síður fréttnæmt að Norðurfrakt ehf og Flutningadeild Árna Helgasonar ehf í Ólafsfirði sameinuðust undir merkjum Norðurfraktar ehf þann 1. desember síðastliðinn ----  Í dag er Norðurfrakt ehf með 10 stóra flutninga og gámabíla í sínum rekstri auk sendibíla og lyftara og annarra hjálpartækja til að sinna viðskiptavinum sínum sem allra berst. --
Hjá Norðurfrakt ehf starfa um 20.manns flestir þó á Siglufirði og Ólafsfirði en við erum með afgreiðslur á Siglufirði Ólafsfirði og Dalvík. Að auki erum við með umboðsmenn á Hofsós Árskóssandi Hrísey og Grímsey .
Norðurfrakt er með daglegar ferðir á alla þessa staði með dagleg tengsl við áætlanir til og frá  Reykjavík og Akureyri. -- Með þessari sameiningu er horft á að með tilkomu Héðinsfjarðargangnanna verði Eyjafjarðasvæðið eitt atvinnu og þjónustusvæði. - Framkvæmdastjóri Norðurfraktar er og verður Ásmundur Einarsson.  Myndasyrpa >>>  Norðurfrakt

Sunnudagur 1. janúar 2006 Karlakór Siglufjarðar hélt jóla tónleika síðastliðinn föstudag 30. desember 2005
Þar komu einnig fram sem gestasöngvarar, Kvennakór Siglufjarðar.  Sveinn Þorsteinsson sendi mér þessar myndir, sem teknar voru á vél hans, en hann syngur með karlakórnum.

Sunnudagur 1. janúar 2006  Aðsent:  Það var svo skemmtileg birta fyrir skömmu, skrapp fram í Hólsdal fram að stíflu. -- Tók nokkrar myndir sem fylgja hér með.
Þá er ein mynd af "brennunni"  áður en borinn var að henni eldur á gamlársdag.
Okkar bestu nýársóskir - Jón Tryggvi og Lóa

Smellið á tengilinn Sjónarhorn og skoðið svolítið öðruvísi myndir en venjulega birtast hér á síðu minni, og er góð tilbreyting sem segir manni að víða leynast skemmtileg sjónarhorn.. 

Sunnudagur 1. janúar 2006  Ein gömul: 
Hallfríður Njálsdóttir - Ester Sigurðardóttir - Margrét Árnadóttir - Þórunn Guðmundsdóttir - Einar Albertsson og Þórður Þórðarson
Sunnudagur 1. janúar 2006 
Ásbjörn Smári Björnsson -
er 27 ára í dag  Systkini hans Arnar og Anna María eru með honum á myndinni... 
Kv Arnar B

Sunnudagur 1. janúar 2006  Mig langar til að óska Jónu Báru Hauks vinkonu minni til hamingju með fertugsafmælið sem er í dag. Við "Siglósaumó" vinkonurnar sendum hlökkum mikið til afmælisveislunnar og erum við nú þegar farnar að æfa skemmtiatriðin.  --- Kveðja, Herdís og Elli
myndin er tekin af þeim Jónu Báru og Svenna manninum hennar á Siglufirði sl. sumar

Sunnudagur 1. janúar 2006
Afmælisbarn dagsins í dag  er Helgi Fannar sem er 6 ára í dag,
fylgir öldinni eins og skugginn. -

Með kveðju frá mömmu og pabba, Karen, Fríðu Rún og Þorvaldi Inga.