Neisti, 9.
nóvember 1940
"Borgarvirki"
Það er oft sagt - og
því miður með nokkrum rétti að hér séu að jafnaði sýndar ákaflega lélegar
kvikmyndir.
En þrátt fyrir þá
niðurlægingu, sem ríkir í þessu efni, kemur þó fyrir, að góðar myndir eru á
boðstólum - enda er sagt, að fyrr megi nú rota en dauðrota.
Ein besta kvikmynd,
sem hingað hefir komið lengi, er vafalaust "Borgarvirki". Sú mynd hefir
verið sýnd hér í Bíó undanfarna daga og hlotið góða aðsókn.
Eins og flestum mun
kunnugt, er kvikmyndin "Borgarvirki" byggð á samnefndri skáldsögu enska
rithöfundarins dr. A.J.Cronin. Sú bók er landsmönnum kunn frá því í
fyrravetur, að Menningar- og fræðslusamaband alþýðu gaf hana út í ágætri
þýðingu Vilmundar Jónssonar landlæknis.
Hlaut bókin að vonum
miklar vinsældir, og sennilega meiri en flestar aðrar bækur erlendar, sem
snarað, hefir verið á Íslensku fyrr og siðar.
Þótt efni
skáldsögunnar "Borgarvirki" sé ekki nákvæmlega rakin í kvikmyndinni,- margt
vanti, og öðru sé skotið inn í - er hinn -rauði. þráður samt alveg órofinn
og nýtur sín síst miður í myndinni en sögunni, að margra dómi.
Hugþekkustu
persónur sögunnar halda að fullu einkennum sínum, og hin myrku öfl eru hin
sömu og við könnumst við þaðan.
Slíkar kvikmyndir
sem "Borgarvirki" er hollt að horfa á og hugsa um.
B.P.Kr. |