Bíóumsagnir, auglýsingar | Ritstjóragrein um bíó | Bíó Café, bjór ofl. | Kvikmyndir og börnin | Bíó "hús" í kirkjunni ? | Bíófréttir-auglýsingar | Siglufjarðarbíó | Ráðhúsbíó? | Óregla í Nýja Bíó | Myndir - ferðalög | Skrílslæti

>>>>>>>>>>> Myndir - ferðalög

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bíó-Saga Siglufjarðar: Myndir + ferðalög

Úr Vikublaðinu

17. apríl 1948

grein.

MYNDIR --- FERÐALÖG

 

Fyrir nokkru kom hingað kvikmyndarinn Kjartan Ó Bjarnason,  og sýndi í Nýja-Bíó ýmsar kvikmyndir.

 

Það var ánægjulegt að horfa á  þessar myndir, er voru, meðal annarra, af Snorrahátíðinni, Heklugosinu,  skíðaferðum til fjalla, börnum  á sumarheimilum og lífi og atvinnu fólks í sveitum.  

 

Fyrir mér; sem þessar línur  skrifa og var í sveit til tvítugs aldurs, rifjuðust upp ýmsir viðburðir, og gamlir kunningjar, svo  sem göngur, fjárréttir, heyskapur,  heimalömb, kálfar og folöld og  leikur kúnna, þegar þeim er hleypt  út í fyrsta sinn á vorin.

Sá, sem hefur lifað við unað og  fjölbreytni sveitalífsins, gleymir  því varla og það er eins og hugurinn mildist við að sjá þetta aftur,  þótt aðeins sé á mynd.

 

Þá voru þarna sýndar myndir  frá Þórsmörk og frá Öræfum, en,  Öræfasveit mun vera talin einhver  fegursta sveit á landinu.

 

Ísland er ekki stórt borið saman  við mörg önnur lönd og þá er það  svo, að allur þorri landsmanna er  alls ókunnugur þessu litla landi,  fær ekkí, eða gefur sér ekki tíma  né tækifæri til að sjá mikið annað  en sína heimahaga.

Þetta þarf þó  ekki svo að vera, eins og samgöngum er nú orðið háttað, en það  vantar víðast samtök og félagsskap, er gengist fyrir ferðalögum  til fagurra staða á landinu. Á suðurlandi hefur Ferðafélag Íslands  mikið úr þessu bætt með skipulögðum ferðalögum og frá.

 

Akureyri eru einnig farnar ferðir um  landið. Við Siglfirðingar erum illa  settir um þetta, virðist og vera  litil löngun til þannig lagaðra ferðalaga hjá fólki, þótt nóg sé um  rápið til Reykjavíkur. Nokkrar  hömlur leggur það og á, að aðalatvinna hér, er á þeim tíma, sem  hentugastur er til ferðalaga, til  þess að sjá og skoða landið. Þó  mundi vera hægt að koma á hópferðum héðan í júnímánuði, ef  vilji og samtök væru fyrir hendi.

 

Hér, sem annarstaðar á landinu,  er að vaxa upp ný kynslóð með  nýja menntun, nýja menningu,  sem við, hinir gömlu, gátum ekki  orðið aðnjótandi. Vill nú ekki þetta  unga fólk hefjast handa, mynda  með sér félagsskap, og setja sér  það takmarkið, að kynnast sínu  eigin landi fegurð þess og dásemd.