Úr bæ og byggð,
Fyrir nokkru sendu sósíalistar erindi til bæjarstjórnar,
þess efnis, að fá ráðhús lóðina, við Gránugötu og Lækjargötu afhenda undir
samkomuhús fyrir verkalýðsfélögin í bænum.
Mörgum kom þessi málaleitan sósíalista mjög á óvart, þar
sem vitað var, að þessi lóð er fyrir löngu ætluð fyrir ráðhús bæjarins og
aðrar byggingar í sambandi við það.
Meirihluti bæjarstjórnar gat því ekki orðið við þessari
ósk sósíalista og felldi beiðnina.
En réttar meðvitund sósíalista er dálítið einkennileg,
því að rétt á eftir segja þeir í Mjölni, að bæjarstjórn Siglufjarðar hafi
orðið sér til skammar fyrir að láta ekki Ráðhúslóðina í hendur sósíalista.
Beiðnin var að vísu stíluð f. h. verkalýðsfélaganna í bænum, þar sem,
sósíalistar hafa meirihluta í stjórn, en eru í minnihluta að höfðatölu í
félögunum, enda töldu fulltrúar Alþýðuflokksins sig í bæjarstjórn ekki geta
verið með stjórn og skrifstofur bæjarins eru í.
Veitti sannarlega ekki af að fara að hugsa fyrir
einhverri breytingu þar á og virðist þá eðlilegast, að bæjarskrifstofurnar
og fundarsalir fyrir bæjarstjórn og nefndir hennar yrði ætlað pláss í hinu
væntanlega ráðhúsi bæjarins.
Þá ætti einnig að koma þar hið margumtalaða
Kvikmyndahús bæjarins, sem allir stjórnmálaflokkar bæjarins hafa talið
mikla nauðsyn á að koma upp, og þá ekki síst sósíalistar
|