Siglufjarðarbíó.
15.
júní 1944
Fyrir
nokkrum dögum tók hér til starfa nýtt bíó, er nefnist Siglufjarðarbíó.
Er bíóið starfrækt í Alþýðuhúsinu, og eru það
verkalýðsfélögin "Þróttur" og "Brynja" sem starfrækja bíóið. Húsið hefur
verið málað, salur stækkaður og bætur. Sæti eru
stoppuð og rúmgóð og eru sæti fyrir um 180 manns.
Sæti og annar útbúnaður, svo og hreinlæti og umgangur
allur í húsinu er til mikilla bóta frá því sem Siglfirðingar hafa átt að
venjast frá Nýja-Bíó, enda var ekki úr háum söðli að detta í þeim efnum.
Vonandi skapast heilbrigð samkeppni milli bíóanna um
aukinn þrifnað og reglusemi í hvívetna.
Framkvæmdastjóri Siglufjarðarbíós er Þórhallur Björnsson.
|