|
Sæll Steingrímur
Ég sendi þér póst fyrr í dag í sambandi
við Evrópufrumsýningu þína á Otello
hérna um árið.
Eiginlega sagði ég þér ekki alla söguna
og langar til að segja þér framhaldið,
þó held ég að móðir mín, sem fékk að
heyra það úti í bæ að ekki væri
viðeigandi að fara í bíó á annan í
jólum, hafi einhvern tíman sagt þér frá
þessu.
Hún lét þessar raddir að sjálfsögðu sem
vind um eyru þjóta og naut þessa
menningarframlags.
Eins og ég tók fram þá fór ég til London
stuttu eftir sýninguna. Var þar í skóla
og kynntist pilti, Diego að nafni, sem
bjó í Argentínu.
Dag einn vorum við á rölti um götur
borgarinnar og sáum endalausa biðröð og
fórum að forvitnast hvað um væri að
vera. Kom þá í ljós að þetta var biðröð
til að nálgast aðgöngumiða á Otello
myndina, sem þá var verið var að
frumsýna í London.
Mér varð hugsað til tómu sætanna á Sigló
- og þegar ég sagði Diego frá
reynslu minni, kom í ljós að hann á
ættir sínar að rekja til Spánar og er
skyldur Placido Domingo.
Ekki nóg með það heldur var hann á
leiðinni til Ítalíu nokkrum vikum seinna
í fjölskylduboð eða einhvers konar
ættarmót og hann sagði mér að þar myndi
hann hitta Placido Domingo.
Mér fannst þetta alveg ótrúlegt, en
þegar hann svo fór að hitta ættingjana
var hann með kveðju í farteskinu til
Placido Domingo frá
Evrópufrumsýningargesti sem býr á hjara
veraldar, norður við heimskautsbaug og
naut þess þar að hlusta á hans fögru
tóna.
Að sjálfsögðu fylgdi öll sagan með. Sem
sagt, Placido Domingo sjálfur frétti af
þessari einstöku frumsýningu. Finnst
þér það ekki magnað?
Kær kveðja
Ásta Henriksen
Evrópufrumsýningarges
|