Goos-eignin ofl. | Síldarverksmiðja (framhald) | SR og Júlíus Hafstein | SR og Sveinn Ben | Nýja verksmiðjan | Eignir Goos | Enn um Goos | Formaðurinn og Goos | Sören Goos | N.P.Christensen | Kaupin á Gooseignum | Meira um kaupin | Og aftur (svar G.H.) | Kommúnista-þættir | Hvar verður hún

>>>>>>>>>>> Eignir Goos

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji, 13. september 1934

Siglufjarðarkaupstaður kaupir allar eignir S. Goos í Siglufirði, bæjarstjórn samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum að nota forkaupsrétt sinn á eignunum.

 

Eins og getið var um í síðasta blaði höfðu þeir Sigurður Kristjánsson kaupmaður, og Snorri Stefánsson verksmiðjustjóri, fest kaup á öllum eignum S. Goos í Siglufirði fyrir 180 þúsund krónur

 

Samkvæmt lögum hafði Siglufjarðarkaupstaður forkaupsrétt á eigninni og var það mál tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi.

 

Var þar samþykkt að senda Þormóð Eyjólfsson konsúl, til Reykjavíkur, til þess að útvega 50 þúsund króna lán til kaupanna.

 

Var það sú upphæð, er borga skyldi við afhendingu eignanna, en afhendingu á að fara fram við næstu áramót.

 

Þormóði Eyjólfssyni tókst að fá lán þetta, 25 þúsund krónur hjá Landsbankanum og 25 þúsund krónur hjá Útvegsbankanum.

 

Var svo málið tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi s.l. mánudag. Allharðar umræður urðu um málið, lögðust Sjálfstæðismenn fast á móti kaupunum, vildu þeir að vísu að keypt yrði, að þeim Snorra og Sigurði, Gránuverksmiðjan með nokkurri lóð, en ekki að eignirnar yrðu allar keyptar af bænum. Eftir nokkurra klukkutíma þref og þjark var gengið til atkvæða um málið, og var samþykkt, með 7  samhljóða atkvæðum, tillaga frá bæjarfógeta um að bærinn notaði sér forkaupsrétt sinn og gengi inn i kaupin.

 

Þeir er greiddu atkvæði með tillögunni voru Framsóknarmenn, Jafnaðarmenn og Kommúnistar, Sjálfstæðismenn greiddu ekki atkvæði.

 

Eignirnar, sem bærinn nú hefir keypt, eru þessar:

 

Verksmiðjurnar báðar með tilheyrandi byggingum og geymsluhúsum. íbúðarhús S. Goos við Gránugötu. Verslunarhús S. Goos við sömu götu.

 

Hús það sem kennt er við Vestesen, nr. 3 við Hvanneyrarbraut. Hvanneyrarkrókur með stóru lóðarsvæði.

 

Benda má á hvernig bærinn getur hagnýtt sér sumt af eignum þessum.

 

Vestesenshús: Íbúð handa skólastjóra.

Verslunarhúsið: Brunastöð.

Hvanneyrarkrókur: Dagheimili fyrir börn.

 

Allt þetta vantar bæinn nú tilfinnanlega. Melt nokkrum breytingum og endurbótum má gera alla þessa staði ágæta til nefndrar notkunar.