Goos-eignin ofl. | Síldarverksmiðja (framhald) | SR og Júlíus Hafstein | SR og Sveinn Ben | Nýja verksmiðjan | Eignir Goos | Enn um Goos | Formaðurinn og Goos | Sören Goos | N.P.Christensen | Kaupin á Gooseignum | Meira um kaupin | Og aftur (svar G.H.) | Kommúnista-þættir | Hvar verður hún

>>>>>>>>>>> Og aftur (svar G.H.)

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji, 14. desember 1934

Enn um kaupin á Gooseignunum.

Sigurður Kristjánsson og Snorri Stefánsson hafa nú afsalað bænum öllum rétti til allra Goos-eignanna.

 

Mætti því segja að eigi væri mikil ástæða til að fara lengur út í forkaupsrétt bæjarins til eignanna né svara fullyrðingum eins bæjarfulltrúans í næstsíðasta tbl. Einherja um það efni, enda hafa þær fullyrðingar í engu hrakið það, er ég og bæjarfulltrúarnir Andrjes Hafliðason og Gunnlaugur Sigurðsson höfum skrifað um málið.

 

Lagaskýring sú, er bæjarfulltrúinn í Einherjagreininni hefir eflir "lögfræðingnum sínum", að bærinn hafi fengið forkaupsrétt til allra Goos-eignanna við það, að eignir, er bærinn hafði eigi forkaupsrétt að að lögum, voru seldar með eignum, sem bærinn hafði forkaupsrétt að, stenst ekki, ekki aðeins að mínu áliti, heldur og margra annarra lögfræðinga.

 

Síst hefði mál bæjarins unnist af þeirri lögskýring. Mundi ég þó alls ekkert hafa minnst á umrædda Einherjagrein nema af því, að ég vil ekki skiljast svo vil þetta mál að benda ekki  á að enn er eitt atriði ótalið sem gerði forkaupsrétt bæjarins vafasaman hvað sem öðru liði:

 

Stjórnarráðið hefði gleymt að birta samþykkt bæjarins um forkaupsréttinn í B-deild stjórnartíðindanna fyrr en eftir að þeir Snorri og Sigurður gerðu kaupsamninginn um eignirnar. Bæði ég og margir aðrir lögfræðingar líta svo á, að vafasamt sé, hvort þessi gleymska geti ekki valdið því, að bærinn hefði engan forkaupsrétt að Goos eignunum, heldur ekki til lóða né húsaeignanna, gagnvart þeim Sigurði og Snorra.

 

En þetta mátt ekki ræða opinberlega fyrr en samkomulag náðst við seljanda.

 

Það sem vakti fyrir oss Andrjesi og Gunnlaugi. - og sennilega öðrum bæjarfulltrúum, er samþykktu að Sigurður og Snorri fengju rauðu verksmiðjuna - var. að vér vildum heldur tryggja bænum með samkomulagi að allar Gooseignirnar nema rauðu verksmiðjuna og Hvíta húsið - og þar af leiðandi fá megnið af strandlengju Goos-eignanna við hafnarbryggjuna - heldur en að eiga á hættu að missa allt með vafasömum málaferlum.

 

Líka var á það að líta, að ef málaferli hefðu orðið út af Gooseignunum hefði líklega af því hlotist stöðvun verksmiðjanna, meðan á málinu stóð, sem hefði getað orðið alllengi.

 

Hefði slíkt getað orðið verkalýð þessa bæjar til ómetanlegs tjóns, er eigi þarf að rökræða frekar.

Siglufirði. 3. desember 1934.

G. Hannesson.