Kaupin á Gooseignunum.
Bæjarstjórnin samþykkir að falla frá forkaupsrétti sínum að Rauðu verksmiðjunni og að leigja þeim Sigurði Kristjánssyni og Snorra Stefánssyni Gránuverksmiðjuna til 10 ára gegn 6.000 króna árlegri leigu.
Á bæjarstjórnarfundi, er haldinn var 30. október samþykkti bæjarstjórn Siglufjarðar svohljóðandi tillögu frá bæjarfulltrúa, Andrési Hafliðasyni:
Bæjarstjórnin samþykkir að ganga að tilboði Snorra Stefánssonar og Sigurðar Kristjánssonar dagsettu 30. september um að falla frá forkaupsrétti að Rauðkverksmiðjunni og að Gránugötu 24 gegn því að bærinn gangi inn í kaup þeirra á öðrum, Gooseignum, á Siglufirði (Gráuverksmiðjunni) Gránugötu 21. Hvanneyrarbraut 3 og Hvanneyrakrók 5, 6, 7, 8, fyrir áttatíu þúsund krónur, sem greiðist með hlutfallslegum afborgunum og samið hefir verið um milli þeirra og eiganda.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórnin tilboð Snorra Stefánssonar og Sigurðar Kristjánssonar, í fyrrgreindu skjali um leiguna á Gránuverksmiðjunni í 10 ár fyrir kr. 6.000 ársleigu auk viðhaldskyldu samkvæmt tilboðinu.
Oddvita sé falið að ganga frá kaupum á eignunum, leigunni á Gránuverksmiðjunni og taka lán til kaupanna.
Fyrir fundinum lá einnig svohljóðandi tillaga frá bæjarfulltrúa Þormóði Eyjólfssyni:
Út af kauptilboði Sigurðar Kristjánssonar og Snorra Stefánssonar um kaup og leigu á Goos-verksmiðjunum, samþykkir bæjarstjórnin að gera þeim, S.K. og Sn.St. svohljóðandi tilboð:
-
Að selja þeim "Rauðku" ásamt lager og verkafólkshúsinu og skrifstofuhúsinu nr. 27 við Gránugötu með lóðarréttindum undir þessum húsum að undanskildum bílfærum, gangi innan rauða girðingar fram á platningu fyrir kaupverð kr. 100.000 sem greiðist samkvæmt kauptilboði þeirra. Skulu þeir hafa frjáls afnot, endurgjaldslaust af vestustu bryggjunni á plássinu og takmörkuð afnot af hinni hábryggjunni sem nú er suður af "Rauðku" næstu 12 ár; enda kosti þeir viðhald bryggjanna en greiði þar á eftir leigu eftir mati fyrir bryggjuafnotin.
-
-
Að leigja þeim Gránuverksmiðjuna samkvæmt leigutilboði þeirra fyrir kr. 8,000 ársleigu,
Var sú tillaga feld með 4 gegn 2 atkvæðum, en tillaga Andrésar Hafliðasonar var samþykkt með 6 gegn 4 atkvæðum.
Þessir greiddu atkvæði með tillögu A.H: Andrés Hafliðason, bæjarfógetinn Guðmundur Hannesson, A.Schiöth, Sveinn Hjartarson, O.J.Hertervig, Gunnlaugur Sigurðsson.
Á móti tillögunni greiddu þessir atkvæði: Þormóður Eyjólfsson, Jóhann F. Guðmundsson, Gunnar Jóhannsson, Þóroddur Guðmundsson.
Felld var tillaga frá Þ.E. um að fresta að taka ákvörðun um kauptilboð S.Kr. og Sn.St. þangað til um áramót.
Og önnur tillaga frá Þ.E. felld um, gagntilboð S.Kr. og Sn.St.
Einnig lá fyrir fundinum bréf frá Þormóði Eyjólfssyni þar sem hann skuldbatt sig til að gera 125 þúsund kr. tilboð í Rauðku eftir áramótin, ef ekki lægi þá tilboð fyrir frá S.K. og S.S. né öðrum.
Ekki mátti koma til greina annað en selja Sig. Kr. og Co. strax fyrir 100 þúsund krónur.
Með þessari samþykkt er að líkindum bundinn endir á þetta mál. Geta Sjálfstæðismenn í bæjarstjórninni nú hlakkað yfir unnum sigri og eigi munu þeir síður vera hróðugir bæjarfógetinn og Andrés yfir úrslitum þessa máls.
Hitt er annað mál, hvort framkoma, þeirra í málinu verður þeim til virðingar og álitsauka, um, það munu vera nokkuð skiptar skoðanir og mun það koma betur í ljós síðar. |