Siglfirðingur, 11. ágúst
Síldarveiðin
hefir gengið vel undanfarið Alls á landinu hafa nú verið saltaðar;
126.346 tunnur þar af hér á Siglufirði 93.739 tunnur, er skiptist þannig eftir tegundum:
Saltsíld 39.531 tunnur
Matjessíld 24.959 tunnur
Hausuð og slægð 4.885 tunnur
Hreinsuð og slægð 1.059 tunnur
Kryddsíld 17.923 tunnur
Sykursöltuð 4.708 tunnur
Flökuð 674 tunnur
Á Eyjafirði hafa saltast 21.677 tunnur, Sauðarkróki 7.110, og á Ingólfsfirði 3.820 tunnur.
Verksmiðjurnar hafa tekið á móti síld er hér segir:
S. R, (Syðri ríkisverksmiðjan) 93.350 málum, þar af óbrætt í þró um 25 þúsund mál.
S. R. P. (Dr. Pauls verksmiðjan) 49.635 málum. Þar af óbrætt i þró um 10 þúsund mál.
Á sama tíma í fyrra, 11. ágúst, höfðu Ríkisverksmiðjurnar tekið á móti síld er hér segir:
S. R. 91.504 málum.
S. R P. 43.375 málum
Hafa Ríkisverksmiðjurnar því fengið samtals 8.100 málum meira nú en á sama tíma í fyrra.
Hjaltalínsverksmiðjan hefir fengið ca. 31 þúsund mál. |