1917 | 1918 | 1919 | 1920 | 1921 | 1922 | 1923 | 1924 | 1925 | 1926 | 1927 | 1928 | 1929 | 1930 | 1931 | 1932 | 1933 | 1934 | 1935 | 1936 | 1937 | 1938 | 1939 | 1940 | 1941 | 1942 | 1943 | 1944 | 1945 | 1946 | 1947 | 1948 | 1949 | 1950

>>>>>>>>>>> 1934

 

Til forsíðu
Til baka
Goos-eignin ofl.
Síldarverksmiðja (framhald)
SR og Júlíus Hafstein
SR og Sveinn Ben
Nýja verksmiðjan
Eignir Goos
Enn um Goos
Formaðurinn og Goos
Sören Goos
N.P.Christensen
Kaupin á Gooseignum
Meira um kaupin
Og aftur (svar G.H.)
Kommúnista-þættir
Hvar verður hún




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjöl & lýsis-Saga

Ýmsar fréttir

Einherji, 26. apríl 1934

 

Ríkisstjórnin hefur skipað nefnd manna, sér til aðstoðar við val á stað fyrir hina nýu síldarverksmiðju, sem í ráði er að reist verði á Norðurlandi.

 

Í nefndinni eru þessir menn: Guðmundur Hlíðdal, landsímastjóri, formaður, Kristján Bergson, formaður fiskifélagsins, Trausti Óslafsson, efnafræðingur, Loftur Bjarnason útgerðarmaður, Sveinn Benediktsson, framkvæmdastjóri og Sveinn Árnason fiskimatsmaður.

Siglfirðingur, 30. júní 1934   ---- Auglýsing

 

TILKYNNING

 

Þeir, sem koma til með að hafa viðskipti við byggingu nýju síldarverksmiðjunnar, áminnast hér með um að halda öllum reikningum aðskildum frá viðskiptum við rekstur hinna verksmiðjanna og skrifa:

 

Nýbygging Síldarverksmiðju ríkisins fyrir öllum reikningum viðvíkjandi byggingunni. Reikninga ber að fá viðurkennda og áritaða af verkstjóra byggingarinnar, hr. Einari Jóhannssyni, áður en þeim er framvísað til greiðslu.

Síldarverksmiðja ríkisins.

Siglufirðingur, 14. júlí 1934

 

Síldveiðarnar eru afa tregar og hafa Ríkisverksmiðjurnar orðið að hætta tvívegis, sakir síldarleysis. Hefir slíkt ekki borið við áður og þykir einsdæmi þegar tillit er tekið til þess, að eigi færri en 60 veiðiskip leggja upp afla sinn hjá verksmiðjunum.

 

Síldinni hefir verið skipt milli verksmiðjanna í hlutfalli við afkastagetu þeirra. 

Siglfirðingur, 11. ágúst

 

Síldarveiðin

hefir gengið vel undanfarið Alls á landinu hafa nú verið saltaðar;

126.346 tunnur þar af hér á Siglufirði 93.739 tunnur, er skiptist þannig eftir tegundum:

Saltsíld                   39.531 tunnur

Matjessíld              24.959 tunnur

Hausuð og slægð     4.885 tunnur

Hreinsuð og slægð   1.059 tunnur

Kryddsíld               17.923 tunnur

Sykursöltuð             4.708 tunnur

Flökuð                          674 tunnur

 

Á Eyjafirði hafa saltast 21.677 tunnur, Sauðarkróki 7.110, og á Ingólfsfirði 3.820 tunnur.

Verksmiðjurnar hafa tekið á móti síld er hér segir:

S. R, (Syðri ríkisverksmiðjan) 93.350 málum, þar af óbrætt í þró  um 25 þúsund mál.

S. R. P. (Dr. Pauls verksmiðjan) 49.635 málum. Þar af óbrætt i þró um 10 þúsund mál.

Á sama tíma í fyrra, 11. ágúst, höfðu Ríkisverksmiðjurnar tekið á móti síld er hér segir:

S. R.    91.504 málum.

S. R P. 43.375 málum

Hafa Ríkisverksmiðjurnar því fengið samtals 8.100 málum meira nú en á sama tíma í fyrra.

Hjaltalínsverksmiðjan hefir fengið ca. 31 þúsund mál.

Siglfirðingur, 1. september 1934

 

Dr. Paul verksmiðjan

hefir nú lokið að bræða þá síld er komið hefir í þróna þar.

Hefir hún nú brætt 66,400 mál á 49 sólarhringum eða um 1.355 mál til jafnaðar á sólarhring.