Lýsisherslustöð | Rauðka | Burtrekstur | Einkaleyfi ! | Brottrestranir-Einherji | Uppsagnir-Mjölnir | Á 3. hundrað sagt upp

>>>>>>>>>>> Brottrestranir-Einherji

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji 6. september 1949
“Brottrekstrarnir” úr SR

 

Eins og mörgum mun kunnugt og þá sérstaklega vegna skrifa Mjölnis undanfarið, gerðust þau tíðindi hér í bæ í s.l. mánuði, að nokkrum verkamönnum var af verksmiðjustjóra S.R. hér, sagt upp vinnu við Síldarverksmiðjur ríkisins á miðju tryggingartímabili þeirra.

 

Þar sem stjórn S.R. hefur nú nýlega fjallað um þetta mál, (samkvæmt ósk Verkamannafélagsins Þróttar) og afstaða einstakra stjórnarmeðlima í þessu máli hefur verið gerð að umtalsefni i blöðum, tel ég rétt að taka fram eftirfarandi:

 

Verksmiðjustjóri og tæknilegur framkvæmdastjóri S.R. hafa í bréfi og greinargerð til verksmiðjustjórnar skýrt svo frá, að þeir hafi talið nefnda brottrekstra óhjákvæmilega og eðlilega afleiðingu af lélegum vinnubrögðum hinna brottviknu manna. Áminningum og óskum um betri vinnuafköst hafði ekki verið sinnt.

 

Verkamenn þeir, er fyrir uppsögninni urðu létu hinsvegar strax í ljós óánægju sína yfir ákvörðun verksmiðjustjórans töldu sig hafa unnið jafnvel og aðra og um handahófs ráðstafanir væri að ræða hjá verksmiðjustjóra og kærðu þeir til stjórar Verkamannafélagsins Þróttar, með ósk um leiðréttingu.

 

Þróttarstjórn reyndi samkomulag við verksmiðjustjórann og tæknilegan framkvæmdastjóra á þeim grundvelli, að mennirnir yrðu teknir aftur. Sú samkomulagstilraun varð árangurslaus.

 

Þá var stjórn S.R. ritað af Þróttarstjórn, og farið fram á að mennirnir yrðu teknir aftur. Þessir aðilar áttu síðan vinsamlegar viðræður um þessi mál. - Þróttarstjórn kynnti sér greinargerð þá og bréf, sem minnst er á hér að framan og stjórn S.R. hlýddi á rök tveggja hinna brottviknu manna, sem einnig mættu á nefndum fundi.

 

Í ljós kom, að það sem trúnaðarmenn S.R. sögðu hvítt, sögðu fulltrúar nefndra verkamanna svart og svo öfugt.

 

Um réttan gang í málinu var ekki unnt að fá við samanburð á fyrirliggjandi greinargerð og framburði gestanna á fundi verksmiðjustjórnar. Var því þessi sameiginlegi fundur styttri en ella.

 

Þennan sama dag ræddi verksmiðjustjórnin tilmæli Þróttar nánar. Kom þá í ljós, að tveir stjórnarmeðlima vildu láta greiða hinum brottviknu verkamönnum kaup út tryggingartímann.

 

Þetta var fellt. Þrír stjórnarmeðlimir voru þeirrar skoðunar, að ekki væri unnt að verða við tilmælum Þróttar og láta mennina hefja vinnu á ný.

 

Með því að ég var fylgjandi síðari tillögunni, vil ég hér geta af hverju afstaða mín mótaðist, en það var af þessu þrennu:

 

  1. Ég tel ráðningu og uppsögn verkamanna hjá S.R. framkvæmdaratriði, sem heyrir undir verksmiðjustjóra S.R. samber. erindisbréf hans.

  2. Hinir brottviknu verkamenn S.R. hafa lýst því yfir, að málshöfðun verði hafin á S.R. vegna brottvikningarinnar. Í því máli mun koma í ljós, ef verksmiðjustjórinn hefur farið út fyrir heimild sína, samber erindisbréf sitt.

  3. Þar sem málshöfðun er áformuð, tel ég eðlilegt að uppkominn ágreiningur verði leystur með úrskurði dómstólanna, sérstaklega með tilliti
    til hinna mótsagnakenndu upplýsinga beggja aðila varðandi brottreksturinn.

 

Að lokum skal ég undirstrika það sjónarmið sem fram hefur komið í skrifum Mjölnis, að svo best er atvinnufyrirtækjum borgið að góð samvinna sé milli verkamannanna og trúnaðarmanna fyrirtækisins og gagnkvæmt traust sé fyrir hendi.

 

Afstaða meirihluta stjórnar S.R. í umtöluðu brottvísunarmáli er alls ekki þess eðlis að torvelda slíka samvinnu.

 

Málið fer fyrir þann aðila, sem getur leitt það rétta fram i málinu. Þá aðstöðu hafði stjórn S.R. ekki.


Jón Kjartansson