Þriðjudagur 8. maí 1973 Pistillinn: Ókunnur Íþróttafréttaritari Morgunblaðsins. Ljósmyndir: Steingrímur.
Íslenskur sigur
Íslenskur sigur í skíðalands-keppninni við Skota, Árni Óðinsson sigraði bæði í svigi og stórsvigi
Íslendingar unnu skota með nokkrum yfirburðum í landskeppni þjóðanna í alpagreinum á skíða-landsmóti sem fram fór í Hlíðarfjalli við Akureyri á laugardag og sunnudag. Skotar höfðu aðeins eins stigs forustu eftir fyrsta dag keppninnar, stórsvigið, staðan var 32:31 í stórsviginu var hins vegar um yfirburði Íslendingannað ræða og urðu lokatölur 73:50 Íslandi í vil.
Skosku stúlkurnar höfðu yfirburði fram yfir þær Íslensku, en í karlagreinunum áttu Íslendingarnir bestu menn með Árna Óðinsson í fararbroddi.
Árni Óðinsson náði bestum brautar-tíma keppendanna i báðum ferðum og þó svo að Árni hafi ekki náð gulli í einstaklingsgrein á nýafstöðnu skíða-landsmóti, þá stóð hann sig best í þessari keppni. Haukur Jóhannsson frá Akureyri var eitthvað miður sín á laugardaginn og náði ekki að sýna sitt rétta andlit.
Hafsteinn Sigurðsson, fyrirliði landsliðsins og Haukur Jóhannsson Akureyri
.Haukur hafnaði í fjórða sæti á eftir Reykvíkingnum Guðjóni Inga Sverrissyni, sem sýnir miklar framfarir í hverju móti. Hafsteinn Sigurðsson frá Ísafirði var langt frá sínu
Árni Óðinsson á fullri ferð á Skíðalandsmótinu, þá gekk honum ekki sérstaklega vel, en í skíðalandskeppninni var hann sannarlega maður keppninnar og sigraði bæði í svigi og stórsvigi.
besta og varð nú í fimmta sæti stórsvigsins, en í þeirri grein varð hann sigurvegari á íslandsmótinu Í sviginu gekk Ísensku stúlkunum talsvert betur en í stórsviginu og röðuðu þær sér í sætin á eftir Field frá Skotlandi, en það skal tekið fram að hinum skosku
Margrét Baldvinsdóttir, fremst skíðakvenna í landskeppninni
Stúlkunum, Carmichael og Allison, hlekktist á. Í svigi karla var um algjöra Íslenska yfirburði að ræða, Árni, Haukur, Jónas og Hafsteinn fengu fjóra bestu tímana og færðu Íslendingum öruggan sigur. Tveir Skotanna voru dæmdir úr leik, þar á meðal Fuch, en hann var eini Skotinn sem var svipaður íslensku piltunum að getu.
Þetta var í annað skipti sem landskeppni sem þessi fer fram og sigruðu Íslendingar í fyrra skiptið. Landskeppni Íslands og Skotlands verður í framtíðinni árlegur viðburður og fer næsta keppni fram í Skotlandi. Skosku keppendurnir hafa allir æft og keppt víða um Evrópu í vetur og er þessi sigur Íslands því mjög ánægjulegur, en okkar skíðafólk hefur því miður ekkí fengið mörg tækifæri til að spreyta sig í keppni við erlenda skíðamenn.
Tilhögun keppninnar var þannig að fjórir karlar kepptu frá hvoru landi og fékk fyrsti maður 10 stig, annar 8, þriðji 6, fjórði 5 osfrv. Hjá stúlkunum voru keppendur hvorrar þjóðar þrír, fyrsti fékk 8, annar 6, þriðji 4, næsti 3, stig osfrv.
Veður var mjög gott til keppni báða dagana, og þá sérstaklega á laugardaginn er keppt var í stórsvigi, sól og sumarblíða. Var gripið til þess ráðs að frysta brautirnar, en það hefur ekki verið gert áður í stórsvigskeppni hér. Piltar og stúlkur fóru sömu brautir og fóru stúlkurnar á undan
Í sviginu voru tvær brautir, sú fyrri var 550 m löng, með 55 hliðum, fallhæðin var 180 metrar. Síðari brautin var 480 metra löng, með 65 hliðum, fallhæð 180 m. Í stórsviginu var brautin 1000 metrar hæðarmismunur 240 m og hliðin 45.