Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Tankur á ferð 5 skip með yfir 10 þús. Skíðalandsmótið Skíðamót ´73 Úrslit, landsmótsins Halldór Matthíasson Haukur Jóhannsson Margrét Baldvinsdóttir Hafsteinn Sigurðsson Steingrímur / Rögnvaldur Íslenskur sigur Næsta landsmót Sviptingar á Skarðsmóti Óánægja á Vestfjörðum Hafliði kveður, ofl

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Laugardagur 10. nóvember 1973

Óánægja á Vestfjörðum.

Skiptar skoðanir annars staðar

NOKKUÐ hefur grundvöllur  ríkisstjórnarinnar að bráðabirgða-samkomulagi við bresku  ríkisstjórnina vegna landhelgismálsins, hlotið misjafnar  undirtektir meðal fólks í verstöðum úti á landsbyggðinni.  Morgunblaðið hafði í gær samband við fréttaritara sína, út gerðarmenn og sjómenn í  fjölda verstöðva úti um land til  að forvitnast um viðbrögð á  þessum stöðum.

       Niðurstaða þessarar könnunar var í stórum dráttum á þá  lund að óánægja og andstaða við  samkomulagið er hvað mest í  þeim verstöðvum, þar sem togaraútgerð er stunduð og togara­sjómennirnir þurfa að sækja á  sömu mið og erlendu veiðiskipin. Almennust er andstaðan þó  á Vestfjörðum, og má þar  segja, að útgerðarmenn og sjó menn séu einhuga í gagnrýni á  samninga við Breta.

      Veldur þar  mestu, um að vestfirskir útvegsmann telja samkomulagið  bitna harðast á Vestfjörðunum,  sókn erlendu veiðiskipana  verði langmest á þeirra mið Í öðrum togaraverstöðvum  virðast menn-fremur skiptast  eftir flokkspólitískum línum í  afstöðu til samningsins; þó má  þar víðast hvar heyra að mönnum sárnar, að ekki skuli vera  skýr ákvæði um lögsögu Íslendinga innan 50 sjómílna hafsvæðisins. Í bátaútgerðarbæjunum er þetta mál hinsvegar  minna á dagskrá, og helst á  mönnum þar að heyra, að verulegar umræður hafi ekki orðið um samninginn. Verður því  ekki frekar fjölyrt um þá staði  hér á eftir.

       En víkjum þá sögunni fyrst  til Vestfjarða Að sögn fréttarit ara Morgunblaðsins á Ísafirði  eru útgerðarmenn og sjómenn  þar um slóðir yfirleitt mjög  mótfallnir samningnum og yfirleitt nokkurri tilslökun gagnvart Bretum. Hann taldi vafalaust, að þessi afstaða mótaðist  að einhverju leyti af atferli erlendra veiðiskipa á miðum  Vestfirðinga að undanförnu, og  vestfirskum sjómönnum þætti  súrt í broti, að skömmu síðar  skyldu vera gerðar tilslakanir  til handa erlendu skipunum.  "Þeir vilja herta gæslu, og  finnst blóðugt að horfa upp á 50  - 60 breska togara í vari undir Grænuhlíð, eins og var þar fyrir 2 - 3 dögum."

 

  Í framhaldi af þessu hafði  Morgunblaðið samband við  Guðmund Guðmundsson, formann Útvegsmannafélags Vestfjarða. Guðmundur kvað það  samdóma álit útgerðamanna og  sjómanna á Vestfjörðum, að  samningur við Breta væri  hreinasta hörmung, „skammarleg svívirða og hrein uppgjöf",  eins og hann orðaði það. Sérstaklega deildi Guðmundur á  þrennt í samningsgrundvellinum, og þá í fyrsta lagi á tímasetninguna á því hvenær veiði hólfið skyldi vera lokað. "Á  samningnum sýnist mér það  koma upp úr dúrnum, að Bretar hafa ráðið því hvenær svæði  ætti að vera lokað en ekki við og hafði okkur þó verið heitið  hinu gagnstæða. September ­ október er einmitt sá tími, þegar engan fisk er að fá á þessu  svæði", sagði Guðmundur.  Hann deildi einnig á það, að  ekki skyldi vera ákvæði í samningnum um rétt íslendinga til  lögsögu á hafsvæðinu kringum  landið, og. aðeins skuli vera.eitt  hólf lokað hverju sinni í stað  tveggja, eins og nauðsynlegt  væri. "Ég tel einsýnt og það  held ég, að sé álit okkar allra  hér um slóðir, að með samningnum verðum við fyrir mun  meiri erlendum togaraágangi,  en ef stríðið hefði haldið  áfram."

       Því næst snerum við okkur til  Harðar Guðbjartssonar, skipstjóra á Ísafirði. Hann kvað alla  skipstjóra á togskipunum vestfirsku vera sammála um, að of  langt væri gengið með þessum  samningsgrundvelli. Honum  sveið hvað mest, að gengið  skyldi að því, að hafa eitt svæði  lokað hverju sinni, þegar tvö  svæði væru algjört lágmark.  Hann var sammála Guðmundi  um, að samningurinn kæmi  harðast niður á Vestfirðingum,  sókn erlendra veiðiskipa yrði  lang mest á þeirra mið.

         Ágúst Pétursson, framkvæmdastjóri á Patreksfirði,  tók nokkuð í sama streng. Hann  sagði að vísu, að skoðanir  manna væru nokkuð skiptar á  Patreksfirði um ágæti samningsins, taldi þó að almennt  væri mjög hörð andstaða gegn  honum meðal allra sjómanna Vestfjarða. Hins vegar væru  allmargir útgerðarmenn, sem  þættust sjá, að þetta væri  kannski eini möguleikinn til  að ná settu marki, og hafa þá  fyrst og fremst í huga, að við  fáum yfirráðarétt yfir þessu  hafsvæði að lokum. Hann  kvaðst þó hafa heyrt marga  harma að við skyldum ekki  hafa fulla lögsögu við gæslu á  veiðum erlendu skipanna, heldur þurfa að sækja undir Breta i  þeim efnum. "Mönnum finnst  eins og þeir séu með því að láta  af hendi eitthvað, sem þeim ber  sjálfum, og þannig er þetta um  leið orðið sjálfstæðismál landsmanna, " sagði Ágúst.

Fréttaritari Morgunblaðsins  á Sauðárkróki taldi, að þar  fögnuðu allir hugsandi menn  þessum samningi.

 En við annan  tón kvað á Siglufirði. Fréttaritari  Mbl. Steingrímur Kristinsson, sagði, að menn á togskipinu þar væru mjög heitir út  af þessu máli og hið sama gilti  um flesta bæjarbúa, er störfuðu við sjávarsíðuna. Kvað  hann samningsgrundvöll ríkisstjórnarinnar hafa valdið mjög  miklum vonbrigðum. Teldu  menn, að úr því sem komið va  og eftir sjóræningjaframkomu  Breta á miðunum, hefði verið  af og frá að setja fram nokkrar  tilslakanir þeim til handa. "Ég  held að það þýði ekki mikið  fyrir breskan togara að koma  hingað inn til hafnar til að fá  þjónustu. Hann yrði ekki afgreiddur."

Fréttaritari Morgunblaðsins  á Neskaupstað kvað þar skiptar  skoðanir meðal manna um  samningsgrundvöllinn. Sumir  segðu, að ekki hefði verið neitt  vit i öðru en að semja úr því  sem komið var, en svo væri  aðrir aftur gallharðir og segðu,  að ekkert hefði átt að semja,  þar sem nú færi vetur í hönd og  Bretarnir hefðu þá orðið tilneyddir að gefast upp. Helsta  röksemd þessara mann gegn samningi væri gjarnan framferði bresku togaranna og varð  skipanna., sem væri slíkt að  ekki verðskuldaði samninga af  neinu tagi. „Almennt held ég,  að menn séu sérstaklega uggandi út af einu atriði í samningnum, en það er lögsagan.  Menn velta því fyrir sér hvernig hún verði túlkuð, hvernig  fari ef breskt eftirlitsskip neiti  að viðurkenna staðarákvörðun  Íslensks varðskips. Þarna  hefðu menn kosið skýrt ákvæði  um rétt Íslensku varðskipanna.  "Hann kvaðst þó telja, að fleiri  væru inn á því að semja en hið  gagnstæða, þó að fæstir væru  að öllu leyti ánægðir með  hvernig samið væri.

         Þá fór fréttaritari Morgunblaðsins í Keflavik á stúfana,  tók sjómenn tali og símaði síðan eftirfarandi: "Eftir að hafa  gengið um bryggjur og farið  um borð í skip hér í Keflavík,  virðist mér mjög þungt hljóð í  sjómönnum. Voru þeir allir  nokkuð sammála um að samningar við Breta næðu engri átt:  "Ræningjar á sjó eða landi eiga  ekki að komast fyrirhafnarlaust út úr sínum viðjum".  Sagði einn þeirra, sem ég átti  tal við. Og annar sagði: "Ég  held, að það hefði aldrei átt að  gera neina samninga við Breta,  heldur standa á okkar rétti, því  að við eigum landið og sjóinn."  Þannig var hljóðið í sjómönnum fiskiflotans í Keflavik."

    Jákvæð rödd heyrðist hins  vegar á Akranesi. Fréttaritarinn þar kvaðst telja, að flestir  væru fylgjandi því að semja við  Breta úr því sem komið væri.  Menn vildu heldur samninga  en stríð.