Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Tankur á ferð 5 skip með yfir 10 þús. Skíðalandsmótið Skíðamót ´73 Úrslit, landsmótsins Halldór Matthíasson Haukur Jóhannsson Margrét Baldvinsdóttir Hafsteinn Sigurðsson Steingrímur / Rögnvaldur Íslenskur sigur Næsta landsmót Sviptingar á Skarðsmóti Óánægja á Vestfjörðum Hafliði kveður, ofl

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Miðvikudagur 13. júní 1973 Frásögn: ókunnur blaðamaður Morgunblaðsins. Ljósmyndir: Steingrímur

Sviptingar á Skarðsmótisem fram fór á Siglufirði um helgina -- Akureyrarstúlkurnar þó í  sérflokki

Þótt liðnar séu nokkrar vikur af sumri og eftir almanakinu ætti sólbað að vera eðlilegra en skíðakeppni, brugðu bestu skóiðamenn landsins sér þó norður til  Siglufjarðar til keppni í hinu árlega Skarðsmóti um helgina.

Sigurvegarar í svigkeppninni: Jóhann Vilbergsson (þriðji) Hafsteinn Sigurðsson (sigurvegari) og Jónas Sigurbjörnsson (annar)

 Veður var einnig vel  til skóiðaiðkana fallið víða um land, en þó var sums staðar jafnvel of kalt fyrir skíðamenn. Á Siglufirði var hið ágætasta veðurr báða mótsdagana, laugardag og á  hvítasunnudag,en þegar aðkomukeppendur yfirgáfu Siglufjörð um hádegi á annan í hvítasunnu  var hvítt niður í miðjan bæ.

Akureyrarstúlkurnar voru sigursælar á Skarðsmótinu. Sigurvegarar í stórsvigi: Margrét Vilhelmsdóttir, Margrét Baldvinsdóttir og Guðrún Frímanssóttir

Í kvennaflokkunum voru Akureyrar stúlkurnar næstum í sérflokki en  í karlaflokknum voru meiri sviptingar.. Siglfirðingar komust þó ekki á blað meðal efstu manna  og þeim tókst heldur ekki að sigra i knattspyrnukappleik, sem fram fór að skíðakeppninni  lokinni, þar sem annar staðar fóru aðkomukeppendur með sigur af hólmi. Fótboltaviðureigninni  lauk með tapi heima.manna 0:1

Haukur Jóhannsson, Akureyri hampar hér "punktabikarnum 1973", en Haukur sigraði í 7  punktamótum af 12 mögulegum á árinu.

Keppt var í stórsvigi á laugardaginn og grófst brautin mjög fljótt, þannig að útilokað var  fyrir þá sem höfðu há rásnúmer að gera sér vonir um verðlaunasæti .

Alls voru þeir 12 sem  féllu alveg úr leik. Haukur Jóhannsson var í nokkrum sérflokki og hafði 2ja sek. betri tíma en  næsti maður sem var Árni Óðinsson, þriðji varð Hafssteinn Sigurðsson frá Ísafirði og fjórðu manneskju. "Skíðadrottningin" Margrét Baldvinsdóttir, sem vann  þrjú gull á landsmótinu, kom fyrst í mark, en með litlu lakari tíma voru þær Guðrún  Frímannsdóttir, Margrét Vilhelmsdóttir og Sigrún Grímsdóttir.

Svigbrautirnar voru tvær, lagðar af Hjálmari Stefánssyni, og var greinilegt að þær voru mun  erfiðari en keppendur áttu von á. Bæði Haukur Jóhannsson og Árni Óðinsson keyrðu út úr og  misstu því af lestinni,  Akureyringum til mikilla von brigða. Hafsteinn Sigurðsson sigraði nokkuð örugglega í  sviginu en númer tvö og þrjú  urðu þeir Jónas Sigurbjörnsson  og Jóhann Vilbergsson úr  Reykjavík, sem enn virðist í  fullu fjöri.

Margrét Baldvinsdóttir var  næsta öruggur sigurvegari í  kvennaflokki og nú seinni hluta "vetrar" hefur hún verið íalgjörum sérflokki ílenskra skíða  kvenna . Grimmileg barátta var  um annað sætið og svo fór að  þær Áslaug Sigurðardóttir og  Margrét Vilhelmsdóttir fengu sama tíma

Í kvennaflokknum var grimmileg keppni á milli fjögurra stúlkna og ekki munaði nema einni  sekúndu á fyrstu

Að loknum knattspyrnuleiknum, á milli keppanda frá Siglufirði og aðkomukeppanda, sem endaði 1:0, fór  fram verðlauna-afhending fyrir  báðar "fótmenntirnar".

     Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg  sá um framkvæmd mótsins, en  mótsstjórn skipuðu þeir Bjarni  Þorgeirsson, Freyr Sigurðsson og Guðmundur Árnason.

ÚRSLIT:

Stórsvig karla

 

Haukur Jóhannsson, Ak       80,92 

Árni Óðinsson, Akureyri      82,13 

Hafsteinn Sigurðsson, Ísaf.   84,02 

Einar Hreinsson, Ísafirði.      86,29 

Jónas Sigurbjörnsson.Ak.    86,46

 

Alls voru 37 keppendur skráðir til leiks, en. sjö mættu ekki,  brautin var 1500 metrar, hlið 50  og fallhæð 450 metrar.

 

Svik karla

      

Hafsteinn Sigurðsson Ísaf.    107,62  Jónas Sigurbjörnsson Akur. 110,17

Jóhann Vilbergsson, Reyk.   110,50

Björn Haraldsson, Húsavík  112,87

Viðar Garðarsson, Akureyri 113,98

Guðjón I Sverrisson, Reyk   114,65

 

Fyrri brautin var 57 hlið og fallhæð 220 metrar, seinni brautin var 60 hlið og sama fallhæð.

Stórsvig kvenna           

                      

Margrét Baldvinsdóttir, Ak   59,92

Guðrún Frímannsdóttir, Ak i 60,25

Margrét Vilhelmsdóttir, Ak   60,85

Sigrún Grímsdóttir, Ísafirði    60,90

Áslaug Sigurðardóttir Reyk. 62,00

Margrét Þorvaldsdóttir,Ak   64.80

 

Brautin bar 1000 metrar, hlið 32 og fallhæð 350 metrar

 

Svig kvenna  

Margrét Baldvinsdóttir,Aki  91,55

Áslaug Sigurðardóttir, Rey . 92,89

Margrét Vilhelmsdóttir, Ak  92,89

Guðrún Frímannsdóttir, Ak  94,05

Hrafnhildur Helgadóttir,Rey 100,17

Margrét Þorvaldsdóttir, Ak 101,23

 

Brautin var 45 hlið og fallhæð 180 metrar      

 

Alpatvíkeppni karla , stig  .

             

Hafsteinn Sigurðsson, Ís      23,78

Jónas Sigurbjörnsson, Ak    54,62

Björn Haraldsson, Húsavík. 77,09

Guðjón I. Sverrisson, Rey . 77,44

Einar Hreinsson, Ísafirði      82,90

Valur Jónatansson, Ísafirði  83,87

 

Alpatvíkeppni kvenna     stig.

Margrét Baldvinsdóttir,Aki    0,00

Guðrún Frímannsdóttir,Ak   19,00

Margrét Vilhelmsdóttir,Ak   19,01

Áslaug Sigurðardóttir,Reyk. 31,69

Margrét Þorvaldsdóttir,Ak 107,68

Áslaug Sigurðardóttir Rey.   62,00 

Margrét Þorvaldsdóttir,Ak . 64.80

 

Brautin bar 1000 metrar, hlið 32 og fallhæð 350 metrar