Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Tankur á ferð 5 skip með yfir 10 þús. Skíðalandsmótið Skíðamót ´73 Úrslit, landsmótsins Halldór Matthíasson Haukur Jóhannsson Margrét Baldvinsdóttir Hafsteinn Sigurðsson Steingrímur / Rögnvaldur Íslenskur sigur Næsta landsmót Sviptingar á Skarðsmóti Óánægja á Vestfjörðum Hafliði kveður, ofl

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

 Bland dagsetninga, 1973  Fréttir og ljósmyndir: Steingrímur

Togarinn Hafliði kveður.  --  Mikill afli.. -- Notuðu sömu tækni. -- Stálvík með spænsku... -- ... enginn póstur. --  Milöy í slipp -- Snjóflóð í  Siglufirði.

=======================================Guðinn

Hafliði kveður   Siglufirði 9 júní. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi mynd sýnir er togarinn Hafliði frá Siglufirði lagði upp í sína síðustu ferð frá Siglufirði 9.  júní sl. dreginn af dráttarbátnum  Goðinn. Togarinn hefur legið inni á Siglufirði í nær hálft annað ár, en hefur nú verið seldur til niðurrifs í "brotajárn". sumum  Siglfirðingum mun léttir að brottför togarans, en hann hefur haldið dýrmætu plássi í höfninni  þennan tíma sem hann hefur legið hér, fyrir utan allar áhyggjurnar.

Steingrímur.

Mikill afli  berst til  Siglufjarðar  

Gömlu síldarþrær. SRN og SR30. Verið er að breyta þeim í eina stóra loðnuþró, sem taka mun um 4-5 þúsund lestir

Siglufirði 8. ágúst

 Talsverð atvinna hefur verið hér að undanförnu, en aðalega má þakka það góðum afla fyrir Norðurlandi. Hafa margir aðkomubátar losað hér, þar .sem  ekki hefur verði hægt að vinna  aflann í heimahöfnum bátanna  vegna þess, hve mikið hefur borist þar á land. Einnig hafa Siglufjarðarbátarnir aflað mjög vel.

Þormóður rammi hf. hefur  hafið undirbúning að byggingu  nýs frystihúss, og er vonast til  að fyrsti áfangi verði fokheldur  fyrir haustið. Síldarverksmiðjur ríkisins eru  m a. að breyta gömlum síldarþróm í eina stóra loðnuþró og  fleira er fyrirhugað til móttöku  á loðnu fyrir næstu vertíð. ---  Aðeins eitt hús er i byggingu  hér nú, en unnið er að frágangi  fjögurra, sem reist voru á síðasta ári. --- Unnið er að uppsetningu véla  í verksmiðju Húseininga h.f. og  fleira mætt telja. -   SK

================================

Notuðu sömu  tækni á Siglufirði

Siglufirði 7. nóvember.

Í SJÓNVARPINU í kvöld kom  það fram í viðtali við Gunnar  Hannesson ljósmyndara,  varðandi sýningu á litskuggamyndum í Kjarvalsstöðum, að  hann vissi ekki betur, en þetta  væri i fyrsta skipti, sem slík  sýning færi fram hérlendis á  litskuggamyndum..

Rétt er að geta þess, að vorið  1965 var hér á Siglufirði ljósmyndasýning á vegum Æskulýðsheimilisins og þar sýndu  um leið þrír áhugamenn, um  1500 litskuggamyndir  stanslaust meðan sýningin stóð  yfir. Voru myndirnar sýndar í  gegnum stórt matt gler en skyggnuvélin var  í öðru herbergi.  - Steingrímur.

==================================

Stálvík með  spænsku veikina

Siglufirði - 20. desember.

  NÝI skuttogarinn Stálvik,  smíðaður hjá samnefndri  skipasmíðastöð í Garðahreppi,  kom hingað til hafnar á þriðjudag með um 70 tonn eftir 5 daga veiðiferð, sem verður að  teljast gott.

Togarinn fór út aftur um sjö  leitið í gærkvöldi, en kom inn  aftur þremur tímum seinna, og  segja gárungarnir, að ástæðan  sé sú, að hann hafi fengið  "spænsku veikina". Vist er, að  vatnsleiðslur sprungu um borð  í skipinu svo að flæddi inn í  íbúðir og; eldhús. Voru leiðslur  þessar algerlega óeinangraðar  og er engu líkara en skipið hafi  verið smíðað fyrir suðurhöf  fremur en norðurhjara  veraldar. Ljóst er, að viðgerð  mun taka töluverðan tíma. - ------ Steingrímur.

==================================

7 ferðir en enginn  póstur

Siglufirði 21. desember. 

EFTIR alllangan óveðurskafla  gerði blankalogn og blíðu í  gær, sem Flugfélagið  Vængir notaði sér- til hins  ýtrasta og flaug alls 7 ferðir  hingað með alls 105 farþega,  sem mun vera met á einum degi  - að ótöldum miklum vörusendingum. það sem Siglufirðingum þykir einkennilegt, bæði  við þessar ferðir og undanfarnaar ferðir á síðastliðnu ári, er, að  póstþjónusta virðist ekki  treysta þeim fyrir pósti hingað.  - Steingrímur.

===========================================

Siglufirði 7. ágúst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sjáum við norska hvalfangarann Milöy í slipp á Siglufirði. Viðgerð á skipinu er nú lokið og hélt það út í fyrradag.

Snjóflóð í  Siglufirði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Siglufirði 19. desember.

     Myndin sýnir rústir hænsnabús sem snjóflóð olli, er  féll við suðurjaðar  Siglufjarðar-kaupstaðar og tók með sér barnaleikskóla og hænsnabú, en aðeins  munaði þremur metrum, að  flóðið lenti á íbúðarhúsi, þar sem búa hjón með tvö börn.  Haft er eftir hjónunum, að þau  hafi í fyrstu haldið að fjallið  væri að falla á húsið, svo mikill  var skruðningurinn frá flóðinu.  Barnaleikskólinn stóð ónotaður, því að hann var aðeins rekinn að sumarlagi. Gjöreyðilagðist skálinn. Þá tók flóðið með sér gamla netaverkstæðið,  sem nú var notað sem hænsnabú, og gjör eyðilagði það einnig. Í því voru  um 5-600 hænsni og tókst að  bjarga um 300 þeirra. Þá lenti  flóðið á bílskúr með allmörgum  bílum í, en vegna þess, hve  skúrinn stóð lágt, lagðist flóðið  yfir hann og varð þar ekkert  tjón. Flóðið er um hálfur km á  lengd Og liggur á um 200 metra  breiðu svæði.