Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Barnaskóli ´63 Skíðamót 1964 Blanda Við höfnina (1) Við höfnina (2) Húseiningarhús

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

fimmtudagur 31 október 1974

 

 

Húseiningar hf. hafa nú reist sitt fyrsta einingarhús úr timbri að Fossvegi 23  hér í bæ. Tók það fyrirtækið rétt rúma 2 daga að reisa húsið, það er, gera það  fokhelt.

Stærð hússins er 109 fermetrar að flataramáli á tveim hæðum, nánar tiltekið  stór stofa, 3 herbergi, eldhús og bað á hæðinni, ásamt bílskúr, geymslu,  kyndingu, 2 herbergjum og leikgangi í steyptum kjallara.

Verð timbureininganna, þe. útveggir, þak og innveggir með öllum hurðum er  2,1 milljónir króna, en áætlað heildarverð hússins er tæplega. 5,6 milljónir króna og  þá fullbúið að "öllu leyti" og tilbúið til íbúðar. Bjarni Þór Jónsson, bæjarstjóri,  mun eiga að búa í þessu húsi og flytur hann í það á næstunni.

Um síðustu helgi voru hér staddir fulltrúar frá Húsnæðismálastjórn og Rannsóknarstofnun  byggingariðnaðarins til þess að skoða og "taka út" húsið. Fundu þeir ekkert  athugavert við gerð og frágang þess, sem lokið er og telja að fyrirtækið eigi  framtíð fyrir sér. Er þess nú loks að vænta, að yfirvöld viðurkenni formlega þá  byggingaraðferð, sem hér er viðhöfð.