Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Barnaskóli ´63 Skíðamót 1964 Blanda Við höfnina (1) Við höfnina (2) Húseiningarhús

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

 

  mánudagur 23. desember 1963

Barnaskóli Siglufjarðar 80 ára

Barnaskóli Siglufjarðar var stofnsettur í des. 1883. Var fyrst kennt í lítilli stofu í litlu tómthúsbýli,  sem þá hét Búðarhóll, við fremur léleg og fátakleg skilyrði.

Fyrsti skólastjóri var Helgi Guðmundsson, þáverandi héraðslæknir. Þegar leið að síðustu  aldamótum var litla stofan í Búðarhóli orðin ofsetin vegna vaxandi barnafjölda. Var þá ráðist í að byggja timburhús við Aðalgötu, þar sem nú stendur pósthúsið.

Fljótlega úr aldamótum byrjaði innflutningur fólks í bæinn í atvinnuleit, börnum fjölgaði ört, svo  fyrirsjáanlegt var, að á næstu árum væri litla timburhúsið ófullnægjandi og mynd.i ekki fullnægja þeim kröfum, sem þá var farið að  gera til barnfræðslu í landinu.

Árið 1913 var hafist handa með byggingu stærra skólahúss úr varanlegu efni, sem valinn var staður þar sem það nú stendur. Á þessu húsi hafa á síðari árum farið fram miklar breytingar, kennslurými stækkað ma. og má það nú teljast með veglegustu skólahúsum.

 

Þau fluttu þætti úr sögu og lífi skóla síns á 80 ára afmælinu

Hlöðver Sigurðsson núverandi skólastjóri, sem með þessu skólaári hefur verið 20 ár skólastjóri Barnaskóla Siglufjarðar.

 

Þessara merku atburða, var minnst með samkomu í Siglufjarðarkirkju, 18.desember sl.

Skólastjórinn, Hlöðver Sigurðsson, setti samkomuna og stjórnaði henni. Aðalræðuna flutti  formaður fræðsluráðs, Baldur Eiríksson rakti hann sögu barnafræðslu og skólahalds hér á landi frá fyrstu tíð, og endaði með sögu barnafræslu í Siglufirði.  Var ræðan sérstaklega fróðleg og mjög ítarleg.

Þá flutti Andrés Hafliðason, fyrrverandi form. skólanefndar, minningar frá bernskuárum  barnafræðslunnar hér í bæ og bar að nokkru saman þau skilyrði, sem þá var búið við og þau  sem nú eru.

Sex börn úr tólf ára bekk fluttu þætti úr lífi og sögu barnafræðslunnar og minntust ýmsa  látinna manna í skólamálum á ýmsum tímum, og brugðu upp allskýrri mynd af þeim svip, sem  þeir höfðu, hver á sínum starfstíma við skólann, sett á barnafræðsluna hér í bæ Þessir þættir voru sérlega vel samdir, vel fyrir komið og var flutningur barnanna mjög góður.

Heillaskeyti allmörg bárust til skólans, svo sem frá fræðslumálastjóra o.fl. Voru þau lesin upp. - Þá voru skólanum færðar gjafir. Frú Þorfinna Sigfúsdóttir gaf stækkaða mynd af Guðmundi  Skarphéðinssyni, fyrrverandi skólastjóra. Tólf ára börn gáfu stækkaða mynd af núverandi  skólastjóra. Hlöðver Sigurðssyni. Skólastjórinn þakkaði..

 

 

Baldur Eiríksson, formaður fræðsluráðs rakti sögu barna-fræðslu og skólahalds frá fyrstu tíð

Andrés hafliðason fyrrverandi formaður skólanefndar, flutti minningar frá bernsku barnafræðslu hér í bæ.

Bæjarstjórinn Sigurjón Sæmundsson, flytur ávarp sitt

 

 

 

 

 

Milli erindaflutnings og  upplestraþátta barnanna, voru sungin lög eftir séra Bjarna  Þorsteinsson o.fl. Þar var sungið lag eftir Tryggva Kristinssona, organleikara, sem lengi var  söngkennari . við skólann. Sönginn fluttu skólabörn 9-12 ára, við undirleik nokkra manna úr Lúðrasveit Sigluf jarðar.

Að aflokinni athöfninni í kirkjunni van gengið til skólahússins. Þar flutti sóknarpresturinn, séra  Ragnar Fjalar Lárusson ræðu og Lúðrasveit Siglufjarðar lék nokkur sálmalög, undir stjórn  Gerhards Schmidt.

Báðar samkomurnar fóru mjög virðulega og myndarlega fram, þeim til mikils sóma, sem að  stóðu, sérstaklega þó Hlöðver Sigurðssyni skólastjóra, sem bar allan hita og þunga þessarar  afmælishátíðar.

 

 Séra Ragnar Fjalar Lárusson flutti vígsluávarp í barnaskólanum