Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Barnaskóli ´63 Skíðamót 1964 Blanda Við höfnina (1) Við höfnina (2) Húseiningarhús

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

fimmtudagur 5. desember 1974

Grein 2, við höfnina: Steingrímur Kristinsson

Við höfnina

Góðar undirtektir

Ég get að sumu leiti verið ánægður með þær undirtektir sem síðasti pistill minn  "Við höfnina" fékk. Því engar hefi ég heyrt skammirnar, ég segi heyrt og er  ég því ekki, með því að fullyrða að enginn hafi bölvað mér, því eins og flestir vita, þá  eru allt of margir meðal okkar sem ekki kæra sig um að sá sem þeir bölva heyri  til, því sumum verður á að "krydda" bak-nagið, þannig að ekki er auðvelt að  standa við sumt sem sagt er, - en nóg um það.

Skipstjórinn á Sigluvík þakkaði mér fyrir þær ábendingar sem hann vörðuðu  og hafur beðið um að smíðuð yrði trappa, er taka á við, er landgangi sleppir  niður á þilfar. Og byrjað er, amk. að teikna breytingu þá, sem fyrirhugað er, á  ólöglegum lestaropsútbúnaði Sigluvíkur, en útbúið hefur verið bráðabyrgða  "handrið", til öryggis við lestaropið.

Dagný hefur aldrei, svo ég muni, verið bundin eins vel við bryggju, eins og  síðast þegar ég landaði úr henni. Skipið lá þétt við bryggjuna þannig að mús  hefði varla komist á milli hvað þá maður, getað dottið niður á milli skips og  bryggju samt var mikil hreyfing við bryggjuna og all hvasst af norðan. Þannig er  best að binda skipin til varnar slysum - og einnig kemur til góða, að það  auðveldar og flýtir löndun þegar skipið er fast við bryggjuna.

Þá hefur landgangurinn verið lagfærður hjá Þormóði Ramma þannig að böndin  ná nú lengra inn á þilfarið svo hægt er að halda sér í, en það mundi enn betur bæta  ef uppistöðurnar yrðu festar betur.

Slysagildrur

En meira er ógert en gert - vatnsbrunnarnir eru enn tilbúnir til ."slysaveiða" og svipuð óhreinindi eru á Hafnarbryggjunni og verið hafa og ekki má gleyma stóra drullupollinum sunnan við  Slippinn. Þann poll ætti ef til vill heldur að flokka undir slysagildru, gildru sem  óbeint gæti valdið dauða. - Hvernig? - Jú, vatn skvettist og bleytir bremsubúnað  bifreiða, aðallega þó minni bifreiða. Bifreiðarnar verða bremsulitlar, jafnvel  bremsulausar um tíma, svo getur allt frosið fast þegar frost eru. Um þetta eru  ótal dæmi.þó ekki hafi, svo vitað sé, orðið slys af völdum þess, - ennþá að  minnsta kosti. En pollurinn hlýtur að fara á næstunni, því aðeins nokkrar vikur eru síða  Hafnarnefnd samþykkti að fela verkfræðingi bæjarins að fjarlægja hann.  

Hættulegar raflagnir

Enn ein gildra er til, sem þó ekki er stöðugt fyrir hendi, en nokkuð oft  þó. Sú gildra er oft lögð fyrir vegfarendur á Hafnarbryggjunni, svona svipað og  sjómaðurinn leggur sína fiski línu. Enda er þessi gildra einskonar "lína" þó ekki  sé með krókum á, heldur er þetta rafmagnslína, eða línur, sem oft þurfa að  liggja þvers og kruss til að hægt sé að þjóna til viðgerða, bátaflotanum sem í höfninni liggur.  Þessar 220 v rafmagnslínur liggja á bryggjunni og yfir þær keyra bílar fram og  aftur, á keðjum og nagladekkjum. kaplarnir merjast og keðjurnar gera göt á þá  og kaplarnir "leka".

 Við skulum ímynda okkur smá þátt hins "daglega" lífs: Það  er rigning, en samt indælt veður, logn og hiti. Stúlkurnar á Barnaheimilinu  leggja af stað með um tuttugu börn í göngutúr, eins og þær gera svo oft. Það er  ánægjulegt að sjá og fylgjast með þessum hóp á ferð sinni. Þau halda öll í  langan snærisspotta og ganga í "halarófu". Þau hafa oft farið áður niður á  Hafnarbryggju og óafvitandi glatt augu þeirra sem séð hafa og nú eru þau  komin einu sinni enn. Óafvitandi um hættu, leiðir barnagæslan hópinn. Öll  halda þau í blautan snærisspottann, eitt barnið sér eitthvað skrítið á  bryggjunni, beygir sig niður til að skoða það betur, tekur í það, þetta er bréf sem  liggur á rafmagnskapli........

Ég ætla ekki að rekja þessa sögu lengra, til að benda á hvað gæti hafa skeð ef  gat eða leki væri á rafamagnskaplinum - blautum, með 220 volta spennu á, sem  "halarófa" af börnum, eða bara verkamaður sem þyrfti að  færa hann til. Þetta ástand þarf að bæta.

Skip fái rafmagn úr landi

 Og um leið að gera bátum og togurum færi á að  hvíla vélar um borð og spara með því dýra olíu þegar komið er að landi og legið í  höfn. Það þarf að ganga þannig frá, að bátar og togarar hafi sína rafmagnstaug og vélstjórarnir geti stungið sínum köplum í samband við straum  úr landi

Þetta tíðkast víða erlendis til dæmis í stærstu fiskihöfn Frakka í Boulogne. Þar  eru togararnir svipaðrar stærðar og okkar, nema margfalt fleiri. Þegar þeir koma í höfn í Boulogne þá eru eins  og allsstaðar, hásetarnir tilbúnir með landfestar, en þar eru vélstjórarnir líka  tilbúnir með sína "enda" eða rafmagnskapal sem fer í land um leið og skipið er  komið að bryggju og er stungið í einn tengil í landi sem hverju skipi er ætlaður og drepið á öllum  dieselvélum um borð. Í þeirri höfn heyrist ekki vélarhljóð um borð í skipunum er  þau liggja við festar. Þetta hefi ég sjálfur séð.

 Ánægjuleg þróun

Það er ánægjuleg þróun sem orðið hefur í bátaútgerð og útgerð yfirleitt hér á  Siglufirði. Flotinn hefur vaxið talsvert eins og allir vita, bátarnir sem gert hafa út  á línu hafa fiskað mjög vel þegar gefið hefur á sjóinn, frekar tregt, var þó hjá  færabátum s.l. sumar en oft er það ótrúlega stór hluti aflans sem á land kemur,  frá þeim.

Selvík í viðgerð

Selvík hefur verið til lagfæringa og endurbóta fyrir .sunnan, og er unnið að því  að gera bátinn sem best úr garði, ma. skipt um og endurbætt allt rafkerfið um  borð og vélakramið tekið í gegn ofl. Nokkrar tafir hafa orðið í verkinu - m.a.  vegna bruna sem varð hjá verkstæðinu sem annast verkið - svo og manneklu.  En von er til að Selvík hefji róðra upp úr nk. áramótum.

Aflafréttir

Aflinn á Siglufirði í nóvember 1974.

Skipsnafn

Stálvík

Sigluvík

Dagný

Tjaldur

Dagur

Sæunn

Hjalti

Farsæll

Hringur

Dan RE

Þórsnes

Kópur

Viggó

Jökull

Guðrún  Jónsdóttir

Aldan

Jökultindur

Berghylur

5 trillur

veiðarfæri

togvarpa

togvarpa

togvarpa

lína

lína

lína

lína

lína

lína

lína

lína

lína

lína

lína

lína

dragnót

lína

lína

lína

sjóferðir

--

--

--

19

18

8

13

9

6

7

5

 tonn

149

141

15

128

103

31

27

13

8

5

4

6

6

3

6

15

8

6

5

                                                           Samtals 679 tonn

Gæftir voru sæmilegar í nóvember.

Dagný seldi í Englandi 28. nóvember. 100 tonn fyrir 8.8 milljónir

Sæunn var vélarbiluð  frá 17. nóvember. Viðgerð er nú lokið. 

Birt í Mjölni 11. desember:  1974

Að gefnu tilefni

Vegna skrifa Steingríms Kristinssonur í þættinum "Við höfnina" í síðasta  Siglfirðingi, var kannaður útleystibúnaður rafbúnaðar, ,sem notaður er við  viðgerðir og ísingu skipa, á Hafnarbryggjunni.

 Fyrir viðkomandi raflögnum er 63.  Ampera lekastraumrofi, sem Rafveita Siglufjarðar óskaði eftir að settur yrði sem  útleysisvörn fyrir 2 árum síðan.

 Rofi þessi var prófaður í dag í báðum  tengitöðum notendanna og var í ágætu lagi og vann eðlilega.

 Hætta sú sem  Steingrímur setur á svið í sinum annars ágæta þætti, er ekki fyrir hendi hvað  þetta áhrærir, en rétt er að hvetja menn sem umgangast viðkomandi  lausataugar, til varfærni. og þess sé ávalt gætt, að tæki. sem notuð eru séu vel  jarðtengd.

 

Siglufirði, 6. desember 1974,

Sverrir Sveinsson

 rafveitustjóri

Arnar Ólafsson

eftirlitsmaður