Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Bíóumsagnir, auglýsingar Ritstjóragrein um bíó Bíó Café, bjór ofl. Kvikmyndir og börnin Bíó "hús" í kirkjunni ? Bíófréttir-auglýsingar Siglufjarðarbíó Ráðhúsbíó? Óregla í Nýja Bíó Myndir - ferðalög

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Bíó-Saga Siglufjarðar: Ritstjórnargrein

Úr Vikublaðinu

Fimmtudagur 2. mars 1933

[Ritstjóragrein]

Kristinn Guðmundsson, sýningarstjóri og ráðsmaður við Siglufjarðar-Bíó, virðist hafa móðgast mjög af  hógværi umsögn um Bíó í síðasta blaði Einherja, þar sem þess var getið, að  mistök hefðu orðið á sýningu á myndinni: "Presturinn í Vejlby" og skrifar hann  um þetta alllanga grein í síðasta blað Siglfirðings.

Kristinn mótmælir því harðlega, að myndin hafi slitnað, en játar að hann hafi  stoppað sýninguna vegna bilunar á vélunum. Það þar meira en litla  óskammfeilni til að halda því fram, að sýningin hafi ekki stoppast nema einu  sinni, um það geta margir tugir manna borið vott, að hún var stoppuð oft, því  miður taldi ég ekki hvað oft.

 Um ástæðurnar fyrir þessu stoppi skal ég ekki  þrátta við Kristinn, það skiptir ekki svo miklu máli,ástæðurnar hafa getað verið  margar, meðal annars að hann hafi sofnað út frá vélinni, en frá því kemst hann  ekki, að sýning myndarinnar var hin hörmulegasta, játar hann það einnig í grein  sinni, er hann segir að bæði hafi vélarnar og talmyndatækin bilað á meðan á  sýningunni stóð.

Kristinn dregur í efa að klukka mín hafi verið rétt, er ég minntist á að sýningar  byrji ekki á réttum tíma. Mín klukka var þá, eins og jafnan, sett eftir  útvarpsklukku og var því ábyggilega rétt.

Skal ég í þessu sambandi geta þess,  Kristni til maklegs heiðurs, að hann hefir bætt ráð sitt og síðastliðið  sunnudagskvöld byrjaði hann sýningu á nákvæmlega réttum tíma. Hafa þessar  fáu línur í Einherja ekki verið til ónýtis skrifaðar fyrst þær höfðu svona bætandi  áhrif.

Ummæli mín í Einherja orðaði ég svo vægilega sem mér var frekast unnt. Ég  hefi enga ástæðu til að ybbast við Kristinn Guðmundsson, hann á minnsta sök á  því sem aðfinnsluvert er við Bíó hér. En það munu margir vera á því máli. að  nokkuð skorti á, að fullsæmilegt sé það sem fólki er látið í té á Bíó hér, hvort  sem eru myndir, taltæki, sæti eða þrifnaður.

 

Að endingu get ég ekki stillt mig um að minnast á þá hlægilegu fjarstæðu, að  ég hafi ekki þorað að setja nafn mitt undir umræddar línur, er stóðu í  bæjarfréttum.

Í fyrsta lagi mun það hvergi þekkjast að ritstjórar blaða setji nafn  sitt undir bæjarfréttir og í öðru lagi, getur tæplega verið ástæða til þess fyrir mig, að vera  hræddur við Kristinn Guðmundsson.

En svo að hann sé ekki i neinum vafa um  við hvern hann á, get ég gert honum þann greiða að setja nafn mitt hér undir.

Hannes Jónasson.

Í greininni er talað um "Siglufjarðarbíó", en þar er átt við Nýja Bíó