Gísli Elíasson fv. verksmiðjustjóri SREggert Theódórsson fv. lagestjóri SRÓkunn blómarós hjá SRStrákagöng við SiglufjörðFrá vígslu KFS 1966Togarinn Hafliði og GoðinnHaförninn "fastur í ís"

Bíóumsagnir, auglýsingar Ritstjóragrein um bíó Bíó Café, bjór ofl. Kvikmyndir og börnin Bíó "hús" í kirkjunni ? Bíófréttir-auglýsingar Siglufjarðarbíó Ráðhúsbíó? Óregla í Nýja Bíó Myndir - ferðalög

Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu

Til forsíðu
Til baka

>LEITARVÉLIN

Hafðu samband:

Póstfangið mitt

Gefðu mér upplýsingar um nöfn sem mig vantar

Bíó-Saga Siglufjarðar: Bíófréttir og auglýsingar

Úr Vikublaðinu

1935-1944

 

10 janúar: Frétt.

"Nær og fjær"

Nýja-Bíó hér, sýndi um nýárið afbragðsgóða mynd er heitir "Drengurinn  hennar", Þessa er getið hér vegna þess, að óvanalegt er að sjá hér reglulega  góðar myndir. Mun það að vísu vera líkt hér í Siglufirði og annarstaðar á  landinu, en það er ódæma rusl, yfirleitt. sem landsmönnum er boðið í þessu  efni. Væri ekki vanþörf á að þar væri eitthvað tekið í streng og væri þar nokkurt  verkefni fyrir hið nýkosna menntamálaráð.

Einherji 22. ágúst 1935

 

Einherji 10. október 1935

Einherji, 6. desember 1935

Einherji 22 maí 1936

Einherji 5. júní 1936

Einherji 10. september 1936

Einherji 19. febrúar 1943

Úr öllum áttum.

Bæjarrekstur kvikmyndahúsa.

Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur  4. febrúar s.l. var samþykkt. með 8 atkvæðum gegn  7 tillaga um að taka rekstur Gamla og  Nýja Bíó í hendur bæjarins. Jafnframt  Var ákveðið að verja tekjum þessara  kvikmyndahúsa til mannúðar- og  menningarmála. Háskólinn fær eftir  sem áður að halda áfram rekstri Tjarnarbíós. Hvað segja menn um bíó hér?  Væri þar ekki þörf á einhverri breytingu?

 

Einherji 10 ágúst 1944

 

Neisti, 9. nóvember 1940

 

"Borgarvirki"

Það er oft sagt - og því miður með nokkrum rétti að hér séu að jafnaði sýndar ákaflega lélegar kvikmyndir.

En þrátt fyrir þá niðurlægingu, sem ríkir í þessu efni, kemur þó fyrir, að góðar myndir eru á boðstólum - enda er sagt, að fyrr megi nú rota en dauðrota.

Ein besta kvikmynd, sem hingað hefir komið lengi, er vafalaust "Borgarvirki". Sú mynd hefir verið sýnd hér í Bíó undanfarna daga og hlotið góða aðsókn.

Eins og flestum mun kunnugt, er kvikmyndin "Borgarvirki" byggð á samnefndri skáldsögu enska rithöfundarins dr. A.J.Cronin. Sú bók er landsmönnum kunn frá því í fyrravetur, að Menningar- og fræðslusamaband alþýðu gaf hana út í ágætri þýðingu Vilmundar Jónssonar landlæknis.

Hlaut bókin að vonum miklar vinsældir, og sennilega meiri en flestar aðrar bækur erlendar, sem snarað, hefir verið á Íslensku fyrr og siðar.

Þótt efni skáldsögunnar "Borgarvirki" sé ekki nákvæmlega rakin í kvikmyndinni,- margt vanti, og öðru sé skotið inn í - er hinn -rauði. þráður samt alveg órofinn og nýtur sín síst miður í myndinni en sögunni, að margra dómi.

 Hugþekkustu persónur sögunnar halda að fullu einkennum sínum, og hin myrku öfl eru hin sömu og við könnumst við þaðan.

Slíkar kvikmyndir sem "Borgarvirki" er hollt að horfa á og hugsa um.

B.P.Kr.