Lífið í mars 01-11 2006 | Lífið í mars 12-18 2006 | Lífið í mars 19-25 2006 | Lífið í mars 26-31 2006

>>>>>>>>>>> Lífið í mars 01-11 2006

 

Til forsíðu
Til baka
Bilaskrá
Þrír þættir
Atvinnumál




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Siglfirski fréttavefurinn  Lífið á Sigló- s. 892-1569 - h.s: 467-1569
GagnagrunnurHvar eru þeir ?Mynda-albúmMyndamöppurTenglasíða- 1
Tenglasíða-2
123.is/sksigloMyndavél-sagaMakka-notendurSAMKOMURUmræðanAð gefnu...
HádegisveðriðVeðrið NÚNAVefmyndavélFærð á norðurlandiFærð á vesturlandi

 SAMKOMUR + Skíðasvæðið -  Smelltu HÉR til að skoða, og/eða settu inn tilkynningu sjálfur HÉR 

Laugardagur 11. mars 2006    Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA

Laugardagur 11. mars 2006 Þau hjónin Kristín Þorgeirsdóttir og kristinn Konráðsson voru í morgun að gera sig klára til að leggja nokkur hrognkelsanet til viðbótar við þau sem þau lögðu í gær. Þau ætla leggja netin og vitja síðan um netin frá fyrri degi, en það er fyrsta vitjun þeirra á vertíðinni í ár. Þessa veiði hafa þau stundað á hverju vori á bátnum sínum Hrönn SI 144 6539 -- Á bryggjunni stendur Ragnar Helgason fyrrverandi sjómaður og fylgist vandlega með.

Laugardagur 11. mars 2006  Það var fallegt að líta til norðurs laust fyrir klukkan 08:00 í morgun, litadýrð og smá andvari.

Laugardagur 11. mars 2006 Bátarnir hafa verið að fiska vel, bæði á línu og í net. Keilir SI 145 kom inn um 16:40 í gær, en hann fiskar í net. Skipsjórinn Haukur Jónsson, aðspurður um afla svaraði eitthvað á þá leið: "Svona sæmilegt krafs" -- Þetta "krafs" reyndist vera um 10 tonn af stórum og fallegum þorski eftir daginn.

Laugardagur 11. mars 2006 Björgunarbáturinn Sigurvin fór í gær með byrgðir og í hefðbundið eftirlit á skýli Slysavarnarfélagsins í Héðinsfirði.
Jafnhliða fengu tófuskyttur að fljóta með en þeir ætluðu að dvelja í Héðinsfirði þangað til á sunnudag í leit af bráð.
Myndin er tekin klukkan 16:45 er Sigurvin sigldi inn á Siglufjarðarhöfn að lokinni för.

Laugardagur 11. mars 2006  Ein gömul:   Ekki veit ég hvaða lið eru þarna að keppa í fótbolta, sennilega þó annað liðið frá KS. Þetta er ekki skörp mynd enda mikið "kroppuð" út úr annarri, en þó sjást þarna áberandi viðbrögð kappanna eftir spark frá þeim sem er lengst til vinstri á myndinni.
Myndin er tekin árið 1965

Laugardagur 11. mars 2006
Úlfur Guðmundsson
42ja ára í dag
Hjartans afmæliskveðjur.
Stína og dæturnar
Laugardagur 11. mars 2006
Jóhanna Ragnheiður
er 4 ára í dag.
Til hamingju með daginn prinsessa.
Mamma, Pabbi og Lilja Minný.
(Dóttir Ragga Tona og Sibbu.)
Laugardagur 11. mars 2006
Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir
er 85 ára í dag
 
Laugardagur 11. mars 2006
Róbert Guðfinnsson
er 49 ára í dag
Til hamingju með daginn -  SK

Föstudagur 10. mars 2006  Bikarmóti SKÍ í flokki 13 - 14 ára verður haldið hér í Skarðinu 11. og 12. mars og hefst klukkan 11:00, Þetta er mót sem Skíðadeild Breiðabliks átti að halda í Reykjavík en varð að láta frá sér sökum snjóleysis en þeim var boðið að halda mótið sitt hér en treystu sér ekki til þess, þar sem þeir fengu ekki mannskap til að koma norður til að vinna við mótið, þannig að Siglfirðingar tóku að sér að halda þetta mót. En en þetta eru u..þ.b. 85 keppendur. -  Þeir sem hafa til þess tækifæri ættu að skreppa á svæðið til fylgjast með mótinu og í leiðinni að njóta útiverunnar og útsýnið sem svæðið býður upp á

Föstudagur 10. mars 2006  Sparisjóðurinn var að opna hraðbanka á sjúkrahúsinu, meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru af fyrstu úttekt
Hraðbankinn er staðsettur í móttöku sjúkrahússins.
Með staðsetningu á hraðbanka á Heilbrigðisstofnunninni er sjóðurinn að auka þjónustu við viðskiptavini sína. Heilbrigðisstofnunin og Sparisjóðurinn hafa í áratugi átt mjög gott samstarf og er þetta liður í því að efla það. Þá liggur fyrir að Heilbrigðisstofnunin er að ráðast í umfangsmiklar endurbætur og viðbyggingu, sem mun leiða til þess að Ólafsfirðingar muni sækja heilbrigðisþjónustu til Siglufjarðar. Hraðbankinn mun nýtast starfsfólki og vistmönnum Heilbrigðisstofnunarinnar og Skálarhlíðar, auk allra þeirra sem eiga erindi á stofnunina.

Föstudagur 10. mars 2006    Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA 

Föstudagur 10. mars 2006 Í morgun um 09:30 voru þrír göngugarpar að leggja í göngu yfir hestskarð á leið til Hvanndala. Fyrirliði hópsins var Valtýr Sigurðsson (sonur Sigurðar Jónssonar) Um nöfn hinna veit ég ekki að svo stöddu, en ég varð aðeins of seinn til að mæta á vettvang við brottför og varð að láta mér nægja þessa "zoom" mynd í bili, en hún sýnir þremenningana leggja í hann frá dæluskúrum Rarik í Skútudal. --  Myndir komnar

Föstudagur 10. mars 2006  Hermann Einarsson er 43ja ára í dag. Svo vildi til (aldrei þessu vant) að  ég átti leið um SR lóðina upp úr klukkan átta í morgun, að ég fann ilm af nýbökuðum vöfflum á svæðinu. Ég rann á lyktina og lenti inn á kaffistofu SR-Vélaverkstæðis þar sem Hermann Einarsson var í óða og önn að baka vöfflur. Í ljós kom að drengurinn átti afmæli og í kaffitímanum klukkan 09:00, þar sem ég mætti auðvitað ásamt hinum úlfunum sem tóku vel til matar síns og nutu vel þessa uppátækis Hemma.  -- Til hamingju- SK og Bestu kveðjur frá Stínu systur og fjölskyldu

Föstudagur 10. mars 2006 Vasagangan 2006 - Flestir  háhugamenn um íþróttir þekkja til Vasagöngunnar sem árlega er haldin í Svíþjóð. Vasagangan rekur upphaf sitt til ársins 1520. Þá kom Gustav Eriksson Vasa til Dalarna í Svíþjóð á flótta undan Kristjáni II konungi Dana.......  Skráðir þátttakendur nú í Vasagönguna sem var haldin sl. sunnudag ,voru um 16.000 þar af 49 Íslendingar. 33 Íslendingar skiluðu sér í mark  Magnús Eiríksson  frá Siglufirði sem var að ganga sína 10. Vasagöngu og varð fyrstur þeirra og lenti í sæti nr. 588, sem er hans besti árangur. Þetta er glæsilegur árangur og ekki síst fyrir það að hann er á 55. aldursári. - Næstur Magga af Íslendingunum varð  Birgir Gunnarsson (sonur Gunna Guðmunds og Sóleyjar Þorkels) hann varð í sæti nr.1213. ---  -- Ég fékk ekki frétt af því fyrr síðar að þeir voru raunar fimm Siglfirðingarnir sem þátt tóku í Vasagöngunni, það eru til viðbótar  Þórhallur Ásmundsson , ritstjóri Hellunnar og síðan  Baldvin Valtýsson búsettur í Fossvoginum, og  Ingþór Bjarnason , sonur Bjarna og Fjólu, brottfluttir en Siglfirðingar í húð og hár ---
Til hamingju með árangurinn allir fimm.  SK   Smelltu HÉR til að lesa listann yfir Íslendingana

Föstudagur 10. mars 2006 Sveinn Þorsteinsson og aðstoðarmaður hans Kristinn Gylfason, eru nú að vinna við smíði á  geymslu fyrir stóla og fleiri húsmuni tilheyrandi Síldarminjasafninu inni í Bátahúsinu. Viðkomandi pláss verður að útliti sem skúr og mun falla vel inn í næsta umhverfi þar inni. Ég leit þar inn í gær og smellti þar á drengina að störfum.

Föstudagur 10. mars 2006  Ein gömul:   Handboltastelpur KS ásamt þjálfurum; Einari Hjartar og Tómasi Hallgrímssyni
Tekið árið 1974

Föstudagur 10. mars 2006  Trausti Magnússon (á Sauðanesi) varð 87 ára 13 ágúst 2005, Hulda Jónsdóttir kona hans er 85 ára í dag. Systir Huldu, Hrefna Líneik er með þeim á myndinni sem er tekin á afmæli Trausta, en þá fórum við skemmtilega ferð að heimsækja vini og vandamenn á Skaganum. Annars eru þau “Sauðaneshjón” nú búsett í Reykjavík. Jafnvel þótt þau hefðu getað sungið með Bubba “Aldrei fór ég suður” þá fóru þau suður og eru nokkuð brött (m.v. aldur og fyrri störf). 
Til hamingju “gömlu”, ykkar dóttir Vilborg og stórfjölskyldan.

Föstudagur 10. mars 2006
Skúli Þór Birkisson
er 1 árs í dag
Sonur Birkis Þórs (Mæju og Sigga) og Sigrúnar.
Hamingjuóskir frá fjölskyldunni
Föstudagur 10. mars 2006
Hrafnhildur Sverrisdóttir
er 37 ára í dag.
Kveðja frá Iðjufélögum.

Fimmtudagur 9. mars 2006  Þetta eru þeir Hjálmar Jóhannesson og Ágúst Stefánsson byggingameistarar, en aðal vinna þeirra nú í dag og að undanförnu hefur verið að innrétta "Madömmuhúsi" - áður Hafliðahús, en þarna á að verða Þjólagasetur til minningar um séra Bjarna Þorsteinsson. Þarna er mikið verk eftir að vinna, en húsið á að vígja í júlímánuði næstkomandi

Fimmtudagur 9. mars 2006   Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA

Fimmtudagur 9. mars 2006  Fiski landað úr bátnum Baddý SI 277 2545 - Þessa mynd tók Sveinn á dögunum á Togarabryggju.
En þarna er í notkun nýr löndunarkrani- og til viðbótar endurbætt og betri aðferð á meðferð fiski, aðferð sem ég hefi ekki séð áður. Þarna er löndunarkraninn ekki skellt ofan í næsta kar til að tæma og á fiskinn, eins og ég hefi séð gert hingað til, heldur sturtað frá öðru kari á hvolfi, án þess að eiga á hættu að fiskur merjist.

Fimmtudagur 9. mars 2006 Ein gömul:   Ufsinn í hættu ?
Sigurgeir Tómasson - Kristinn Ásgrímur Pétursson og Gunnlaugur Stefán Vigfússon
Nánar um tilefnið og tímabil HÉR
Þessi mynd hefur áður birst á síðum mínum, en aðeins minni. Veiðiskapur við bryggjurnar á sumrin var aðal dægurstytting ungra drengja þess tíma, þó svo að sumir þessara drengja hafi aldrei skilið við veiðiskap og meðhöndlum fiskjar.

Fimmtudagur 9. mars 2006
Sigurjón Hörður Geirsson
er 52ja ára í dag
Til hamingju með daginn --- SK
Fimmtudagur 9. mars 2006
Margrét Einarsdóttir
er 42ja ára í dag.
Miðvikudagur 8. mars 2006   Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA

Miðvikudagur 8. mars 2006  Aðsent   Katrín Andersen sendi mér þessa mynd og sagði mér frá myndum á heimasíðu sinni frá vinnu við Sjálfsbjargar húsið fyrir og eftir opnun þess. Tengillinn er http://www.123.is/snillingur 

Miðvikudagur 8. mars 2006 Ég fór með konu minni í leikhús í gærkveldi í boði Leikfélagsins og skemmtum við okkur konunglega. Það var gaman að sjá breytingarnar til hins betra, frá æfingu sem ég var viðstaddur á um síðustu mánaðarmót, en þá var þessi mynd sem hér er með, tekin af þessum hnátum á sviði.  - Okkur hafði verið boðið á frumsýninguna en af óviðráðanlegu ástæðum komumst við ekki fyrr en í gærkvöld.
Ég skildi myndavélina eftir heima að þessu sinni. - Upplýsingar um leiksýninguna HÉR
Það var uppselt á þessa sýningu eins og þá fyrri.

Miðvikudagur 8. mars 2006  Ein gömul:   Föngulegur hópur; árgangur 1940
Miðvikudagur 8. mars 2006
Steindór Örvar Guðmundsson
er 32ja ára í dag
Til hamingju með daginn, -
amma og afi á Sigló
Steindór er sonur Möggu og Gumma Ragg.
Miðvikudagur 8. mars 2006
Ágúst Orri Andersen
er 12 ára í dag.
Til hamingju með daginn Gústi okkar, knús og kossar Mamma, Pabbi, Joachim & Mao.
Þriðjudagur 7. mars 2006  Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA
Þriðjudagur 7. mars 2006  Aðsent :  Ég fór í fjallið á sunnudag í góðu veðri og frábæru skíðafæri og nægum snjó.


Runólfur bæjarstjóri ásamt konu sem við þekkjum ekki, en var að koma í fyrsta sinn í Skarðið og átti hún ekki orð yfir hvað svæðið væri gott og byði uppá mikla möguleika.


Silla með dóttursynina þriggja og sex ára og eru þeir að ná góðum tökum á skíðunum.


Á leið upp bungulyftuna.

 H. J.

Þriðjudagur 7. mars 2006 Ein gömul:   Þessa tvo heiðursmenn þekktu allir Siglfirðingar, og raunar margir fleiri. Gestur Fanndal og Matthías Jóhannsson.

Ég hefi sterkan grun um að Róbert Guðfinnsson hafi tekið þessa ljósmynd af goðunum, sennilega 1984 eða 1985 (?)

Þriðjudagur 7. mars 2006
Dísa María
er 2ja ára í dag
dóttir Sigþórs
(Hreiðars og Möggu Jóns) og Helgu
Þriðjudagur 7. mars 2006

 
Þriðjudagur 7. mars 2006
Telma Björk
er 28 ára í dag.
Kveðja frá vinkonum fyrir sunnan
Þriðjudagur 7. mars 2006
Sigríður Ása Guðmarsdóttir (Sirrý Ása)
er 6 ára í dag, (dóttir Ellu og Tuma)
Afmæliskveðjur frá fjölskyldunni.
 
Mánudagur 6. mars 2006   Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA

Mánudagur 6. mars 2006 Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom í heimsókn í Síldarminjasafnið, nánar tiltekið Bátahúsið og þáði þar veitingar í boði bæjaryfirvalda. Örlygur fræddi þau um safnið og sýnd var mynd sem fjallar um síldveiðarnar.
Kórinn var svo með tónleika í Siglufjarðarkirkju og var þar fjölbreytt dagskrá, þetta er frábær kór og algjört eyrnakonfekt. Kærar þakkir fyrir heimsóknina.  S.Þ.

  Hamrahlíðarkór    +     Fleiri myndir  á síðu Svenna.

Mánudagur 6. mars 2006  Stór myndasería með um 60(?) ljósmyndum sem tekna voru í gær á Siglufirði á tímabilinu 10:00-17:00 eru komnar á síðu mína 123.is/sksiglo Þetta eru myndir settar upp sem "gervi video" það er myndirnar eru eins og á hreyfingu.
Ath. Það tekur stund að hlaða þeim inn þar sem þetta eru 20 MB en beðið er um val á "open eða save" til að ræsa, í open tilfellinu sækirðu myndirnar og þær koma sjálfkrafa upp eftir það, eða þú varðveitir á vél þinni og skoðar síðar.

Mánudagur 6. mars 2006 Ég fékk fyrirspurn á dögunum varðandi það hver hefði átt Dodge fólksbifreið af árgangi 1940 með skráningarnúmerið F-1. Ég hafði ákveðnar vísbendingar um þetta númer F-1 en vildi þó kanna málið frekar og hafði samband við þá sem líklegri voru til að muna þetta betur. Ég fann meðal annarra einn sem er búinn að vera með "ökuskíteini" frá 5 ára aldri, en það er vinur okkar Einar Hermannsson.
Hann vissi ekki aðeins svarið, heldur kom einnig með óhyggjandi sannanir um fullyrðingar sínar og lét mér í té Bílabókina frá árinu 1945 - það kom raunar í ljós að ég átti sjálfur eintak, en var fyrir löngu búinn að gleyma.
Ég færði upplýsingar úr bókinni um bílaeign Siglfirðinga frá árunum fyrir 1945 í stafrænt form og setti HÉR öðrum til fróðleiks.

Mánudagur 6. mars 2006  Ein gömul:  Þeir stjórnuðu skíðamótinu "Skarðsmótið 1964" í Skarðsdal 16. maí. -
Jónas Ásgeirsson - Skarphéðinn Guðmundsson - Sverrir Sveinsson - Þórður Þórðarson og svo Theódór Árnason (Teddi)

Mánudagur 6. mars 2006
Valgerður Halldórsdóttir
er 59 ára í dag
Bestu hamingjuóskir frá hinum ástríka eiginmanni
og börnum og barnabörnum víðsvegar um landið.
Mánudagur 6. mars 2006

Sunnudagur 5. mars 2006 Skíðasvæðið í Skarðsdal skartaði sínu fegursta í morgun, en skíðasvæðið opnaði klukkan 10:00. Stöðugur straumur bíla var á leið upp í fjallið og allt var að komast í gang þegar þessi mynd var tekin í morgun. Blanka logn, sólskin og nýfallinn snjór frá í gærkveldi og í nótt.

Sunnudagur 5. mars 2006   Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA

Sunnudagur 5. mars 2006 Þarna er  Sævaldur Jens Gunnarsson að koma úr útreiðartúr á sínum gæðingum í góða veðrinu í gær. En Sveinn Þorsteinsson sendi mér þessa mynd

Sunnudagur 5. mars 2006 Í gær eftir hádegið byrjuðu þeir hjá Siglufjarðar Seiglu að dæla plastefnablöndu í mótið sem þeir hafa verið að undirbúa vegna bátasmíði. Notuð er aðferð sem þeir frá Sig hf eru brautryðjendur í hvað bátasmíði varðar, en er nú nær eingöngu notuð við flugvélasmíði erlendis. Á myndinni hér sjást fyrstu lítrarnir koma inn í mótið, en alls er áætlað að fari um 400-500 lítrar í skrokkinn sjálfan og muni alls verða um 900 kg. að þyngd þegar mótið er tekið burt, eftir storknun. >> Bátasmíði  Dælingin í mótið tók um 4 tíma.

Sunnudagur 5. mars 2006  Slökkviliðsæfing  var hjá Slökkviliði Siglufjarðar í gær fyrir hádegið. Ég náði að smala þessum hóp saman, en þá sem á vantar voru í öðru hverfi við æfingu. Þetta eru: Guðbrandur Gústafsson - Hjálmar Jóhannesson - Úlfur Guðmundsson - Sigurður Kristinsson - Símon Helgason - Helgi Magnússon og Guðmundur Skarphéðinsson -- Þess má geta að tveir nýliðar voru með á æfingunni, þeir Úlfur Guðmundsson og Sigurður Kristinsson. Fleiri myndir frá æfingunum >>  Brunaæfing

Sunnudagur 5. mars 2006 Ein gömul:  Tveir rafvirkjar frá síldarárunum; Viðar Magnússon og Snorri Jónsson. Báðir störfuðu þeir hjá SR á Siglufirði

Sunnudagur 5. mars 2006
Jón Hrólfur Baldursson
er 29. ára í dag
Afmæliskveðja, Ólöf
Sunnudagur 5. mars 2006
Haukur Jónsson
er 61 árs í dag
Kveðja í tilefni dagsins,
frá öllum fjölskyldumeðlimum.
 

Laugardagur 4. mars 2006 Nú styttist í að tilboð í gerð Héðinsfjarðarjarðganga verði opnuð. Eins og komið hefur fram eru bjóðendur sex. Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík / Marti Contractors Ltd., Sviss ---- Metrostav a.s., Tékkland / Háfell ehf., Reykjavík --- Ístak hf., Reykjavík --- Arnarfell ehf., Akureyri ---  Leonhard Nilsen & Sønner As, Noregur / Héraðsverk ehf., Egilsstaðir --- China Railway Shisiju Group Corporation, Kína.
Þetta er stærsta verk sem Vegagerðin hefur boðið út. Þess má geta að útboðsgögnin vega 4,2 kg og eru útboðslýsingin, sérverklýsingin og tilboðsformið alls 240 síður og teikningaheftin eru 498 síður. -- Tilboðsfrestur er til 21. mars. Gert er ráð fyrir að framkvæmdaaðilinn geti hafið framkvæmdir í júlí á þessu ári. Verkinu skal síðan lokið 10. desember 2009.

Laugardagur 4. mars 2006  Á sveitakránni Ásláki í Mosfellsbæ í gærkveldi. Þar lék Guðmundur Ingólfsson frá Siglufirði fyrir dansi ásamt söngkonunum Hafdísi Karlsdóttur og Dögg Halldórsdóttur en þær eru báðar úr Mosfellsbæ.  Þau munu spila á sama stað í kvöld og ættu Siglfirðingar að bregða sér á ball.
Með kveðju frá Gumma Ingólfs, GJA   >>>>  Gummi Ingólfs

Laugardagur 4. mars 2006   Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA
Laugardagur 4. mars 2006 Enn eitt glæsifleyÍ gær voru Starfsmenn JE-Vélaverkstæðis - Siglufjarðar-Seigur að hefja undirbúning þess að steypa skrokk af nýjum bát. Verið var að undirbúa mótin, en notuð er alveg ný aðferð við slíka vinnu við gerð trefja plastbáta.
Ég leit þar inn í gær og tók nokkrar myndir sem eru hér á tenglinum > SiglufjarðarSeigur

Laugardagur 4. mars 2006 Það var vel mætt að veisluborði Félags Sjálfsbjargar á Siglufirði í gær, sem opnaði nýtt félagsheimili og bauð gestum og gangandi til fagnaðar í tilefni dagsins. En Sjálfsbjörg á Siglufirði er elsta félagið meðal Sjálfsbjargarfélaga á landinu, en það var stofnað 1958 - Félagsheimilið er til húsa við Lækjargötu 2. Ég mætti í veisluna með myndavélina og tók þar nokkrar myndir sem eru hér á tenglinum >>  Sjálfsbjörg

Laugardagur 4. mars 2006  Góð gjöf frá Microsoft:   Photo Store   Skemmtilegt og auðvelt forrit í meðförum, til að búa til sjálfvirka "hreyfanlega" myndasýningu með músík á myndunum þínum.

Laugardagur 4. mars 2006  "Hrafn dagsins" 

Laugardagur 4. mars 2006  Ein gömul:   Hún hefur ekki verið upp á marga fiska reglugerðin um brunavarnir, eða eftirlit með slíku þegar þessi olíutankur og annar stærri lýsistankur vestan við voru reistir á síldarárunum við hliðina á gömlu Gránu, þriggja hæða timburhús á kjallara. En innan við 1 metir aðskildu mannvirkin. Myndin er tekin árið 1964. Ef svo illa hefði viljað til að kviknað hefði i Gránu, er næstum víst að olíutankurinn hefði sprungið og logandi olían flotið um alla innri höfnina, með ófyrirséðum afleiðingum, brunnum bryggjum og mannvirkjum sem á og við þær stóðu. En svona var þetta bara !

Laugardagur 4. mars 2006 Tengdadóttir Siglufjarðar Sædís Harpa Albertsdóttir
er 23ja ára í dag.
Til hamingju með daginn.
Unnusti hennar er Hallgrímur Smári Skarphéðinsson og tengdapabbi Skarphéðinn Guðmundsson.
 

Laugardagur 4. mars 2006
Runólfur Birgisson
er 58 ára í dag
Laugardagur 4. mars 2006
 

Föstudagur 3. mars 2006  "Villtu vinna miljón" er þekkt máltæki í auglýsingum þekktra aðila og heyrist oft. en sjaldnar fregnir af milljónamæringunum sem hreppt hafa. En það er einnig til máltæki "Miði er möguleiki" og svo annað: "Enginn fær vinning í happdrætti nema að eiga miða"
En hér er tækifæri: Um helgina er risapottur í Íslenskum getraunum og stefnir 1. vinningur í 60 milljónir króna. Tipparar hjá KS ætla að gera tilraun til þess að ná í þessar milljónir með því að tippa sameiginlega á einn stóran seðil. Öllum er frjálst að vera með, þátttaka kostar kr. 1.000,- og þeir sem hafa áhuga eru beðnir að mæta á Bíó Café kl. 11.00 í fyrramálið, laugardag. Allir geta verið með, þó svo að viðkomandi viti ekkert um getraunir þá er nóg af tippurum sem geta séð um seðilinn, aðeins að greiða kr. 1.000,- og bíða svo eftir hlut í 60 milljónum!!!

Föstudagur 3. mars 2006  Frétt frá Ómari Haukssyni SSNV  -  Atvinnuþróun.- 
Til að lesa meira, þá smelltu HÉR til að lesa fréttina.

Föstudagur 3. mars 2006 Á vef Siglufjarðarkaupstaðar má sjá eftirfarandi:  Nafn sameinaðs sveitarfélags - samkeppni. Í kjölfar ákvörðunar um sameiningu sveitarfélaganna Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar liggur fyrir að ákveða hvernig nafn hins nýja sveitarfélags skuli valið. Skipuð hefur verið nafnanefnd sem standa mun fyrir samkeppni meðal íbúa um nafn á sveitarfélagið........ . meira

Föstudagur 3. mars 2006  Frostdropar á einu af "sumarblómi" konu minnar, sem verið hefur á svölunum við hús okkar í allan vetur, ekki þekki ég til blóma og veit því ekki hvort þetta vaknar til lífsins aftur, en svona leit "blómið" út í morgun.

Föstudagur 3. mars 2006   Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA

Föstudagur 3. mars 2006  Myndir frá Hrönn Einars.  Nokkrir starfsmenn Heilsugæslustöðvarinnar lögðu land undir fót síðastliðið miðvikudagskvöld, þau héldu af stað frá frá sjúkrahúsinu fóru til fjalla, þar var farið á skíði og svo drukkið síðan kakó og vöflur með. Það var mjög gaman, gott færi og mikil kátína.   kveðja Hrönn.

Föstudagur 3. mars 2006 Ein gömul:  Mynd frá desember 1963. í tilefni 80 ára afmæli Barnaskólans á Siglufirði Nánar HÉR
Á myndinni eru: Kjartan Stefánsson - Fríða Ragnarsdóttir - Þórdís Rögnvaldsdóttir - Guðmundur Skarphéðinsson - Þóra Guðmundsdóttir - Hlöðver Sigurðsson þáverandi skólastjóri -(nöfnin komu frá Iðju) Viðbót: Við vorum í tólf ára bekk þegar afmælishátíðin var haldin og vorum fengin til að flytja texta sem sagði frá því hvernig umhorfs var á Íslandi á þeim árum þegar barnaskólinn var stofnaður. Bestu kveðjur, Kjartan Stefánsson.

Föstudagur 3. mars 2006
Bjarni Árnason
er 57 ára í dag
Föstudagur 3. mars 2006
Guðjón Marinó Ólafsson
er 25 ára í dag
Fimmtudagur 2. mars 2006   Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA

Fimmtudagur 2. mars 2006 Þeir sem áttu leið um bæinn í gær eftir hádegið og svo auðvitað starfsmenn fyrirtækja, komust ekki hjá því að vita af því að það var Öskudagur. Bærinn var yfirfullur af krökkum í allskonar skrautbúningum. Það var sama hvet var litið allstaðar báru þau fyrir augun. Ég elti meðal annar þrjú þeirra inn í Íslandsbanka og þar sungu þau fyrir starfsfólkið, - ekki bláalvarlegt fólk með alvörusvip samkvæmt ímynd peningavaldsins, heldur broshýrt starfsfólk, gjaldkerar sem aðrir og tóku þessir starfsmenn sannarlega þátt í gleði barnanna og skreyttu sig í samræmi við daginn. Þær myndir og fleiri sjáið þið með því að smella á >>   Öskudagur  En á þessari mynd hér sést einnig óvænt myndefni, sjálfur ljósmyndarinn að vanda sig. Stúlkurnar heita Katrín -Sara og María.

Fimmtudagur 2. mars 2006  Ein gömul:   "Baulaðu nú Búolla" Sennilega hafa engin vélakaup ollið jafnmiklu pólitísku fjaðrafoki og þessi vél sem þáverandi bæjarstjórn Siglufjarðar keypti (sumir sögðu bæjarsjórinn) Hvort vélin fékk nafnið Búkolla áður en hún kom í bæinn (með skipi) eða eftir á, en allir þekktu nafnið "málið" af götubylgjunni, og fóru oft fleiri en "tvennar" sögur af kaupunum. Þarna er vélin að bíða brottfarar, en þeir á vélaverkstæði Rauðku, sem var að vísu í eigu bæjarins, áttu margar vinnustundir við að gera við gripinn eftir nokkuð tíðar bilanir, sem "götubylgjan" taldi fleiri stundir, en við grjótmulning sem vélin upphaflega var smíðuð til og ætlast var af henni í eigu bæjarins. - Myndin er tekin 1963

Fimmtudagur 2. mars 2006
Ingi Þór
er 11 ára í dag
Hann býr á Akureyri.
Kveðjan er frá mömmu,  Bylgju Gunni,Jóni Þór og Lísu Rún. E.S. Mamman er Guðný, dóttir Gunnlaugs Haralds og Önnu Vignis.
Fimmtudagur 2. mars 2006
Okkur langar til að senda Lindu Hrönn dóttur okkar (Huldu og Sidda) innilegar hamingjuóskir með daginn, en hún er 20 ára í dag. Með kærri kveðju frá foreldrum, systkinum, ömmu og afa á Sigló.
Miðvikudagur 1. mars 2006  
Förðun og æfing hjá Leikfélagi Siglufjarðar og nemendum Grunnskóla Siglufjarðar
   Leikfélagið og ..   240 myndir     Og  nöfn verkanna þriggja, leikara og fleira HÉR
Miðvikudagur 1. mars 2006  Aðsend ljósmynd:
Fallegur hlýri í höndum fiskimannssins Reynis Karlssonar.

Ljósmynd: Baldvin Einarsson
Miðvikudagur 1. mars 2006   Hádegisveðurmynd og hús dagsins eru  HÉRNA

Miðvikudagur 1. mars 2006  Leikfélag Siglufjarðar, í samstarfi við nemendur úr Grunnskóla Siglufjarðar, bjóða Siglfirðingum og gestum að koma í leikhús fimmtudaginn 2. mars og þriðjudaginn 7. mars. Sýningar hefjast kl. 20:30 en húsið opnar klukkan 20:00. Leikfélag Siglufjarðar bryddar upp á nýjungum að þessu sinni því í staðinn fyrir hefðbundna sýningu þá verða sýndir þrír bráðskemmtilegir einþáttungar, Café Drama sem er samið af nemendum Grunnskólans, Eva spjarar sig eftir Evu Dununge og Illt til afspurnar eftir Jóhannes Geir Einarsson -- Nánari upplýsingar er að finna á "SAMKOMUR" - tenglinum hér fyrir ofan Ég skrapp á lokaæfingu hjá hópnum í gærveldi, var þar allt kvöldið í góðum og kátum félagsskap. Ég tók þar góðann slatta af ljósmyndum, sem verða að bíða til seinnihluta dagsins.

Miðvikudagur 1. mars 2006  Stórstreymi var í gær og kom þá fleira í ljós en gamlir bryggjustaurar, meðal annar mismunur flóðs og fjöru, þar með óvenjuleg "staða" bátanna við bryggjur

Miðvikudagur 1. mars 2006  Óhapp "fram á Hóli"  - Bifreið var ekið út af veginum norður af afleggjaranum á Hólsveg seinni partinn í gær. Ung stúlka missi stjórn á bifreið sinni sem hafnaði á hvolfi. Sem betur fór meiddist stúlkan aðeins á fingri, en var auðvitað mjög brugðið vegna atviksins. EKKI var um hraðakstur að ræða og að sögn sjónarvotts, langt neðan við hámarkshraða sem er 50 km.
Stúlkan var með öryggisbelti er óhappið varð.

Miðvikudagur 1. mars 2006 Ein gömul:   Beðið eftir Morgunblaðinu. Árið 1963 bæði fyrir og eftir, var Morgunblaðið ekki borið út á Siglufirði, en venjulega kom blaðið í bæinn um og yfir klukkan 22:00 á kvöldin. Þá var jafnan ös framan við Aðalbúðina sem sá um að afgreiða blaðið. Mest var þó ösin yfir sumartímann.

Miðvikudagur 1. mars 2006
Ingvar Steinarsson
er 23ja ára í dag
(sonur Siggu línu og Inga)
Miðvikudagur 1. mars 2006
Róberta Dís Grétarsdóttir
er 4 ára í dag.
kveðja Mamma, pabbi, Helgi Rafn og
Stefanía Þórdís. Róberta Dís er dóttir
Grétars Guðfinnssonar og Valdísar Maríu.
Miðvikudagur 1. mars 2006
Guðmundur Lárusson
er 65 ára í dag