Rauðkumálið á alþingi. Meirihluti fjárveitinganefndar leggur til, að ríkisábyrgðin verði veitt.
Framsóknarmennirnir í nefndinni leggja til að synjað verði um ábyrgðina, sem, myndi þýða margra milljóna tap fyrir Siglufjörð. Jónas frá Hriflu birtir skemmtilega vitlausa greinagerð fyrir sínu atkvæði.
Í haust flutti þingmaður Siglufjarðar, Áki Jakobsson, tillögu til þingsályktunar um ríkisábyrgð fyrir láni handa Rauðku, er nemi 1,5 milljónum króna. Fjárveitinganefnd, fékk málið til athugunar og lagði meirihluti hennar, þeir Þóroddur Guðmundsson, Lúðvík Jósefsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigurður Kristjánsson og Jóhann Þ. Jósefsson, til að tillagan verði samþykkt með ofurlitilli breytingu eða þannig:
“Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að ábyrgjast fyrir Siglufjarbarkaupstað 1.000.000 króna lán til endurbyggingar síldarverksmiðjunnar “Rauðku” gegn veðrétti í verksmiðjunni á eftir veðréttum samtals að upphæð 4 milljónir króna. Ef þær 5 milljónir króna samtals, er að framan getur, hrökkva ekki til að ljúka verkinu fyrir næstu síldarvertíð, er ríkisstjórninni falið að ábyrgjast viðbótarlán í þessu skyni, þó ekki yfir 500 þúsund krónur. gegn sömu tryggingu, enda fari fjárhæð sú, sem ríkið ábyrgist ekki fram úr 25% af stofnkostnaði.”
Nefndin hafði klofnað í þrennt og skilaði 2. minnihluti, Pétur Ottesen áliti, þar sem lagt er til, að þessi tillaga verði samþykkt með þeirri breytingu, að ákveðið sé, að ríkið hafi 3. veðrétt.
En 1. minnihluti, Jónas frá Hriflu og Helgi Jónasson, leggja til að tillagan verði felld. Gera þeir grein fyrir þessari afstöðu hver í sínu lagi. Er hún fjandsamleg hjá báðum. Greinargerð Helga er stutt og ómerkileg, en Jónas birtir langa greinargerð, að vísu ekki sérlega merkilega, en þó þannig, að margir Siglfirðingar hafa sjálfsagt gaman af að lesa hana. Að vísu væri rúmi blaðsins betur varið til annars en að prenta upp vaðal Hriflu-Jónasar, en vegna þess að plaggið er skemmtilegt, og vegna tilmæla fjölda lesenda skal það þá birt hér í heild,
343. NEFNDARÁLIT um tillögu til um ríkisábyrgð fyrir Siglufjarðarkaupstað til byggingar síldarverksmiðju.
Frá minnihluta fjárveitinganefndar.
Nefndin hefur ekki getað orðið sammála um afgreiðslu þessa máls. Undirritaðir nefndarmenn leggja til, að tillagan verði felld. Gerir Helgi Jónasson sérstaklega grein fyrir skoðun sinni á þessa leið:
Fjárveitinganefnd hefur rætt tillögu þessa á nokkrum fundum Ennfremur. hefur nefndin leitað álits fjármálaráðherra og atvinnumálaráðherra um tillöguna. Samkomulag náðist ekki um tillöguna í nefndinni. Eins og kunnugt er, er ríkissjóður í 8 miljón króna ábyrgð fyrir Siglufjarðarkaupstað vegna rafvirkjunar, en 6 milljónir eldri ábyrgð, og virðist það allrífleg fúlga fyrir ekki fjölmennari kaupstað en Siglufjörð. Virðist það því ekki hættulaust fyrir ríkissjóð að ganga í nýja 6 milljóna ábyrgð fyrir þennan kaupstað til jafnáhættusams fyrirtækis og bygging síldarverksmiðju er, eins og horfurnar eru nú í atvinnulífi þjóðarinnar. Ég get því ekki mælt með því, að slík ábyrgð verði veitt.
Jónas Jónsson rökstyður niðurstöðu sina með eftirfarandi sögulegum staðreyndum: . Baráttan við að koma ríkissjóði í ábyrgð fyrir síldarbræðslustöðina Rauðku á Siglufirði mun lengi í minnum höfð. Málinu er þannig háttað, að framgangur þess virðist hljóta að leiða til fjárhagshruns á Siglufirði og til stórtjóns fyrir ríkið. Hefur verið beitt meiri ofsa og offorsi til framdráttar þessu ábyrgðarmáli, bæði heima á Siglufirði og á Alþingi, heldur en við nokkurt annað þjóðmál, sem hinir “æfðu” stjórnmálamenn hafa fengist við á síðari árum. Þykir þess vegna hlýða að skýra í stuttu máli aðdrætti í sögu þessa einkennilega máls.
Meðan Siglufjörður var á bernskuskeiði, eignaðist danskt firma þar, tvær fremur litlar síldarverksmiðjur og starfrækti þær um nokkurt árabil. En um síðir varð þessi rekstur þó svo óarðvænlegur, að firmað eða banki þess vildi selja alla eignina á Siglufirði, tvær síldarbræðslur, Gránu og Rauðku, og mjög mikið af sérstaklega verðmætum lóðum. Þormóður Eyjólfsson var þá mikill ráðamaður í bænum. Honum tókst að fá munnlegt loforð fyrir því að fá alla þessa umræddu eign handa Siglufirði fyrir 130 þúsund krónur.
Þetta þótti vel að verið, og voru ráðamenn í bænum einhuga um að kaupa eignina með þessu verði. En þegar til átti að taka, höfðu tveir “spákaupmenn.” á Siglufirði farið með leynd til hins danska seljanda, boðið 180 þúsund krónur í eignirnar og fengið þær keyptar til eigin afnota. Þegar fréttin barst um þessi kaup til Siglufjarðar, urðu þau að vonum illa þokkuð.
Beitti Þormóður Eyjólfsson sér fyrir mótstöðu í þessum efnum, og fór svo að lokum, að hin nýju eigendur treystu sér ekki ti1 að halda feng sínum öllum, og sáu sér ekki annað fært en selja bænum aðra verksmiðjuna, hina sögufrægu Rauðku, en fyrir nálega jafnmikið verð og bærinn hafði fengið fyrir ella eignina, ef allir Siglfirðingar hefðu á drengilegan og heiðarlegan hátt stutt Þormáð Eyjólfsson til að fá eignina í heild fyrir 130 þúsund krónur.
Nú liðu nokkur ár þannig, að bærinn leigði einstökum mönnum Rauðku til rekstrar, og varð ávinningur lítill af þeirri iðju. Gróði bæjarins lá fyrst og fremst í því að eignast hinar verðmætu lóðir, sem fylgdu báðum verksmiðjunum. Ber nú ekki til tíðinda með Rauðku í sögu Siglufjarðar, fyrr en kommúnistar náðu undirtökum í stjórn kaupstaðarins. Byrjuðu þeir þá bæjarrekstur á Rauðku til að sýna stefnuna í sönnu ljósi. en höfðu litla ánægju af þeim framkvæmdum. Báru þeir því við, að verksmiðjan væri gömul og úr sér gengin. Ef bærinn endurreisti hina í nýjum stíl, mundi verða um svo stórfelldan gróða að ræða, að ekki þyrfti að jafna niður útsvörum nema á burgeisa og meiriháttar auðmenn.
Urðu ýmsir til að trúa þessu og þótti gott að sleppa þannig frá erfiðum skattabyrðum. Hófu kommúnistar og ýmiss konar áhangendur þess flokks baráttu í þessu máli, skömmu eftir að þjóðstjórn Hermanns Jónassonar tók við völdum. Ólafur Thors var þá atvinnumálaráðherra og var fyrst leitað til hans um leyfi til að stækka Rauðku úr 1,000 í 5,000 mála verksmiðju.
Urðu um þetta efni miklar sviptingar. Samkvæmt lögum og venjum átti ríkisstjórnin að leita álits stjórnar ríkisverksmiðjanna um slíka leyfisveitingu. Voru þrír mótfallnir leyfisveitingunni, þeir Þormóður Eyjólfsson, Þorsteinn M. Jónsson og Sveinn Benediktsson, en með Rauðku stóðu Finnur Jónsson og Jón Þórðarson á Siglufirði.
Framsóknarmenn voru á móti heimildinni, Alþýðuflokksmaðurinn með leyfi, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skiptust til helminga. Málið kom til umræðu í ríkisstjórninni, og var Eysteinn Jónsson eindregið á móti Rauðku og hafði Hermann Jónasson með sér að mestu.
Atvinnumálaráðherra tók það ráð að veita báðum nokkra úrlausn. Leyfði hann, að Rauðka yrði stækkuð úr 1.000 í 2.500 mál. Ekki þótti kommúnistum þetta góð lausn, og löngu þeir fæð mikla á þá ráðherra sem ekki höfðu látið að óskum þeirra. Meðan barist var um leyfisveitinguna, þóttust forgöngumenn málsins hafa næga peninga til byggingarframkvæmda, bæði frá Helga Guðmundssyni í Útvegsbankanum og frá Noregi. Nú gátu þeir sýnt mátt sinn og byggt 2.500 mála bræðslu. En þegar til átti að taka, vantaði féð og framkvæmdaþrekið. Ekkert varð úr framkvæmdum, og svaf Rauðka á sinu eigin peningaleysi um, nokkurra missira skeið.
Næst heyrðist Rauðku getið hið eftirminnilega sumar 1942, þegar kommúnistar voru einskonar stuðningsmenn þeirrar stjórnar, sem Ólafur Thors hafði myndað vorið 1942. Magnús Jónsson guðfræðiprófessor fór þá með stjórn atvinnumálanna. Hann varð nú ekki fyrir neinu aðhaldi frá framsóknarmönnum og veitti Siglufirði leyfi til þess að reka 5.000 mála bræðslu á vegum bæjarfélagsins. Ekki tók Magnús Jónsson neitt tillit til þess, að meirihluti stjórnar ríkisverksmiðjanna var enn mótfallnir leyfisveitingunni.
En um þessar mundar misstu kommúnistar meirihlutaaðstöðu sína um stjórn Siglufjarðar, er við bæjarstjórastöðunni tók sjálfstæðismaður og studdist við flokk sinn og fulltrúa framsóknarmanna í bæjarstjórn. Sinnti sá meirihluti ekki hugmyndinni um bæjarrekstur fyrst í stað. En eftir því sem dýrtíðin magnaðist með hækkandi vísitölu og seðlaflóði, minnkaði dómgreind Siglfirðinga á mjög áberandi hátt.
Kommúnistar hófu nú enn umræður um Rauðkumálið. en í þetta sinn með nýstárlegum rökstuðningi. Bærinn var kominn út í háskalegan kostnað við virkjun Skeiðsfoss í Fljótum, og bentu allar líkur til, að kostnaður við virkjunina mundi ekki verða undir 12 milljónum króna, þegar þeirri framkvæmd yrði lokið. Þá höfðu kommúnistar á prjónunum jarðakaup við höfnina og stórfelld útgjöld við dýpkun hafnarinnar og skjólgarða. Voru þær framkvæmdir áætlaðar 7 milljónir króna. Nú sögðu formælendur Rauðku, að rafveitan ein gæti sligað fjárhag bæjarins. Það væri enga björg að finna til viðreisnar bænum, nema með því að græða stórkostlega á síldarbræðslu. En til þess þyrfti að endurbyggja Rauðku.
Verðbólga, dýrtíð og fullir vasar af seðlum, hafa svipuð áhrif á dómgrein manna og ríflegur skammtur af sterku áfengi. Allir þykjast vera sterkir og djarfir. Þeim finnst torfærurnar vera hlemmigötur, og þeir þykjast ekki vita af neinum hindrunum. Verðbólgan og áróður kommúnista kom miklum hluta sæmilega skynsamra manna í þessu efni á svipað dómgreindarstig og margir Íslendingar komast á í góðum veislum, þegar þeir hafa drukkið nokkrar tegundir borðvína með matnum, vænt staup af koníaki með kaffinu og, tæmt þrjá whisky- “sjússa.” Slíkum mönnum þykir veröldin líkust litlu kálfskinni, sem þeir geti leikið sér með eftir geðþótta.
Eftir að dýrtíðin í landinu var komið á það stig, að skynsamir menn höfðu hætt öllum byggingarframkvæmdum, sem miðaðar voru við að bera sig, tókst kommúnistum að fá mikinn hluta Siglfirðinga til að fylkja sér um endurbyggingu Rauðku.
Flokkur þeirra var altilbúinn, enda vissu leiðtogar flokksins glöggt, hvað þeir vildu, en það var að sýna borgaralega flokknum í bænum, að ekki þyrfti blóðuga byltingu til að koma bænum í fjárhagslegt öngþveiti. Eins og vænta mátti, játaði Alþýðuflokkurinn í Siglufirði strax snjallræði mestu keppinauta sinna. Þar næst komu nálega allur Sjálfstæðisflokkurinn í bænum og að síðustu meirihluti framsóknarmanna undir forustu Guðmundar Hannessonar bæjarfógeta.
Þormóður Eyjólfsson var fáliðaður eftir mótstöðu gegn málinu. Hann hafði átt of mikinn þátt í að koma á þeim margháttuðu framförum, sem vekja ánægjulega eftirtekt þeirra, sem gista síldarbæinn, til þess að láta sér á sama standa, þegar sýnilegt var, að algerðu fjárhagshruni í bænum. Þormóður Eyjólfsson hafði endur fyrir löngu barist fyrir því, að bærinn eignaðist tvær verksmiðjur og mikil lönd fyrir 130 þúsund krónur. Lóðin, sem bærinn fékk með Rauðku, er nú kommúnistum talin 800 þúsund króna virði.
Sömu ástæður, sem komu Þormóði Eyjólfssyni til að afla Siglufirði þessara góðu fasteignakaupa, komu honum nú til að leggja fram alla orku til að forða Siglufjarðarbæ frá algerðu fjárhagshruni. Rauðkumálið á Siglufirði munaði einna mest um fylgi Guðmundar Hannessonar bæjarfógeta, enda var umvending hans hin sögulegasta.
Hann hafði jafnan komið lítið við meðferð þjóðmála, en þótt fyrirmyndar borgari um alla fjárgæslu. Embætti hans var eitt hið tekjumesta á landinu og ekki annastrangt. Bæjarfógetinn, innti skyldustörfum sínum með stakri rósemi og sá verk sín með ánægjulegan ávöxt. Hann fékk ríkulega uppskeru hér í lífinu Lóðir hans og lönd á Siglufirði urðu með ári hverju víðáttumeiri, og sú trú komst á að bæjarfógetinn á Siglufirði ætti meira af jarðneskum gæðum en nokkur stéttarbróðir hans í landinu.
En nú gerðust þau undur, að þessi kyrrláti embættismaður, með fésælar hversdagsvenjur og nálega enga æfingu við lausn félagsmála utan við sitt takmarkaða skrifstofuherbergi, grípur allt í einu sverð og skjöld í hinu ægilegasta fjárhættumáli, en nokkur kaupstaður á Íslandi getur beitt sér fyrir.
En skýringin á framkomu Guðmundar Hannessonar er um leið skýring á viðhorfi allra hinna fésterkari manna í bænum, sem með ótrúlegum hætti hafa snúist til fylgis við upplausnaraðgerðir kommúnista í Rauðkumálinu.
Þegar kyrrlátur maður úr þröngum og fábreyttum verkahring, eins og Guðmundur Hannesson, tekur allt í einu að berjast fyrir fjárhættumáli, kemur slíkt tæplega fyrir nema sem tilraun til að vinna “vonarsigur” vegna eigin fjármuna. Guðmundur Hannesson er orðinn efnaður maður á Íslenaska vísu með langvarandi elju og umhyggju. Hann sér, að hinar ýmsu ráðagerðir forráðamanna bæjarins eru þess eðlis, að þar sýnast líklegar til að setja fjárhag efnamanna í bænum í mikla hættu.
Rafveita, sem kostar fullgerð 12 miljónir króna, verður þung byrði fyrir bæ með taplega 3.000 íbúa. Skýringin á fylgi hins gætna og fésæla bæjarfógeta við fyrirtæki með fyrirsjáanlegum taprekstri eru sú að hann vill taka þessa áhættu í von um að geta bjargað eignum sínum og stallbræðra sinna úr því, sem hann telur augljósan voða. Hitt er annað má,. að hér á við hið fornkveðna, að ekki er bjargráð að stökkva úr öskunni í eldinn.
Eftir að Guðmundur Hannesson var genginn í lið með kommúnistum í þessu efni, töldu þeir hyggilegt að beita honum fyrir. Var hann forustumaður í nefnd, sem skyldi hrinda. málinu í framkvæmd. Heima á Siglufirði gerðist bæjarfógeti allmikilvirkur í liði framsóknarmanna, klauf flokksfélagið og stóð fyrir æsingum sem ekki stóðu verulega að baki vinnubrögðum kommúnista á Siglufirði, þar sem þeir eru einir að verki. Bæjarfógetinn barðist með þvílíkum dugnaði við að beygja framsóknarmenn í bænum til fylgis við Rauðku eins og þegar ríkur maður og lífhræddur reynir að bjarga lífi og eignum úr skyndilegum voða. Síðan brá bæjarfógeti sér til Reykjavíkur með fjölmenna Rauðkunefnd, meðan Alþingi sat að störfum í fyrravetur, og sátu þessar áhugamenn svo mánuðum skipti í höfuðstaðnum við að fá lán og leyfi til að geta hafið verksmiðjubygginguna.
En þrátt fyrir það, að bæjarfógeti og félagar hans sýndu hina mestu atorku í lántökubaráttunni, varð þeim ekkert ágengt. Fjármálaráðherrann, Björn Ólafsson, vildi ekki blanda ríkinu inn í þessa framkvæmd og var hinn erfiðasti. Hafði hann áður sýnt lofsamlega varfærni um ríkisábyrgð fyrir rafveitulánum Siglufjarðar og ekki veitt ógætilegar tryggingar í því efni, nema eftir beinni fyrirskipun Alþingis. Landsbankinn neitaði sömuleiðis að leggja fé í Rauðku.
Í þessum erfiðleikum sneri framkvæmdastjóri Rauðku sér til dugnaðarmanns í lántökumálum, Lárusar Jóhannessonar málfærslumanns, sem var auk þess þingfulltrúi Seyðfirðinga. Hann tók nú að sér að bjarga lántökumálum þeim,sem Guðmundur Hannesson gat ekki ráðið fram úr.
Eftir skýrslu, sem bæjarstjórinn á Siglufirði hefur gefið fjárveitingarnefnd, er ýmiskonar kostnaður við lántöku og ferðalög áætlaður nokkuð á þriðja hundrað þúsund króna. Eftir því sem fram er haldið á Siglufirði fær Lárus Jóhannesson í umboðslaun um 90 þúsund krónur, en mun verða að greiða af því um 20 þúsund krónur samtals til tveggja aðstoðarmanna úr Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum.
Mjög skipti um til betri vegar um málefni Rauðku, þegar tekið var að beita hinni æfðu lögfræðitækni í Reykjavik í stað hins borgaralega áhuga bæjarfógetans á Siglufirði. Voru nú ekki lengur unnir "vonarsigrar," heldur vænkaðist ráð Rauðku í höndum Reykvikinga með hverjum degi, að frátöldu því að dýrtíðin óx og allar áætlanir hækkuðu eftir því, sem lengra leið.
Fyrsti stórsigur í málinu var það, að félagsmálaráðherrann, Björn Þórðarson, veitti Siglufirði leyfi til að ráðast í þetta fyrirtæki. Hefur það verið vani þessa forsætisráðherra að láta undan kröfum annarra, hvort sem um var að ræða aukið frelsi þjóðarinnar eða aukna áhættu fyrir Siglufjörð.
Næst var leitað eftir peningaláni. Tókst að fá vilyrði fyrir 2½ milljón króna frá Tryggingarstofnun ríkisins og 1½ mil1jón frá Útvegsbankanum. En báðar þessar stofnanir munu hafa gert það að skilyrði, að ríkið lánaði eða ábyrgðist það sem á vantaði, til þess að öll áhætta af byggingu og rekstri Rauðku lenti á ríkissjóði.
Lárus Jóhannesson sá að ekki dugði að nema hér staðar. Hann varð að geta útvegað ríkisábyrgð málinu til framdráttar, þó að bæði atvinnumálaráðherra (Vilhjálmur Þór) og fjármálaráðherra (Björn Ólafsson) væru því algerlega mótfallnir, að ríkissjóður gengi inn í þetta sérstaka áhættufyrirtaki.
Lárus Jóhannesson og þeir hjálparmenn, sem vildu veita honum liðssemd, tóku nú að safna þingfylgi utan þings. Sendi Lárus Jóhannesson mörgum þingbræðrum sínum skeyti og bað þá liðs.
Játuðu sumir, en aðrir neituðu eða svöruðu ekki. Flokkur kommúnista veitti stuðning sína í einu lagi.
Á miðjum slætti var málfærslumaðurinn búinn að tryggja sér meirihluta Alþingis með ríkisábyrgð fyrir 1½ milljón króna, sem var áhættufé verksmiðjunnar. Auk þess hafði hann nokkra þingmenn í varaliði, ef til þyrfti að taka.
Rauðkunefndin á Siglufirði taldi þessar undirskriftir og loforð jafngild ákvörðun Alþingis og hegðaði sér um allar framkvæmdir eins og ríkisábyrgð væri fengin, þó að fjármálaráðherra væri henni algerlega mótfallinn og málið hefði ekki komið á dagskrá á þinginu.
En þegar haustþingið kom saman 1944, lagði Áki Jakobsson, þingmaður Siglfirðinga, fram tillögu þá til þingsályktunar, sem byggð er á fyrrgreindum undirskriftum. Var þar skýrlega tekið fram, að ríkið átti að njóta 3. veðréttar á eftir Tryggingastofnuninni og Útvegsbankanum.
Fjárveitinganefnd fékk nú málið til meðferðar. Einn af þingmönnum kommúnista, Þóroddur Guðmundson, lagði þá mikla áherslu á, að ekki væri tekið fram í tillögunni, að ríkið hefði 3. veðrétt, heldur um þetta farið óljósari orðum. Þegar ekki var tekið undir röksemdir Þórodds Guðmundssonar, lét hann sækja lántökumann fyrirtækisins, þingmann Seyðfirðinga, Lárus Jóhannesson. Fór hann hinu sama fram. Var nú óskað eftir, að þessi umboðsmaður Rauðku sannaði nefndinni, hversu háttað væri hinum margumtöluðu undirskriftum.
Varð þingmaður Seyðfirðinga vel við þessum tilmælum, enda hafði hann með sér að því er virtist mjög fullkomið skjalasafn um málið. Kommúnistar höfðu heitið stuðningi sínum flokkslega, þannig að Brynjólfur Bjarnason afhenti loforð um ábyrgðarheimildina fyrir alla samherja sína, án þess að þeir væru skrásettir hver fyrir sig.
Á næstu blaðsíðu í skuldaskilabók málfærslumannsins voru nöfn fjögurra Alþýðuflokksmanna. Þá komu ca 10 sjálfstæðismenn, og var helst svo að sjá, sem þeir hefðu verið “króaðir af” í Reykjavík, eins og laxar, sem dregið er fyrir í góðum veiðihyl. Þar næst komu einstakar eftirlegukindur, sem náðst höfðu með símskeytum, Lárus Jóhannesson taldi sig hafa lagt fram skilríki fyrir fullkomnum meirihlutastuðningi, en hann sagðist hafa nokkurt varalið og lagði þá fram undirskrift þriggja forustumunna úr Framsóknarflokknum, Bjarna Ásgeirssonar, Eysteins Jónssonar og Hermanns Jónassonar. Fylgdi undirskriftunum skýring um, að þessir þingmenn óskuðu helst, að Rauðka gæti endurfæðst án ríkisábyrgðar, en þar sem allur viðbúnaður Lárusar Jóhannessonar og vilyrði um lán til fyrirtækisins voru bundin við það, að ríkið bæri áhættuna, þá sýndust þessar fallegu óskir tæplegu eiga heima í skjalatösku málfærslumanns, sem taldi sig vara búinn að koma eins konar gandreiðarbeisli á meira en helming þingfulltrúanna.
Lárus Jóhannesson neitaði að skilja þessi undirskriftarplögg með viðeigandi yfirlýsingum eftir hjá nefndinni, og verður þess vegna að skýra málsmeðferðina eftir ræðu hans í fundarherberginu. Af henni var ljóst, að hann hafði öruggan stuðning allra kommúnista og flestallra Alþýðuflokksmanna. Þó mun Haraldur Guðmundsson ekki hafa skrifað undir, af því hann var lánveitandi fyrir hönd Tryggingarstofnunarinnar. Úr Sjálfstæðisflokknum vantaði nöfn Ólafs Thors, Péturs Ottesens, Jóns Sigurðssonar, Ingólfs Jónssonar, Jóns Pálmasonar og Þorsteins Þorsteinssonar.
Úr Framsóknarflokknum var Bernharð Stefásson einn skrásettur með fullum stuðningi. Ingvar Pálmason, Páll Hermannsson, Skúli Guðmundsson og Helgi Jónasson höfðu neitað með skeyti. Nokkrir framsóknarmenn virðast ekki hafa svarað. Lárus Jáhannesson tók enn fremur fram, að einstaka þingmenn, þar á meðal sá, sem þetta ritar, væru svo slæmir, að hann hefði alls ekki leitað til þeirra.
Mjög erfitt er að skilja afstöðu þeirra þingmanna, um fylgja þessu máli. Enginn einstakur maður og ekkert gróðafélag hefði látið sér koma til hugar að byggja stóra síldarbræðslustöð, þegar verðbólgan er mest, rétt áðan en hrunið og verðfallið kemur. Siglafjörður er fátækur bær, sem mun eiga nógu erfitt með að standa straum of rafveitu sinni og dýrum aðgerðum við höfnina, þó að ekki verði bætt við taprekstri á óhæfilega dýrri síldarbræðslu.
Nú eru til í landinu fjórar síldarverksmiðjur, jafnstórar hinni fyrirhuguðu Rauðku, sem kosta ekki nema 25% af því, sem hún mun kosta fullgerð. Það verður vitanlega óhugsandi fyrir Rauðku að keppa við slík fyrirtæki. Til þess er stofnkostnaðurinn allt of mikill. Þetta má vera öllum ljóst og þá um leið hitt, að tapið á þessu fyrirtæki kemur eingöngu á ríkissjóðinn.
Það er eftirtektarvert, að Haraldur Guðmundsson og bankastjórar Útvegsbankans, sem fara með fé ríkissjóðs, neita algerlega að trúa Siglfirðingum eða verkmiðjustjórninni fyrir lánsfé nema hafa Alþingi í bakábyrgð. Hvorki Tryggingastofnunin né bankinn vill tapa fé sínu með því að láta það ótryggt lán. Nú eru þingmenn raunverulega eins konar bankastjórar. Þeir eru beðnir um lán. Meira að segja, einn af þingmönnum gengur um, fyrir gott kaup og sælist eftir nægilega mörgum jáyrðum frá þessum 52 umráðamönnum ríkisfjárhirslunnar, sem hér er leitað til. Meiri hluti þessara manna sýnir minni gætni en húsbændur áðurnefndra lánastofnanna. Þeir heita meira að segja fylgi sínu á óformlegan og óskemmtilegan hátt.
Í Englandi mundi það ekki hafa verið talið viðeigandi, að þingmaður hefði með höndum svipaðan áróður í Parlamentinu og Lárus Jóhannesson hefur uppi haft á Alþingi. Málafærslumaður getur tekið að sér að útvega lán gegn ómakslaunum, eftir upphæð lánsins. En alþingismaður hefur ekki siðferðilegan rétt til að falast eftir atkvæðum þingbræðra sinna í sambandi við ábyrgð á hendur ríkissjóði.
Fyrrverandi ráðherrar Framsóknarflokksins, Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson, höfðu, meðan hagfelldara var að byggja en nú, sýnt mikinn dugnað við að standa á móti því, að Siglufjörður tæki þátt í áhættusömum atvinnurekstri.
Nú er aðstaða þessara manna gerbreytt og það svo mjög, að þeir lána nöfn sín til framdráttar máli, sem er mörgum sinnum fráleitari framkvæmd en þegar þeir stóðu með glöggum rökum gegn hinni fyrri sókn Siglfirðinga út í ófæruna. Að líkindum eru veðrabrigðin í hugum þessara tveggja leiðtoga Framsóknarlokksins að einhverju leyti í sambandi við hinar þrálátu tilraunir þeirra, að ná samkomulagi við kommúnista um sameiginlega þátttöku í stjórn landsins.
En hvernig sem á málið er litið, þá bera þessi skoðanaskipti ekki vott um, að aukinn lífsreynsla hafi gert mennina dómhæfari um pólitísk vandarnál. Eins og fyrr er um getið, sækir Guðmundur Hannesson, Rauðkumálið með ótrúlegri bjartsýni. Hann á sinn þátt í að grunnur Rauðku er metinn hinu nýja fyrirtæki á 800 þúsund krónur.
Hann ræður miklu um það, að Rauðka selur Skeiðsfossvirkjuninni vararafvélar fyrir mörg hundruð þúsund krónur. Hann hefur ekki þolað skynsamleg mótrök og gagnrýni í þessu mikla fjármáli. Þormóður hafði beðið ritstjóra framsóknarhlaðsins Einherja fyrir stutta grein um Rauðkumálið, og var meginefni greinarinnar rökstuðningur þeirra Þormóðs Eyjólfssonar og Sveins Benediktssonar í stjórn ríkisverkarmiðjanna, þar sem þeir lögðu fram mótmæli gegn því, að Siglufjörður endurreisti Rauðku. Þegar grein þessi hafði verið sett í prentsmiðjunni, kom Guðmundur Hannesson þangað og bannaði sem meirihlutamaður í stjórn blaðsins að prenta greinina. Var ritgerðin þá send Degi á Akureyri, en ritstjórinn neitaði eftir fyrirmælum utan frá að ljá henni rúm í blaði sínu.
Þornmóður Eyjólfsson sendi Tímanum þá greinina. Ritstjórinn símaði honum um hæl og sagði, að greinin yrði ekki tekin. Mér þóttu þetta svo merkilegar aðferðir, að ég lét orð falla um, að mér þætti sennilegt, að þetta forboðna plagg yrði að koma fyrir sjónir almennings, meðal röksemda um Rauðkubygginguna. Hvort sem þessi vitneskja hefur haft áhrif eða ekki, er svo mikið vist, að símað var til Þormóðs Eyjólfssonar um, að grein hans mundi verða birt í Tímanum.
Það hefur þótt hlýða að fylgja Rauðkumálinu úr hlaði með fáeinum orðum. Saga þessa fyrirtækis er eins og mannlífið og veðrið. Þar gætir mikilla umskipta, Það er ánægjulegt að minnast þess manns á Siglufirði, sem gerði með miklum þegnskap tilraun til að flytja eignaryfirráð Íslensks lands frá Kaupmannahöfn og heim til átthaganna.
Það er sorglegt að sjá aðra Siglfirðinga fara um bakdyr inn til útlendra fjármálamanna til að spilla fyrir sínu eigin bæjarfélagi. Það er gleðilegt til þess að vita, að dómur almenningsálitsins á Siglufirði neyddi hina óheppnu borgara til að skila aftur hinum leiðinlegu fengu eignum sínum. Síðan heldur leikurinn um Rauðku áfram. þangað til dýrtíðarvíman hefur svifið svo mjög á meirihluta Siglfirðinga, að þeir njóta ekki í þessu máli meira af meðfæddri dómgreind en venjulegur Íslendingur í veislulok, þar sem vel er veitt.
Siglfirðingar hafa nú með höndum fjárhagsframkvæmd, þar sem Rauðka er, sem enginn einstakur maður á Íslandi mundi vilja gera fyrir eigin reikning. Þeir alþingismenn, sem kunna að hafa veitt Lárusi Jóhannessyni ádrátt um fylgi við mál, sem minnkun er að styðja, geta enn bjargað sér úr leiðinlegum hafvillum með því að fella Rauðkutillögu Aka Jakobssonar.
Alþingi 20. september 1944. Jónas Jónsson Helgi Jónasson. framsögumenn |