Lýsishersla + atvinna | Atvinna Siglfirðinga | Ný Rauðka | Slæmur aðbúnaður | Mjölnir-Rauðka | Rauðka + Alþingi | Atvinna-SR-Orlofsfé | Rauðka endurbyggð | Handhafa suldabréf | Jón G. Og S.Ben dæmdir | Handhafabréf í Rauðku | Merkisviðburður

>>>>>>>>>>> Jón G. Og S.Ben dæmdir

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neisti 9. nóvember 1944
Jón Gunnarsson og Sveinn Benediktsson dæmdir. 

 

Dómur er fallinn í héraði í máli því, sem höfðað var gegn Jóni Gunnarssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra Síldarverksmiðja ríkisins, og Sveini Benediktssyni, formanni verksmiðjustjórnar, vegna áfengisveitinga án vínveitingaleyfis á Hótel Hvanneyri síðastliðið haust og árekstra við lögregluna í sambandi við það.

 

Eru forsendur dómsins all fyrirferðarmiklar og margbrotnar, en dómurinn hljóðar svo:

 

“Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri greiði 500 kr. sekt í Menningarsjóð, til vara sæti hann 16 daga varðhaldi ef sektin er ekki greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dómsins, og 400 kr. sekt í ríkissjóð, til vara sæti 13 daga varðhaldi. ef sektin er ekki greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa.

 

Sveinn Benediktsson, Reykjavík, formaður stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, greiði 400 króna sekt í ríkissjóð, til vara sæti 13 daga varðhaldi, ef sektin verður eigi greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa, og 30 kr. í bæjarsjóð, til vara sæti 2ja daga varðhaldi, ef sektin verður eigi greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dómsins.

 

Kærður Jón Gunnarsson greiði 60 kr. í málsvarnarlaun til talsmanns síns Jóns Jóhannessonar, málflutningsmanns Siglufirði, og kærður Sveinn Benediktsson greiði í máls­varnarlaun 60 kr. til talsmanns síns hæstaréttarmannsins Guttorms Erlendssonar, Reykjavík.

 

Þá greiði talsmaður kærða, Sveins Benediktssonar hæstaréttarmaður Guttormur Erlendsson 60 kr. sekt í ríkissjóð fyrir ósæmilegan rithátt í vörn sinni, til vara, sæti 3ja daga varðhaldi, ef sektin er eigi greidd innan mánaðar frá lögbirtingu dóms þessa.

 

Dómi þessum ber fullnægja viðlagðri aðför lögum."