RAUÐKA
Merkisviðburður gerðist síðasta sumardag, 20. f.m. Þá var lokið við þaksperrur og langbönd á hinu nýviðgerða verksmiðjuhúsi Rauðku. Má segja, að verkið hafi gengið afburðavel, miklu betur en jafnvel vonir mann stóðu til.
Voru fánar dregnir að hún á húsinu og byggingin alskreytt fánum og á nokkrum stöðum var fánað í bænum, en miklu víðar hefði það verið, ef menn hefðu vitað hvað til stóð, því að Rauðka á ítök í hugum flestra Siglfirðinga.
Stjórnin minntist þessa viðburðar með því að bjóða til nokkurs gleðskapar á skrifstofu Rauðku síðasta sumardag og laugardaginn fyrsta vetrardag.
Var bæjarstjórn, skipstjórum, ritstjórum blaðanna og nokkrum öðrum boðið fyrri daginn, en verkamönnum við bygginguna síðari daginn.
Formaður stjórnarinnar bauð gesti velkomna, þakkaði framkvæmdarstjóra og verkamönnum vel unnin verk, en stjórninni góða samvinnu, og lýsti í nokkrum drátt um auknum kostnaði við bygginguna með það að hafa þróna steinsteypta að miklu í stað timburþróar o. fl., er hann greindi.
Myndi þessi aukni tilkostnaður fara talsvert fram úr áætlun, enda væri nú allri tilhögun fyrirkomið þannig, að sem auðveldast og ódýrast yrði að stækka Rauðku eftir stríð upp í 15 þúsund mál. Margar ræður voru fluttar og fór allt fram með hinni mestu prýði og hóflegum gleðskap.
Ánægjulegt var að heyra ræður skipstjóranna, og áhuga þeirra fyrir að afla Rauðku nógrar síldar í þróna, og ræður verkamannanna um að vinna kappsamlega og dyggilega fyrir Rauðku.
Með slíkt lið innanborðs siglir Rauðka hraðbyri eftir stríð upp í 15 þúsund mála afköst á sólarhring.
Siglfirðingar! Rauðka upp í 15 þúsund mála afköst eftir stríð er takmarkið. Siglfirðingar! Látum ekki flokkadeilur og persónulegt nagg hamla slíku nauðsynja máli.
Stöndum saman eins og við höfum gert í Rauðkumálinu. Þá mun það takast. |