Lýsishersla + atvinna | Atvinna Siglfirðinga | Ný Rauðka | Slæmur aðbúnaður | Mjölnir-Rauðka | Rauðka + Alþingi | Atvinna-SR-Orlofsfé | Rauðka endurbyggð | Handhafa suldabréf | Jón G. Og S.Ben dæmdir | Handhafabréf í Rauðku | Merkisviðburður

>>>>>>>>>>> Rauðka endurbyggð

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neisti 1. júlí 1944

Rauðka verður endurbyggð

Á grunni hinnar gömlu Rauðku mun  Siglufjarðarkaupstaður reisa 5-10 þúsund mála nýtísku síldarverksmiðju.               

 

I

Aldrei verður það fullkomlega rannsakað, hversu geipimikið tjón það var fyrir bæinn, Rauðka skyldi ekki vera endurbyggá á árunum 1938 - 1939.

 

Þáverandi atvinnumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem réði úrslitum í málum þessum, synjaði um heimild fyrir byggingu verksmiðjunnar. Þrátt fyrir það honum bæri skylda til þess, sem yfirmanni atvinnulífsins í landinu, stuðla öllum þeim endurbótum, og framförum í þessum iðnaði, sem kostur var á. Ekki hvað síst þegar reynsla undangenginna ára hafði sýnt og sannað síldveiðiflotinn stundum um 40 skip, varð bíða dögum saman eftir löndun, og þegar svo skipið gat losnað við aflann, var síldin orðin stórskemmd, og afköst verksmiðjanna urðu miklu minni en ella. Það var sárt fyrir sjómennina að horfa á síldina vaða nokkrar sjómílur undan landi, án þess geta nokkuð hafst að.

 

Oft var það þó “kulið,” sem bjargaði ráðslagi þessu við, eins ein þekkt persóna í bænum hefur komist orði.

 

Nei það var ekki fyrir “gætni” í fjármálum, sem ráðherrann kom í veg fyrir framkvæmd þessa. Hann vissi sjálfur hvað slík verksmiðja gat gefið í aðra hönd, þar sem , hann var þá orðin eigandi nýtísku verksmiðju. Maður skyldi því ætla hann hafi vænst góðs árangurs af slíku fyrirtæki.

 

II

Nú er svo komið síldarverksmiðjan Rauðka verður endurbyggð. Það er mjög mikið gleðiefni fyrir alla Siglfirðinga, á fyrsta ári hins frjálsa íslenska lýðveldis, skuli Siglfirðingar hafa barið í gegn svo þýðingarmikið og gott mál, eins og Rauðkumálið er.

 

Miklir erfiðleikar eru á því, nægilegt efni og vélar fáist til byggingarinnar, og hefur bæjarfógeti Guðmundur Hannesson, í viðtali við blaðamenn, skýrt mjög ítarlega frá gangi málsins, en ýmissa orsaka vegna þykir ekki tíma bært skýra frá einstökum atriðum í sambandi við það.

 

En hinsvegar mun Siglfirðingum verða gefin kostur á því, á almennum borgarafundi, sem haldinn verður innan skamms, kynnast málavöxtum, eins og þeir eru. En því er hægt slá föstu, að trygging hefur fengist fyrir því að nýtísku síldarverksmiðja rís upp hér á Siglufirði á þessu ári.

 

III

Það er vissulega gott til þess vita, trygging hefur fengist fyrir því síldarverksmiðjan verður byggð. Nú um tug ára, hefir stjórn Síldarverksmiðja ríkisins hjakkí sama farinu, án þess sinna þeirri brýnu þörf, sem var fyrir nýtísku verksmiðju, og án þess gefa gaum þeirri sjálfsögðu kröfu sjómanna og útvegsbænda, sem heimtuðu fljótvirkari tæki og minni framleiðslukostnað.

 

En hvorutveggja eykur mjög hag þjóðarinnar og margfaldar framleiðslu hennar. Skipin geta aflað allt því helmingi meir, -- minnkandi framleiðslukostnaður þýðir hærra verð fyrir hráefnið, varan batnar og hlutur sjómanna og verkamanna í heild getur stórum aukist.

 

Það er því engin furða þó menn spyrji : Hver geti í raun og veru vorið á móti slíkri þróun iðnaðarins og torveldað á svo fárandlegan hátt skilyrði fyrir batnandi lífsafkomu?

 

En þó skömm sé frá að segja, eru þeir afglapar meðal þjóðarinnar, sem pólitískt blygðunarleysi hefur fóstrað í þeim meinlega tilgangi, tefja fyrir þjóðfélagslegum umbótum   

 

Viss.