Ólympíu-kvikmynd frá St Morits.
(kynning)
Nú næstu daga mun koma hingað
til bæjarins, Ári Stefánsson, sem fór með Íslensku skíðamönnunum á
Ólympíuleikana í St. Morits, veturinn 1948 - og sýna kvikmynd þá, er hann
tók af leikjunum og dvöl Íslensku skíðamannanna þar syðra.
Ég sem skrifa þessar línur,
hef haft tækifæri til þess að sjá þessa bráðfallegu litmynd, og vil því
vekja athygli á henni. Siglfirðingar ættu að nota þetta, tækifæri og sjá
myndina þegar hún verður sýnd.
Myndin sýnir Íslendingana
keppa í svigi, bruni og stökki. Þar sjáum við Jónas Ásgeirsson, þar sem
hann keppir við þekktustu stökkmenn heimsins; einnig sjáum við Guðmund
Guðmundsson, Magnús Brynjólfsson, báða frá Akureyri og Þórir Jónsson frá
Reykjavík, keppa í bruni og svigi við alla bestu skíðamenn heimsins.
Myndin sýnir einnig hina
dásamlegu náttúrufegurð í St. Moritz og þau ágætu skilyrði sem skíðamenn
búa þar við. Það er of langt að lýsa myndinni lið fyrir lið, en ég
vil hvetja alla Siglfirðinga til þess að sjá þessa skíðamynd, því ég efast
ekki um það, að hver sá, sem sér hana hefur mikla ánægju af - og sýnir
þeim einnig hvar skíða menn okkar eru staddir í íþróttinni á
heimsmælikvarða.
Árni Stefánsson mun jafnvel
sýna fleiri skíðamyndir, sem hann hefur tekið við ýmis tækifæri.
Helgi Sveinsson |