
Bíó-Saga Siglufjarðar: Blaðið
Siglfirðingur
Heimildir, tengdar kvikmyndasýningum á
Siglufirði, sem birtust í vikublaðinu Siglfirðingur á Siglufirði.
Á Bókasafni Siglufjarðar,
eru til eintök af blaðinu, frá árinu 1923
-
(1. árgangur)
Frekar lítið er um fréttir um Nýja Bíó og enn minna
af auglýsingum, í Siglfirðingi frá 1924 Eða allt til ársins 1929, en þá er
farið að segja frá bíó sýningum í Nýja Bíó í fréttadálkum en engar
beinar auglýsingar.
Margar tilvitnanir eru í "bíó"
vegna skemmtana og annarra samkoma í "bíó" eins og komist er að orði, í
fréttum.
Og er því ekki ljóst við hvaða "bíó" átt
er við, í þeim
tilfellum. En um 1929 fara að koma einstaka fréttir af kvikmyndum, sýndum í
Nýja Bíó. Einnig er farið að segja frá samkomum og fundum í Brúarfoss
(húsið var við Suðurgötu 5 (ca) eða núverandi Ráðhústorg.) 11. janúar 1930 er
í fyrsta sinn vitnað í Bíó Café (Nýja Bíó) |