LÝSISHERSLUVERKSMIÐJAN BÆJARBÚAR ÞURFA ALLIR AÐ LEGGJAST Á EITT
Það er óþarfi að rökstyðja, hversveg ætti að reisa lýsisherslustöðina hér og aðeins hér. Siglufjörður er aðal síldarvinnslustöð landsins, flutningskostnaður sparaðist, byggingarkostnaður lýsistanka sparaðist.
Lóð, vatn og önnur skilyrði eru fyrir hendi og Siglufjörður verður að líkum fyrsti staðurinn er gæti boðið slíkri stöð nægjanlegt rafmagn. Siglfirskur verkalýður, sem vinnur þjóðnýt og nauðsynleg störf 2-3 mánuði á ári, og gengur atvinnulaus, að verulegu leyti, stóran hluta ársins, ætti það öðrum fremur skilið, að ríkisvaldið staðsetti verksmiðju hér.
En eitt þurfum við Siglfirðingar að varast, Um þetta mál má ekki skapast flokkakrítur. Þetta er hagsmunamál bæjarfélagsins og bæjarbúa allra. Einnig getur hér skapast, líkt og um Rauðkumálið. - þetta er ekki mál eins eða neins flokks. Þetta er mál allra Siglfirðinga, hvar í flokki sem þeir standa.
Lýsisherslustöð á Siglufirði eykur atvinnulífið, tryggir afkomu bæjarbúa að nokkru leyti. Í kjölfar hennar gæti hér risið ýmiskonar iðnaður. Með henni koma nýir möguleikar. Siglfirðingar !
Í þessu máli þarf einingu bæjarbúa og flokkakrítur eru til ills eins.
ORRI |