Frétt á forsíðu 29. júní 1918
Nýja Bíóið.
Nú er verið að byggja skúr úr steinsteypu við endann á leikfimishúsinu til
þess að setja í vélar þær, er nota skal við hinar fyrirhuguðu
kvikmyndasýningar hér.
Er skúrinn nokkuð nærri götunni, en það gerir ekki svo mikið til, því fyrsta
lagi mun það ekki koma í bága við byggingasamþykkt Siglufjarðar, hún er ósköp
þægileg og góð viðureignar og í öðru lagi munu menn ekki ybbast mikið yfir þó
einhver óþægindi yrðu af þrengslum við götuna, svo er gleðin og ánægjan mikil
hjá mörgum yfir að hafa fengið þennan nýja útgjaldapóst --
kvikmyndasýningarnar -- í bæinn.
Við erum framfarafólk Siglfirðingar og alveg rétt af okkur að láta það sjást,
að við hvorki þurfum né viljum spara neitt við okkur, þó allur heimurinn
stynji undan þunga stríðsins.
En hvert mál hefur tvær hliðar. Leigan sem
hreppurinn fær eltir leikfimishúsið er ekki smá Átján hundruð krónur á
ári En hvaðan koma þær? Koma þær ekki úr vasa fólksins er býr hér og
þurfa ekki þeir sem húsið leigja að fá margfalt fé til þess að geta borgað
þessa háu leigu?
Með því að leigja leikfimishúsið hefur hreppsnefndin lagt 1800
kr.ársskatt á bæjarbúa, í þrjú ár sem gengur í hreppssjóð En hún hefir
jafnframt lagt á bæjarbúa þann skatt sem innifelst í ágóða þeirra manna sem
húsið hafa leigt og fyrir fyrirtækinu standa og hann verður ekki lítill,
reynslan hefur sýnt að kvikmyndafélögin hafa grætt stórfé um allan heim.
Aðrar eins ráðstafanir og þessar eru víðsjárverðar þegar
litið er á þetta mál í fullri alvöru þá.virðist svo sem full ástæða hefði
verið til að reyna að hindra að þetta fyrirtæki fengi fótfestu hér fyrr en
eftir stríðið.
Hér skulda menn hreppnum lífsnauðsynjar fyrir
þúsundir króna og geta ekki með hægu móti borgað, þó er ekkert gert til að
fyrirbyggja ný útgjöld, heldur þvert á móti stuðlað að því, að
möguleikar séu fyrir menn að eyða sínu fé til óþarfa.
Vonandi er, þegar byrjað verður að sýna hér kvikmyndir,
að eftirlit verði haft með að ekki verði sýndar siðspillandi myndir, þær
eru til og geta haft óútreiknanlega áhrif. H.J. |