Fyrsta Bíóið | Bíófréttir-auglýsingar | Grein: Óholl skemmtun | Grein: Skemmtanir | Bíó-fréttirauglýsingar | Grein: Samkomuhús | Bíófréttir-auglýsingar | Bíó-auglýsingar | Bíó-fréttir | Bíófréttir-auglýsingar

>>>>>>>>>>> Grein: Óholl skemmtun

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bíó-Saga Siglufjarðar: Óholl skemmtun.

Fram, 9. nóvember 1918, Pistill:

Óholl skemmtun.

    Ég sá auglýst á laugardaginn, að dansskemmtun ætti að verða í Leikfimishúsinu.  Ég leit þar inn um það leyti sem átti að byrja, og sá ég þá - mér til mikillar  gremju og undrunar - að þrír drengir voru þar inni að sópa gólfið í ákafa og þyrluðu rykinu svo upp að hálfdimmt var í húsinu þrátt fyrir öll ljósin.

    Svo átti dansinn að hefjast þegar þessari hreingerningu var lokið! þá áttu  menn að taka til fótanna, hringsnúast um gólfið, og soga þetta holla og hreina loft niður í lungun! ­

    Ég sárkenndi í brjóst um þessi ungmenni, sem voru látin vinna þetta óþrifaverk,  og það á þennan hátt, því að vafalaust hefði mátt láta eitthvað það á gólfið t. d.  blautan sand), sem hefði komi í veg fyrir að rykið þyrlaðist upp.

    Annars finnst mér  ekkert vit í að dansa í slíku húsi, án þess að þvo gólfið áður, því allir vita að þar  er oft fullt og hálffullt af fólki þegar kvikmyndir eru sýndar, og bera menn þá inn  með sér for af götunni eins og eðlilegt er, og þar að auki - því miður fara margir  ekki eins varlega með hráka sína sem skyldi.

    Ég skrifa þessar línur vegna þess að mér finnst þetta íhugunarefni fyrir alla þar  sem berklaveikin er óðum að breiðast meir og meir út og finnst mér ekki ólíklegt  að dansskemmtanir sem fara fram í öðru eins ryki, eins og síðast í Leikfimishúsinu, gefi henni enn meiri byr í seglin.

S. B. K.