Fyrsta Bíóið | Bíófréttir-auglýsingar | Grein: Óholl skemmtun | Grein: Skemmtanir | Bíó-fréttirauglýsingar | Grein: Samkomuhús | Bíófréttir-auglýsingar | Bíó-auglýsingar | Bíó-fréttir | Bíófréttir-auglýsingar

>>>>>>>>>>> Bíó-fréttirauglýsingar

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bíó-Saga Siglufjarðar: Bíófréttir- auglýsingar.

Fram 30. Nóvember 1918, auglýsing:

H.f. Siglufjarðar-bío

Sýnir í kvöld kl.8

Náttúrufegurð, Tollsmyglararnir,

 Bynny kaupir kvennabúr,

frá ófriðnum

H.f. Siglufjarðar-bío

Fram, 28. desember 1918, auglýsing:

H.f. Siglufjarðar-bío,

sýnir myndir á gamlárskvöld og nýárskvöld kl.8.

 Nýjar myndir!

Fram, 22. mars 1919.

Yfirlýsing

    Í gær kom til mín nefnd frá Kvenfélaginu "Von" til að fá að vita skilyrði sem ég setti fyrir hönd okkar félaga, fyrir láni á húsi okkar handa Kvenfélaginu til sjónleika. Kvað ég skilyrði eigi önnur en þau að aðhúsið fengist gegn greiðslu á andvirði þess og þeirra véla, sem í því eru  ef Brunabótafélag Íslands einhverra orsaka vegna ekki greiddi brunatjón í tilfelli ef húsið  brynni þann tíma sem félagið hefði það að láni. Húsaleiga yrði engin tekin. Að þessum skilyrðum kvaðst nefndin ekki geta gengið.

Í von um að enginn efi þetta.

Siglufirði 21. mars 1919

Matthías Hallgrímsson

Fram, 10. maí 1919, auglýsing:

H.f. Siglufjarðar-bío

sýnir: Ópíumreykjarinn í síðasta sinn í kvöld.

og á morgun Betlihemstjörnuna í síðasta sinn.

Nánar á götuauglýsingum.

H.f. Siglufjarðar-bío

Fram, 10. maí 1919,  í dálknum Bæjarfréttir:

Byggingarbeiðni frá Jens Eyjólfssyni, um að Bíofélaginu yrði leyft að byggja skúr fyrir framan dyr leikfimishússins 4x5  alin að stærð, með upphækkuðu steinsteyptu gólfi til þess að varna vatnsrennsli í  húsið, og að bærinn bæri allan kostnað við steypugólfið. Var leyft að byggja  skúrinn með öllum greiddum atkvæðum, en að bærinn skyldi bera allan  kostnað við gólfið samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3. Tillaga kom frá G. T. H. að  bærinn kostaði aðeins einn þriðja hluta gólfsins, en sú tillaga var feld.

Fram, 14. nóvember 1919, auglýsing:

Ný ágæt mynd,

Sýnd annað kvöld kl. 9.

H.f. Siglufjarðar-bío

Fram, 29. nóvember 1919, auglýsing:

Troen der frelser

 

Þessi ágæta mynd verður sýnd í síðasta sinn

annað kvöld kl.8.

Eftir ósk margra sem langar til að sjá hana aftur

og marga sem ekki hafa séð hana.

Notið tækifærið

H.f. Siglufjarðar-bío